Pages

þriðjudagur, desember 11, 2012

Undirbúningur

Það eru kannski ekki margir sem vita það en ég er að safan saman uppskriftum í bók. Eins og er, er ég komin með 33 uppskriftir af hekluðum hlutum og um helgina ætla ég að taka myndir ásamt henni Björt. Ónetanlega mikill spenningur í gangi hjá mér.

Hérna er mynd af nokkru sem mun rata þangað inn :) spennandi tímar!

sunnudagur, desember 02, 2012

Flúnkunýr fífill

Þar sem ég er strákamamma... eins og fram hefur komið oftar en einu sinni þá fæ ég ekki oft tækifæri á að hekla eða búa til eitthvað lítið og sætt skraut. Mínir piltar (eða allavega þessi sem hefur einhverja skoðun) vill helst, dreka, skrímsli, risaeðlur og þess háttar óhuggulegar kynjaverur.

Nema hvað. Lítill fífill varð til um daginn. Fallegt hárband á litla skvísu, nú vantar mig bara skvísuna (hún þarf sko ekki að vera mín).

föstudagur, nóvember 09, 2012

Örlítið föndur

Ég er í bölvuðu veseni með að setja inn myndir allt í einu. Var með þrjár svona step-by-step myndir til að sýna en svo get ég bara sett eina mynd inn. Þannig að hún verður að duga. Málið er að ég er að selja Tupperware sem er ekki frásögu færandi (nema þú viljir halda kynningu þá bara að bjalla blikk blikk), nema að mér var bent á þetta frábæra trix um daginn með Tupperware dósaopnaranum. 

Sko! Opnarinn er alveg frábær, í stað þess að skera niður í lokið og búa til beittar brúnir þá sker hann í kringum dósina. Þetta verðu til þess að maður sker sig ekki á köntunum og jafnvel er hægt að tilla lokinu aftur á dósina. 


En núna er ég að fara í afmæli hjá einum flottasta áttar frænda mínum og í stað þess að opna dósina eins og gert ráð fyrir með flipanum þarna að ofan. Þá að opna dósina með TW dósaopnaranum að neðan. Svo er gjöfinni rúllað upp (á að vera mynd af því) og botninn límdur aftur með límbyssu. Þá er gjöfin tilbúin í loftþéttum umbúðum, eða svona næstum! Og ég hlakka mikið til að spæla afmælisguttann með niðursoðinni dós í stað þess að gefa honum "alvöru" pakka.

miðvikudagur, nóvember 07, 2012

Blómasmekkur

 
Lítill slefsmekkur varð til í haust, hef verið léleg að setja inn myndir hérna. Þetta er ekki flókinn smekkur, 6 litlar dúllur raðar upp eins og skupla og ...whallo!!

mánudagur, október 22, 2012

sá eineygði



Hvernig get ég skrifað um eineygða skrímslið án þess að roðna smá. En hann var til því það vantaði vin á heimilið sem hægt væri að halda auðveldlega á og tuskast með. Svo er hægt að flækja puttunum um augnhárin og tunguna. Hann er svolítið sætur á sinn sérkennilega hátt. En þar sem ég stefni á að láta taka myndir af tuskudýrunum mínum um jólin þá má ekki leika sér með hann... ...þvílíkt frat! Það er svolítið erfitt fyrir guttana mína að skilja það, skiljanlega. En þangað til er hann falinn, þrátt fyrir það hef ég fundið hann í faðmlögum við þann elsta þegar allar mýs eru komnar í háttinn.

laugardagur, október 20, 2012

Geimveruhúfa

Ég er að vinna mig í gegnum smá skemmtilegt verkefni sem ég get vonandi montað mig af síðar. Hérna er ein sæt húfa hekluð úr léttlopa. Hún er svolítið eins og krakkar eru. Stundum glaður og svo lítur maður í hina áttina og þá er allt farið í "wholl" Geimveruhúfan er líka hlý og svo er hægt að naga trékúlurnar þegar tennurnar eru að pirra góminn. 





mánudagur, október 01, 2012

Hr. Hrólfur

Hæ hæ, má ég kynna fyrir ykkur Hr. Hrólf? Hann þekkir Frk. Vélmenni. Það er samt ekki hægt að segja að þau séu vinir, þau eru meira svona kunningjar. Hr. Hrólfur er frábær dansari og Frk. Vélmenni fílar það vel. Það er samt eitthvað við Hr. Hrólf sem Frk Vélmenni veit ekki hvernig á að bregaðst við. Kannski er það vegna þess að hann er svolítið nörd, eða það segja vinkonur Frk. Vélmennis allavega. Hann notar gleraugu, en samt bara heima þegar hann er einn eða þegar hann er í kringum fólk sem hann þekkir mjög vel. En hann dansar eins og vindurinn og hver fellur ekki fyrir því?


miðvikudagur, júlí 04, 2012

XOV

XOV er ný komið til landsins, í raun er XOV nýkomið til jarðarinnar. Hresst og kátt að vanda. Það er mjög eftirtekktasamt, enda með þrjú augu og tekur eftir öllum breytingum, hvort sem það er ný hárgreiðsla, blettur á bolnum eða rykkorn í hornum. Enda með þrjú augu og tvo heila. Spurning hvort að nokkur vilji í raun fá XOV í heimsókn, miklu betra að hittast á kaffihúsi, íbúðin er nefninlega aldrei of hrein fyrir það.

fimmtudagur, júní 28, 2012

Vinkonu lykklakippur



Ég fékk um daginn spennandi verkefni upp á borð til mín. Hér í borg eru nefninlega lykklakippu vinkonur sem gefa hvor annarri lykklakippur á góðum dögum. Mér var því falið það verkefni að hekla þær stöllur.






  
Ég fékk teikningu sem ég átti að fara eftir. Lita palletta fylgdi líka gult, túrkís og brúnt fyrir þá rauðhærðu og bleikt, brúnt og túrkís fyrir þá ljósbrúnærðu. Um er að ræða stórbrjósta pæjur og þetta átti að vera til innan 10 daga. Það var því lítið annað að gera en að hefjast handa. 


Útkoman var þessi. Tvær skvísur, í túrkísbláum hælaskóm, stórbrjósta og með sítt hár. Tilbúnar að gæta lyklanna þeirra. Hlakka til að heyra hvernig afmælisbarninu líkar þær. 

miðvikudagur, júní 20, 2012

Svæfill fyrir syfjuð kríli

Þetta er svæfillinn Lúkas. Báðir strákarnir mínir hafa átt svæfill sem þeir sofa með og fyrstu mánuðina voru þeir mikið notaðir. Það er eitthvað svo kósí við svæfil, eitthvað svo fallegt. Lúkas er heklaður og ef hann er heklaður úr svolítið grófu garni og svolítið þétt er mjög gott að naga nefið hans þegar tennurnar fara að koma. Tala nú ekki um að flækja puttunum í tuskuna.

sunnudagur, júní 10, 2012

Mjög töff snagar ala Valur bróðir - GESTA BLOGG



Bloggið mitt er aldrei meira alvöru en þegar ég fæ gestabloggara til að sýna listir sínar. Núna er það snillingurinn hann bróðir minn, Valur, sem er gestur Z-unnar. Hann, konan hans Þóra og litla krúttsprengjan sonur þeirra, hann Þórir eru ný flutt í fallega íbúð. Þau hjónaleysin hafa gert íbúðina mjög fallega og kósí og mér það kom mér á óvart hversu lunkinn Valur er við alskonar föndur. Hér sýnir hann snilli sína í að búa til mjög töff snaga. Gefum honum orðið.

-x-x-x-x-x-

Ég fór í Epal um daginn og sá mjög töff snaga, þ.e. svona marglitaðar kúlur sem stóðu einar og sér út úr vegnum. Mér fannst þær mjög flottar, en fannst nokkuð bilað að kaupa þær á ca. 5-6 þús stykkið.

Ég ákvað að búa til mína eigin snaga, bæði af því að það er töff :) og líka til þess að andyrið mitt sé ekki eins og andyrið hjá 100 öðrum á Íslandi. Það er nefninlega nokkuð pirrandi að ef eitthvað er flott á Íslandi, þá eiga það allir (sem gerir það minna flott fyrir vikið).

Orginal hugmyndin kom af netinu (http://www.instructables.com/) en það er mjög töff síða fyrir svona DIY (Do-It-Yourself) verkefni, það er vest þó að álagningin á skrúfur, spýtur og annað smádrasl er svo mikil á Íslandi að það eru ekki mörg verkefni sem borga sig.


Það sem þú þarft til þess að búa til steypuperur er eftirfarandi:
1) Sement, ég keypti "Småmur" í Húsasmiðjunni (3 kg. dúnkur, er nóg í ca. 10-15 perur. Ég myndi passa mig á hraðþornandi sementi, ég prófaði það og náði varla að hræra það saman áður en það fór að harna...
2) Pera ónýt eða ný (kostar ca. 70 kr. í Bónus)
3) stórar skrúfur til þess að festa í peruna og skrúfa í vegginn. Ég var með 12 cm skrúfur sem ég fann í Húsamiðjunni.
4) Eitthvað til að blanda sementið í.
5) Eitthvað til þess að styðja við perurnar á meðan þær eru að þorna.
6) Öryggisglerugu, helvítis glerbrotin skjótast út um allt :)
7) Trekt, ég fann nokkrar í Byko á 400 kr. Ég sá þær líka í Bónus um daginn, þar voru þær eitthvað ódýrari.

Síðan er bara að hefjast handa.



























Þú notar töng til þess að taka málmsnertiflötinn aftan á perunni af. Bara klemma hann og toga, hann fer nokkuð auðveldlega.


Þú brýtur þetta svarta sem er á perunni, það er eitthvað glerkennt efni sem gefur nokkuð auðveldlega eftir.
Eftir það þá er bara að troða einhverju hörðu t.d. skrúfjárni eða sexkannti niður í peruna og hreina innan úr henni tilgangurinn með þessu er að búa til leið fyrir steypuna niður í peruna.



Stundum er maður full grófur og rústar einni og einni peru, en það bara gaman :)



Maður er nokkuð fljótur að gera nokkrar perur í einu, enda er lang best að gera allt í einu þar byrjunartíminn er svo mikill að þú ert 90% af tímanum sem fyrstu peruna og 10% með næstu 5.
Ég mæli því með því að gera nokkrar í einu.


Ef perurnar eru með einhverri húð að innan þá þarf að skola þær og hreinsa þær til. Síðan þarf að bíða þar til þær þorna. (tímafrekt því miður), en fyrir þá sem nenna ekki að bíða er hægt að opna perukassana í búðinni og athuga hvort að þær séu alveg glærar eða mattar.

Síðan er bara að hefjast handa við að blanda múrinn (eða steypuna, eftir því hvað þú vilt vera nákvæmur). Ég var með drasldollu sem ég blandaði þetta í og hrærði bara í með höndunum, enda magnið ekki geðveikt.

Síðan notar maður trektina til að troða þessu niður.
ATH með mismiklu vatni færðu mismunandi áferð, ef þú vilt fá sléttari áferð notarðu meira vatn og ef þú vilt fá hrjúfari áferð þá notarðu minna vatn. Ég prófaði bæði og fannst bæði geðveikt töff :)




Síðan seturðu skrúfuna í (skrúfan þarf að vera nógu sterk til að halda uppi ca. 10-20 kg.) Svo ég valdi mjög myndarlegar skrúfur. Passiði bara að skrúfuhausinn passi ofan í perustæðið.


Síðan er bara að bíða í ca. 2-3 daga á meðan steypan harnar.

Þegar steypan er hörnuð þarftu að brjóta glerið burt, hérna skal setja upp geraugun því glerið er óhrætt við að hoppa í allar áttir. Best er að nota eitthvað hart og berja laust, en samt nógu fast til að brjóta glerið.
Þetta er skemmtilegasti hlutinn því snaginn er alveg að verða tilbúinn :) Ég mæli líka með að fara með eitthvað hart og oddhvasst í efsta hluta perunnar því glerið á það til að vera nokkuð fast þar uppi. Ég notaði auka skrúfu til þess að losa um glerið.


Þegar þetta er búið er peran tilbúinn. Þá er bara að bora í veginn og hengja upp... WHALLA !!





föstudagur, júní 08, 2012

Fíllinn Oddur

Það er eitthvað að gerast hérna í Vesturbænum. Heklunálin er farin að hreyfast meira og meira á kvöldin og lítil tuskudýr verða til. Þetta litla krútt varð til um daginn. Hef verið með fílinn "í maganum"  síðan ég prjónaði þennan hér um árið.

 Þetta er hann Oddur, hann er ótrúlega feiminn en mjög hæfileikaríkur. Hann á sér draum að verða virtur listamaður en kemst einhvernveginn ekki úr því hlutverki að vera bleiki fíllinn í herberginu. Hann er jú bleikur stráka fíll.
Einu sinni var honum strítt fyrir að vera með stór eyru, en nú er hann mjög feginn að geta falið sig á bak við þau.
Hann veit samt fátt skemmtilegra en að leika sér og dansa og taka guðdómlega fallegar ljósmyndir.

miðvikudagur, júní 06, 2012

Sokka skór

Mér finnst eitthvað svo napurt að sjá ungabörn úti á sokkunum. Þó svo að þau stígi aldrei fæti niður í raun, en þá er eitthvað við sokka svo kuldarlegt úti. Þó vil ég heldur ekki klæða strákana mína í stífa skó. Úr varð að ég heklaði þessa sokkaskó á Heimi um daginn (lesist í mars). Loksins varð ég af því að pósta því hingað inn. 



Eins og annað sem ég geri þá eru hugmyndirnar mínar aldrei 100% mínar (eins og ég held að allar hugmyndir séu, ekki alveg 100% hreinar). En ég sá svipaða skó að vísu saumaða á Etsy, sjá hér

 Tölurnar gaf mamma mér þegar ég var ólétta af Heimi, þær eru ótrúlega fallegar en kostuðu víst hönd og fót. Mér finnst ekkert smá leiðinlegt hvað tölur eru dýrar.


Svona lítur þetta út á fæti.
og hérna eru skósokkarnir í tveimur litum og svolítið "girly".

Ég hef enn ekki skrifað upp uppskriftina, en ætti að drífa í því áður en hún tapast alveg :)

mánudagur, maí 14, 2012

Lifa og læra

Ég á átti afmæli um daginn og Halldór var svo flottur á því að gefa mér ljósmyndanámskeið í afmælisgjöf, ekkert smá skemmtilegt. Sérstaklega þar sem ég á mjög fína vél en hef hingað til ekki kunnað nóg á hana. Námskeiðið eru fjögur skipti, nú þegar eru tvö búin og ég hef lært heilmargt.

Fyrir helgi fengum við heimaverkefni, taka 10 myndir af hinu og þessu. Ég endað með að taka þessar: 

 Form
 Andstæður
 Tveir litir
 Portrett
 Portrett 
(langaði mikið að velja þessa þar sem Högni er svo sætur en ákvað að vera góður nemandi og senda inn hina af Halldóri hún er jú meira í takt við það sem við áttum að senda inn... er enn samt á báðum áttum hvort það hafi verið rétt val)
 Hlutur tekinn inni og ekki nota flass (sem er ekki beint erfitt á þessum árstíma þegar allt er svo bjart)
 Taktu mynd eins nálagt og þú getur (á ekki góða zoom linsu, en finnst þessi vera ævintýraleg)
 Hreyfing
 Gamalt
 Áferð
Ljós og skuggi

Mikið hlakka ég til að fá gagnrýnina (þe ef hún er góð he he he) og læra meira.