Pages

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Í dag

- á systir mín afmæli, hún er flottust og óska ég henni til hamingju.

- afi minn átti líka afmæli í dag, en hann fór í langa ferðalagið fyrir all löngu, veit samt að öllum þótti vænt um hann.

- sá ég líka þetta þetta myndskeið á netinu af miss S-Carolina og er alveg sjúklega fyndið. Fegurðadrotningar eru ekki bara sætar, þetta er svo miklu, miklu meira!

- og svo sá ég þetta myndskeið á mbl.is og það minnir mig ótrúlega á Litle Britan sem mér finnst líka sjúklega fyndið. "I'm not gay and I have never been gay". Akkúrat ég bara óvart slysaðist til að játa þetta á mig á sínum tíma og ... "dem"!

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

það er leikur að læra


Ég held að maður verði fyrst gamall/gömul þegar maður hættir að læra. Svo lengi sem maður er tilbúin að læra nýja hulti, lesa nýjar bækur og bara almennt fræðast þá er maður alltaf ung/ur.

Í ár langar mig mikið til að læra tvennt, þe sauma og sníða til að geta orðið framúrskarandi fatahönnuður í Skandínavíu sem er eitthvað svo svakalega íslenskt og flippað þessa dagana. Og svo langar mig til að læra aftur smá tónfræði, svo að ég geti allaveg spilað smá á svarta rörið mitt.

Þannig að ég fór að kíkja á Mimir.is og fann nokkur svolítið fyndin námskeið.

Til dæmis er hægt að læra að seta sér markmið, það er líka hægt að finna sinn stíl og þau sem skrá sig á námskeiðið fá einnig bókina Fatastíll en hún er innifalin í námskeiðsgjaldinu.

Þau sem eru ekki svona egósentrísk geta gerst bókmenntalega þenkjandi og fræðst um Manga bækurnar, en ég gæti trúa að það sé smá gaman. Svo er hægt að læra um Feng Shui, en ég verð að viðurkenna að mér hefur dottið það námskeið í hug fyrir suma kunninga mína sem eiga það til að raða aldrei húsgögnunum sínum í hornin heldur þvert á þau (fer óstjórnlega í taugarnar á mér og það sem fer meira í taugarnar á mér er að ég skuli láta það fara í taugarnar á mér).

Flottasta námskeiðið er aftur á móti tveggja daga námskeið í að læra á GSM-inn sinn. Farið er yfir hvernig senda á sms og finna missed calls :) SNILD!

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Leitin af Sólberjablöðum

Já nú hefst hin árlega leit af Sólberjablöðum, en síðan mamma og pabbi fluttu af ættaróðalinu þá hefur verið erfitt að finna þessi blessuðu blöð. Úr blöðunum er hægt að safta og úr honum kemur dýrindis, súr og góður safi sem ég er handviss um að verði hið besta vín ef það er gerjað. Það var farið í að suða og suða í sambýlingnum og hann svona hálf lofaði að hjálpa til við bruggið.
Þannig að nú er bara að finn Sólberjatré og leyfi til að tína 2 lítra af blöðum.

Anyone?

mánudagur, ágúst 13, 2007

Merkilegt!

Þá hef ég fengið staðfestingu á því að þær Kerla og Fjóla Dögg eru miklar rauðvínskonur og vita fátt betra en gott rauðvínsglas, nema þá kannski líka opin rauðvínsflaska.

Hitti svo mömmu í gær og var að spjalla við hana um daginn og vegin og hvernig helgin hafði verið. Ég að sjálfsögðu sagði henni frá matargestunum mínum

Samræður:

Mamma: Já og hverjar komu?
Z-an: Kerla og Fjóla
M. Hvaða Fjóla
Z. Fjóla Dögg
M. Nei í alvöru spilar hún ekki á fiðlu
Z. Nei flautu
M. Já mamma hennar og ég erum góðar vinkonur
Z. Nú?
M. Já hún Ásta, við vorum saman í kennó og svo í Fellaskóla. Mamma kallar á Pabba. Veistu hver var í mat á N35?
P. Nei hver?
M. Dóttir hennar Ástu!
P. Nú í alvöru!

Merkilegt finnst ykkur ekki?

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Klúður

Klúður is my middle name! ...eða kannski fyrstanafn.

Fyrst er það rauðvínskvelds klúðrið með Kerlu og Fjólu, var búin að bjóða þeim stöllum í partý og var svo boðið í afmælispartý á landsbyggðinni og ég afbókaði þær. En nú virðist sem það klúður hafi af-klúðrast (eða klúðrast meira, eftir því hvernig litið er á það) og ég mun ekki leggja land undir fót um helgina þar sem ákveðið var að fara bara strákar og allt í einu var nærveru minni ekki óskað. Því ætla ég að bera allt sem til baka og vona að Kerla og Fjóla fyrigefi klúðrið

Næsta klúður var afmælið hans Ísaks sem var víst í gær, en ég var tilbúin að mæta hress og kát í dag með fínan pakka. Ég var eiginlega búin að ákveða kaupa einhvern stráka pakka en svo hef ég verið í listaverka hugleiðingum síðustu daga og heillaðist aðeins um of og var alveg viss að 10 ára strákur kynni vel að meta grafík eftir Línu Rut.

Well Ísak er vel upp alinn, brosti breytt og þakkaði mér tvisvar ef ekki þrisvar fyrir myndina og sig. Hefði verið mjög sætt, ef ég bara hefði ekki séð vonbrigðin í fallegu bláu augunum hans. En krúttið sem hann þakkaði mér svo aftur fyrir þegar ég fór heim, ... fyrir gjöfina!

Næst verður það bara fótbolta dót og stráka stöff, Hvað var ég að hugsa!

mánudagur, ágúst 06, 2007

óútreiknanlekt

sumt getur verið óútreiknanlegt, sumrin eru það og þá sérstaklega helgarnar. Líkurnar á að ég fari út úr bænum næstu helgi eru afar miklar. Best að senda Kerla rauðvínsflösku og bjalla í hana eftir kl. 22:00 í kvöld og vona að hún hafi dregið tappann úr hálsinum. Getur verið að rauðvínskvöldið frestist um smá tíma :S ... sjæss