Pages

sunnudagur, mars 04, 2012

Húfutetur

Það er hálfgerð geðveiki hér í gangi. Lilli vaknar oftar og oftar á nóttinni og ég er að reyna að halda í litla barnið og er með hann enn bara á brjósti. Hann vill bara kúra uppí á nóttinnu og "hanga á barnum", í mínum huga er því svefn eitthvað sem maður setur ofan á brauð... eða þannig!

Svo standa flutningarnir yfir. Ég er búin að pakka hálfri búslóðinni í kassa sem standa eins og virki í borðstofunni og heimilið því ekki beint heimili. Eins vantar mig alltaf akkúrat það sem ég er nýbúin að pakka og oftast er það eitthvað sem ég hef ekki notað í mörg ár... klassískt.

Hef samt haft vit á því að pakka ekki garninu mínu, þótt handavinnubækurnar hafa allar farið niður í kassa. Föndraði þessa húfu um daginn og ég er svo skotin í henni. Svakalega einföld fastapinna húfa. Finnst Heimir vera eins og verðandi flugmaður með hana.

Eins og ég hef sagt áður þá er ég að leika mér að því að skrifa niður uppskriftirnar mínar þannig að ef einhver hefur áhuga á að prófa þær þá þætti mér vænt um að heyra í ykkur. Bara senda á mig línu marinthors@gmail.com. Á móti vil ég gjarnan fá allar ábendingar um það hvernig ég get betrumbætt uppskriftina. Þessa húfu á ég í stærðum 0-3 mánaða, 3-5 mánaða og 5-9 mánaða

fimmtudagur, mars 01, 2012

Geymskip* til að skoða Plútó, Satúrnus og hinar pláneturnar

Högni ákvað að taka upp á því að næla sér í hita í vikunni. Á degi tvö var hann alveg staðráðinn í því að hann varð, bara varð, að eignast geymskip. Ég átti helst að draga fullkomið hvítt geymskip með rauðum punktum (hans lýsing) upp úr skúffunni svona einn tveir og þrír. En það varð ekki.

Í staðinn fundum við lélegann kassa (sem nóg er af hérna í flutningunum) og föndruðum okkar geymskip sjálf. Það varð að vísu ekki hvítt né með rauðum punktum. En flott er það! Og Högni vildi helst sofa með það upp í rúmi hjá sér. Gat sem betur fer talað hann af því...

Ágætt að hafa verkefni fyrir stubbinn í veikindunum. Það voru teknir nokkrir lúrar á meðan málningi var að þorna
Svo voru menn svolítið montnir með sig þegar verkinu lauk. Enda ekki margir sem smíða geymskip á einum degi og það líka veikir!

Whalla!!! Plúto, Satúnus og Úranus, hér komum við með viðkomu hjá Sólinni!

*viðbætur: Hvort ætli sé hentugra að kenna svefnleysi um eða mjólkurþoku?!? Geimskip er búið til úr áli, plasti og lakki, Geymskip aftur á móti pappa, límbandi og akríl-litum...