Pages

þriðjudagur, október 02, 2007

Misheppnaður brandari!

Á föstudaginn var fékk ég sendan einn af mörgum svo kölluðum föstudags tölvupóstum. Pósturinn fjallaði um það að sá sem sendi væri búin a segja upp vinnunni go gerast sjálfboðaliði einhverstaðar í ballarhafi. Mér fannst þetta frekar fyndið, lagfæðri textann ögn og sendi á vini mína og fjölskyldu. Áttaði mig svo á að þetta var víst ekki fyndið þegar ég sendi þetta því að fólk trúi þessu upp á mig, veit ekki hvort myndin sem ég sendi með var til að styrkja eða veikja mál mitt?
Dæmir hver fyrir sig!


hæ hæ
Ég vil bara segja ykkur frá því að eftir nokkra umhugsun hef ég ákveðið, að nú verður eitthvað enn nýtt að gerast í mínu lífi. Ég er búin að sækja um og fá umsjón með nýju sjálfboða verkefni hér hjá RKÍ í 2 mánuði. Ég hef ákveðið að vera sjálfboðaliði neyðarhjálparskipi og þetta er algjörlega ólaunuð vinna.
Halldór verður heima á meðan.
Ég ætla bara að fylgja hjarta mínu og gera það sem mig lengi hefur dreymt um. Og þrátt fyrir að ég verði í stríðshjáðum löndum er ég viss um að ég hef valið rétt og kem eldspæk til baka.
Ég get varla beðið eftir að leggja af stað, en það verður 20.október. Þið getið séð nýja vinnustaðinn í fylgiskjalinu.
Heyrumst