Pages

mánudagur, október 01, 2012

Hr. Hrólfur

Hæ hæ, má ég kynna fyrir ykkur Hr. Hrólf? Hann þekkir Frk. Vélmenni. Það er samt ekki hægt að segja að þau séu vinir, þau eru meira svona kunningjar. Hr. Hrólfur er frábær dansari og Frk. Vélmenni fílar það vel. Það er samt eitthvað við Hr. Hrólf sem Frk Vélmenni veit ekki hvernig á að bregaðst við. Kannski er það vegna þess að hann er svolítið nörd, eða það segja vinkonur Frk. Vélmennis allavega. Hann notar gleraugu, en samt bara heima þegar hann er einn eða þegar hann er í kringum fólk sem hann þekkir mjög vel. En hann dansar eins og vindurinn og hver fellur ekki fyrir því?


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann er æði og minnir mig nú soldið á einn ;)

E.

Nafnlaus sagði...

Æj krúttið. Ég vona að hann fái sjálfstraustið til þess að fara með flottu gleraugun sín út á meðal fólks!
AnnaLú