Pages

sunnudagur, nóvember 20, 2011

Fyrsta tilraun; Kaðlaprjón

Jæja mér tókst það loksins. Tókst að fá frumburðinn til að klæðast peysunni sem ég prjónaði á hann í haust og þar að auki að ná af honum mynd. Hann er að vísu í náttfötunum innan undir og þetta er tekið seint um kvöld. En mynd er mynd og ég má vera ánægð með að ná fleiri en einni mynd af honum í peysunni (þarf að ala betur upp í honum Zoolanderinn).
Peysan er úr Prjónablaði Tinnu. Hann fékk að velja peysuna sem ég prjónaði á hann, en á myndinni heldur krakkinn sem sýnir peysuna á priki. Högni vildi helst frá prikið líka (ef til vill hefði prikið dugað og ég getað sleppt peysunni) en peysuna fékk hann, en ekkert prik.
Þetta er fyrsta kaðlapeysan sem ég prjóna og hún tókst alveg ágætlega. Hún er heldur stór á hann eins og er, en það er bara betra, hann sprettur eins og arfi þessi krakki. Nú langar mig mikið til að prjóna á pabbann eins og líka á Lilla litla.Garnið sem ég notaði fékk ég í Rúmfatalagernum og heitir Sandnes Garn Alpakka og er svakalega mjúkt og flott (og er sko ekki ódýrt).

Það var ótrúlega auðvelt og skemmtilegt að prjóna kaðla hefði ekki trúað því. Nú verða sko prjónaðir kaðlar hér eftir :)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sandnes garnið er uppáhaldið mitt. Athugaðu með baby ullina Lanett. Þórir á mikið úr því og það breytist ekki í þvottavélinni. Það er líka dásamlegt að prjóna úr M.Petit.

Það er að mörgu leyti synd að heildsalan hafi ákveðið að selja garnið í RL, gerir það einhvernvegin svo "cheap" og stinkar af ilmkertum. Kaupi það því yfirleitt í Ævintýrakistunni á Akranesi :)

Fun fact: Sandnes garnið var í öllum tilvikum dýrara en Drops í DK. Það er til dýrðlegt mini-Alpakka sem er því miður ekki selt á Íslandi.

Nafnlaus sagði...

úpss... ég gleymdi að segja að módelið er æði eins og venjulega :)

Þóra

Nafnlaus sagði...

Þetta er yndisleg peysa!
Og krúttið Högni auðvitað alveg algjört bjútí!
Annalú