Pages

sunnudagur, október 23, 2011

Lítill prins

Í byrjun október setti ég nokkur blogg á "auto-pilot" svona til vonar og vara þar sem ég átti von á litla stráknum mínum þann 3. okt. Vildi samt ekki að allt dytti hérna niður rétt á meðan ég væri að horfa á hann fyrstu dagana. En svo leið og beið og dagarnir liðu einn af örðum. Þeir enduðu á því að vera 15 dagar sem liðu og pilturinn ákvað að koma ekki í heiminn fyrr en 2 tímum fyrir gangsetningu á Landspítalanum.

Hann er alveg guðdómlega fallegur og vel heppnaður. Eitt af því flottasta sem mér hefur tekist að búa til í þessu lífi. Hitt eintakið sem heppnaðist svona vel var bróðir hans. En þetta er auðvita samstarfs verkefni svo ég get ekki alveg eignað mér heiðurinn ein.

Hérna er hann 4 daga gamall í Cocoon sem ég prjónaði eitt kvöldið þegar ég var að bíða eftir honum. Það fóru tvær dokkur af Navia Passion og sennilega tveir tímar að prjóna þennan einfalda en sæta og hlýja "sokk". Uppskriftina fann ég frítt á Ravelry en þar heitir hún Button-Up Baby Wrap eftir Kimberly Wood.

fimmtudagur, október 13, 2011

Fjöruferð

Það er fátt betra en að eiga góða vini!
Einn eftirmiðdag í góðu haust veðri fórum við í fjöruferð með vinum okkar, þeim Önnu og Andra. Fullkomin ferð. Við fengum ljúffengt nesti og urðum blaut í fæturnar, alveg eins og sönn fjöruferð á að vera. Takk Anna og Andri fyrir góðar stundir.
sunnudagur, október 09, 2011

Litað garn


Það er svo spennandi að lita garn. Mér finnst fátt meira töff en heimalitað garn en samt geri ég allt of lítið af því. Sennilega er það vegna þess að ég veit aldrei hvernig litaútkoman verður og því hef ég ekki verkefni í huga áður en ég byrja. Byrja kannski á vitlausum enda?

Mamma og pabbi fóru vestur í haust og tíndu ótrúlegt magn af berjum. Mamma saftaði tvisvar úr krækiberjunum, ummm dýrindis safi sem kom úr þeim fullur af orku og vítamínum úr íslenskir náttúru, er hægt að biðja um það betra? Held ekki. Hún gaf mér svo hratið til að nota í litun. Ég slefaði alveg yfir litnum á tuskunni sem hún notaði til að þrífa eftir saftið, en fallega fjólublár! vá!

Ég ákvað svo að skella berjunum sem við Högni tíndum með Önnu og Andra um daginn við hratið frá mömmu.

Garnið sem ég ákvað að nota er garn sem ég fékk eftir að fallega Amma Ína féll frá. Bleiki liturinn er ekki mikið notaður á þessu stráka heimili og svo átti ég auka tvær dokkur í hvítum lit svo ég ákvað að prufa þetta saman.

Þá var það bara að byrja. Ég skellti hratinu í pott, mamma var búin að frysta það svo að ég bætti smá vatni við hratið svo í byrjun.

Svo tók ég indverska töfrasprotann og tók nettan Dexter á þetta. Hakkaði berin sem við Högni tíndum alveg í spað.

Svo var byrjað að kreista safna úr hratinu og berjunum. Það tók enga stund svo sem, berin voru mjög safarík.
Ég ákvað að skella líter af vatni út í safan svo að ég fengi nóg saft til að vinna með. Á þessum tímapunkti var ég mikið að pæla að búa bara til berjasaft, það er svo gott að staupa sig á morgnana með einu staupi af krækiberjasafti. En nei ég ákvað að halda áfram. Skellti slurk af ediki og salti úti og þá var ekki aftur snúið.

Ég nennti ekki að vinda dokkurnar upp á nýtt heldur skellti þeim bara heilum ofan í, liturinn var svo sterkur og fallegur. Lét þetta malla við vægan hita í um klukkustund.
Þá var bara að skola og skola vel úr köldu vatni.


Afraksturinn fallega fjólublátt garn, sem ég held að gæti verið fallegt með skær grænu eða? Eru þið með hugmyndir? Það er smá lita munur á garninu ég held að þetta ljósara hafi verið bleikt og dekkra hafi verið hvíta garnið. Ég er mjög ánægð með útkomuna og hlakka mikið til að prjóna eitthvað fallegt á þá bræður :)

miðvikudagur, október 05, 2011

Apaskott úr sokkum

Ég elska að hekla bangsa og önnur mjúk dýr. Það er eitthvað við handunna bangsa/kanínur sem er svo sjarmernadi. Sá um daginn mynd af apa eða sock monkey og var ekkert að velta því meira fyrir mér.

En svo voru alltaf að sjá þá oftar og oftar og áttaði mig þá á því að þetta eru apar gerðir úr sokkum.
Sumir rosalega sætir
og röndóttir
Og svo virðist sem það se ekkert mál að gera þetta: sjá hér einfalt myndband

mánudagur, október 03, 2011

Heklað fyrir litla snúð

Munið eftir þessum pósti hér og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera úr nýja bómullargarninu sem ég hafði keypt í Sösterne Grene.

Ég ákvað að skella í einn bangsa handa verðandi erfingja no. 2 (þegar Högni var ófæddur átti hann ofur mörg falleg gælunöfn, en þetta grey sem er áætlað í heiminn í dag hefur ekki fengið neitt nafn, týpískt barn no.2?).

Ég gat ekki gert upp á milli hvort ég ætti að nota túrkísbláa eða fagur græna litinn svo ég notaði þá bara báða. Er voða sátt með útkomuna.


Högni var voða hrifinn af kanínunni "sinni". Það þurfti smá sannfæringu að þessi kanína væri fyrir litla barnið, hann ætti aðra og hún væri blá. Kanínan hans var grafin upp úr dótakassanum og hann hefur ekki sleppt henni síðan, sofnar með hana og vill hafa hana hjá sér. Já nú nálgast dagurinn þar sem samkeppnin um athyglina byrjar...

laugardagur, október 01, 2011

Nýtt útlit

...samt ekki hjá Sjá einum!

Blogger bauð mér að skoða nýja útlið hjá sér sem og ég gerði. Ég dauð sé í raun eftir að hafa gert það, því að ég finn ekki gömlu borðana mína aftur.

Þarf að læra að hanna mitt eigið look. Kann einhver einfalda leið?