Pages

þriðjudagur, júlí 27, 2010

Skortur á hugmyndum?

Það er ótrúlegt hvað netið getur verið frábært þegar maður þarf að fá góða hugmynd að föndri. Jú það er svo sem líka ágæt þó að maður þurfi ekki að fá hugmyndir.

Það er svo margt sem hægt er að gera! Threadbanger er síða sem nokkrar skvísur í vinnunni sýndu mér í vetur og ég hef algjörlega verið húkkt á síðan.















Þarna má finna kennslumyndbönd um hvernig auðvelt er að breyta ljótum boli í sæt pils. Hvernig hægt er að gera stuttermaboli að kjólum (að vísu svolítið amerískt en samt sniðugt).

Það er nefninlega auðveldlega hægt að breyta einföldum bol í sætan bol með nokkrum blómum.

Hérna er til dæmis myndband hvernig hægt er að gera yo yo blóm sem eru svo sæt, Eyrún hefur til dæmis notað það blóm töluvert í sínu föndri.

Nema hvað, það tekur smá tíma að þræða í gegnum Threadbanger, en þeim tíma er vel varið því hugmyndirnar eftir slíkt sörf eru óendanlegar.

njótið!

mánudagur, júlí 26, 2010

Sláin

Ég var beðin um að sauma slá fyrir eina sem vinur með mér. Það er lítið mál að gera þessa slá, sjá betur færsluna hér að neðan.
Þessi slá er frábær vegna þess að hún passar yfir allt, er ekki of þykk, ekki of fín en samt mjög fín. Maður getur dressað hana "upp" og "niður" og auka kíló til eða frá skipta ekki máli.
Ég get saumað svona slá eftir pöntunum en eins og ég segi það er fáránlega lítið mál að sauma hana, kíkið á færsluna hér að neðan og 90 mín síðar ættu þið að geta átt svona slá.

En svona lítur hún út tilbúin!






Sláin fræga! DIY

Það var fyrir þó nokkru sem ég sá slá í Burda blaði sem var svolítið töff. Ég ákvað strax að sauma hana en auðvita þurfti ég að breyta henni svoltíð. Þessi slá er ekki beint mikill saumaskapur og því ættu allir að geta hrist þetta fram úr erminni vanir og óvanir.

Eftir að ég fór að nota slána hafa ófáir viljað slíka slá og því saumaði ég þó nokkrar þarna um árið. Svo um daginn var ég í minni í vinnunni og einn vinnufélaginn hélt ekki vatni, vildi ólm fá eitt stikki. Þannig að ég ákvað að henda inn mínu fyrsta DIY tutorial.

Mér þætti afar vænt um að fá að sjá afraksturinn hjá þeim sem ákveða að gera slána. Mér finnst svo gaman að sjá hvað aðrir eru að gera.

Nema hvað, best er að byrja allan saumaskap á góðum stað. Sjálf fór ég í Handalínu












Þar verslaði ég rúmlega 130 cm af "jesse" efni (hvernig sem það er nú skrifað). Ég ætlaði að kaupa stroff, en þær sannfærðu mig um að siffon/tjull efni væri mikluflottara (og þær höfðu rétt fyrir sér) auk þess var keypt rúmlega 260 cm af skábandi. Heima átti ég tvinna og fatakrít sem er alveg nauðsynlegt að eiga þegar maður saumar. Efniskostnaðurinn er því um 5.000.- kr.

Fyrst af öllu sem maður þarf að gera þegar maður byrjar að sauma er að losa sig við misfellur í efninu. Þegar efnið er keypt er það klippt og stundum eru línurar ekki alveg þráð beinar. Því er gott að leggja efnið á stóran flöt og jafna misfellur út.




















































Þegar ég var búin að jafna út efnið, teiknaði ég línu sem ég klipti eftir. Ég gaf mér 2,5 cm í saumfestu. Þe efni sem fer í sauminn sjálfan þegar flíkin er saumuð saman. Í þessu stikki skiptir saumfestan í raun engu máli þar sem skikkjan er mjög frjálslega vaxin.
















Það er líka hægt að gera þetta án fatakrítar. Þá er efnisbúturinn mældur og títaður og svo er efnið klipt. Gott er að leggja þann bút sem búið er að klippa á efnið og klippa eftir honum. Þannig er hægt að klippa beina línu.














Þá þarf að títa hliðarnar saman sem sauma þarf saman.















Efst á stikkinu (þar sem efnið er brotið saman í tvent, þe ekki opinn kantur) þarf að skilja eftir 12,5 cm, þar kemur stroffið út (mitt stroff er í ummál 25 cm).
















Hliðarnar eru saumaðar og efnið geymt, því nú er komið að því að vinna stroffið.















Stroffið mitt er 25 cm þar sem það er breiðast og 30 cm að lengd. Stroffið er svo brotið saman í tvennt svo í raun er það einungis 15 cm á lengd. Ég nota +1 cm í saumfestu.















Til að stroffið sé fallegt þarf það að þrengjast um úlliðinn. Athugið að á þessari mynd er stroffið tvöfallt.















Þá er bara að mæla hversu þröngt þið viljið hafa um úlliðinn og teikna beina og fallega línu og klippið. Takið stroffið í sundur og títið það saman.
















Þegar stroffið er saumað, er gott að toga ögn í efnið. Það er gert svo að þráðurinn saumist heldur laust í efnið og þá kippist það ekki til þegar stoffið er til.




















Þá ætti stroffið að vera næstum tilbúið. Brjótið það saman og gæti þess að saumarnir séu faldir inn í storrfinu.
















Gerið hitt stroffið alveg eins.
















Þá er komið að því að títa storffið í skikjuna. Það er unnið með skikjuna á röngunni en stroffið á réttunni. Leggið stroffið inn í gatið, (þetta sést illa svart á svörtu), stroffið á að fara inn í gatið. Þegar það er orðið slétt og fínt inn í gatinu, er það títað fast niður. Fallegast er að hafa sauminn á stroffinu í beinu framhaldi við sauminn á efninu.
















Þá er komið að því að sauma stroffið fast. Gott er að toga aftur örlítið í efnið þegar það er saumað til þess að það gefi ögn eftir. Ef það er ekki gert, getur storffið þengt óþægilega að höndunum.





















Þegar bæði stroffin eru komin í ætti skikjan að líta einhvervegin svona út.















Hægt er að ganga frá kantinum einfaldlega með því að falda hann, en mér finnst persónulega fallegra að nota skáband.















Títa þar skábandið allan hringinn, vel og vandlega og gæta þess að efnið sjálft sé vel títað með skábandinu. Ef þessi vinna er ekki vönduð þá verður flíkin ljót og öll vinnan sem lögð hefur veri í verkið fyrir bý.
















Þegar það er komið að endanum er best að ganga frá skábandinu svona:
















Ágætt er að gefa sér ca 2 cm til að vinna með.















Klippa þarf skábandið svona og sauma saman á röngunni.
Þá er hægt að klára að títa það við efnið og sauma skábandið fast við efnið allan hringinn.
















Loka saumurinn ætti að líta einhvernvegin svona út.















Þá er lítið annað eftir en að drífa sig í skikjuna og út á skrallið!


fimmtudagur, júlí 22, 2010

Prjónaður fíll, er það díll?

Það er fátt sem mér finnst krúttlegra en hekluð dýr og þau eru ófá dýrin sem Högni hefur fengið á sinni stuttu ævi. Nýlega fann ég svakalega sæta uppskrift af prjónuðum fíl (eða vúhúú eins og Högni kallar fíla) á Ravelry sem er heimasíða sem allir prjónarar og heklarar eiga að vera skráðir inn á. Uppskriftina af fílnum má finna hér.
















Minn fíll var ekki alveg eins sætur og ég hafði vonað. Ég prjónaði hann upp úr marglitu garni (ætlaði að auðvelda mér verkið því hann er svo sætur svona röndóttur) en það kom ekki nógu vel út. Held að það hefði verið skemmtilegra að gera hann einlitan frekar. Geri það næst ;)


















...sá stutti var mjög sáttur við hann. Kyssti hann meira að segja beint á ranann þegar hann fékk hann í hendurnar, svo mamman er sátt!



















Hekluð dýr eru frábær í afmælispakka fyrir káta krakka. Um daginn fórum við í tvíbura afmæli og þau fengu kanínurnar vinsælu sem hófu þetta dýra æði mitt.
Svo er afmælis-helgi framunda. Hver veit hvernig hún fer með heklunálina. ...mjá!

þriðjudagur, júlí 20, 2010

Fyrir stráka mömmur

Ég held að ég geti fullyrt að við "stelpu-stelpurnar" sem eigum stráka, eigum það til að öfundast örlítið stundum út í "stelpu-mömmurnar" þó ekki fyrir þær sakir að eiga stelpur en við hinar stráka, heldur vegna þess að það er hægt að dúllast svo miklu miklu meira með stelpur en stráka.

Það er endalaust hægt að bæta spennu hér, heklaðir dúllu þar, setja glimmer fiðrildi í buxnaskálmina, sætt hárband í hárið og ... möguleikarnir eru endalausir. Við stráka-mömmurnar aftur á móti höfum ekki úr miklu að moða. Ég prjónaði samt svona þverslauf á Högna um daginn og er nokkuð sátt með hana, enda fátt herralegra en þverslaufa.



















En svo verður maður hugmyndalaus og þá verður maður svo þakklátur síðum eins og þessari þar sem föndur er sérstaklega tileinkað strákum. Dana er frábær föndurlús sem saumar á krakkana sína og sjálfan sig og kennir öðrum í leiðinni. Algjör snild fyrir aðrar föndurlýs.


Hérna eru strákalegir bolir sem hún saumar upp úr fullorðinsbolum.



Þau sem þekkja mig vita hvað mér finnst svona húfur strákalegar og sætar. Högni er ósjaldan með sýna.


...og hvernig hægt er að gera gauralegt vesti úr (ljótri)peysu.


og svo slaufurnar... ohhh elska þær hreint alveg!!!

Orange Crush:
Casual Hounds:
Plaid Wedding: