Pages

miðvikudagur, desember 29, 2010

Bekie Chernoff

Það er svo margt fallegt til. Til dæmis þessi skál, sem ætti að vera til á heimili hverrar prjónakonu (allavega væri ég til í eina). Gaman að segja frá því að listakonan, Becki Chernoff kynntist ég í Bandaríkjunum þegar ég var skiptinemi þar 1994-1995. Ekkert smá hæfileikarík og töff týpa. Mæli með að skoða síðuna hennar www.beckichernoff.com


There are so many beautiful things out their. For example this bowl! Every knitter should have one (at least I would love to have one). It is fun to say, I know the artist, Bekie Chernoff, we met in USA when I was an exchanges student in 1994-1995. So talented and hip person. I highly recommend a visit to her website www.beckichernoff.com

þriðjudagur, desember 21, 2010

Huggulegur jólaundirbúningur ...eða þannig! / Not so nice Christmas preparation

Hef síðustu daga ætlað að pósta inn myndum og bloggi um "girnilegar ristaðar og kryddaðar hnetur" en hef brentt þrjá skammta og á ekki meira af hnetum. Húsið lyktar eins og kaffigerðaverksmiðja og húsfreyjan er með sært stolt. Læt Önnu vinkonu um mataruppskriftirnar hér á blogginu.

---

Last few days
have meant to post pictures and blog about the "delicious toasted and spiced nuts" but I have burned have three doses and I'm out of nuts. The house smells like coffee making factory and the hausewife has a wounded pride. I will let my friend Anna do all the food recipes for this blog.

sunnudagur, desember 19, 2010

Góðverk fyrir jólin

Það er hópur á Facebook að prjóna ungbarnahúfur fyrir Vökudeild. Ég var svo heppin þegar ég átti Högna að sleppa því að fara þar inn. Högni lét mig aftur á móti bera sig í rétt tæpar tvær viku framyfir settan dag, en það er allt önnur saga.

Ég stóðst ekki mátið og prónaði nokkrar húfur. Þær vildu hafa það bómull, en ég prjónaði þær úr noskri ull, finnst það fallegra. Svo gáfu þær upp uppskrift hér og hér þannig að verkið var ekki flókið, bara að gefa sér nokkrar stundir og fyrr en varir var ég komin með 7 húfur. Ein húfa fyrir hvert frændsyskini hans Högna sem hefur ekki þurft að fara á Vöku, Arna, Þór, Helga María, Högni, Kristófer og Eyrún og svo er sjöunda barnið á leiðinni.


þriðjudagur, desember 14, 2010

Dýrðarinnar dásemd

Gestabloggari hjá Z-unni að þessu sinni er ljúf og góð vinkona. Hún er snillingur í eldhúsinu og gerir hluti sem mér kæmi aldrei til hugar að reyna. Auk þess er hún snillingur með myndavélina. Hérna er hún með gómsætt jólakonfekt. Ljúft fyrir bragðlaukana og gleður auga. Njótið!

***

Þetta súkkulaði fékk ég hjá mágkonu minni sem hefur með ofunákvæmum bragðlaukum þróað uppskriftina í átt að fullkomnun. Berin, kókosflögurnar og kristallað maldonsaltið gerir þetta að jólalegu nammi sem er bæði fljótlegt að gera og hægt að fá krakkana til þess að aðstoða við að blanda saman og skreyta.

Það er auðvitað best að nota aðeins gæðasúkkulaði t.d. Green and Black Organic en ég átti aðeins gamla góða suðusúkkulaðið en það virðist ekki hafa komið að sök, súkkulaðið rann ofan í mannskapinn, fyrst í saumaklúbbnum og svo í vinnunni. Jólalegt og flott.
200 gr hvítt súkkulaði
200 gr dökkt súkkulaði
Hnetur, t.d. möndlur, pistasíur, valhnetur, heslihnetur, kasjúhnetur.
Þurrkuð ber, t.d trönuber eða gojiber

Kókosflögur eftir smekk
1-2 tsk Maldonsalt
Bræðið hvíta súkkulaðið í vatnsbaði og smyrjið á smjörpappír og kælið inni í
ísskáp.

Á meðan bræðið þið dökka súkkulaðið í vatnsbaði og blandið berjunum og gróft
söxuðum hnetum og út í súkkulaðið. Bætið kókosflögunum út í ásamt
maldonsaltinu og blandið vel. Smyrjið dökku súkkulaðiblöndunni yfir hvíta
súkkulaðið sem hefur fengið að harðna inn í ísskáp á meðan. Skreytið með
kókosflögum, berjum og salti. Geymist í kæli en það auðvitað best að borða
þetta sem fyrst í góðra vina hópi.

Njótið vel um jólin. Alúð.

mánudagur, desember 06, 2010

Þverslaufa fyrir sæta stráka - bow tie for cute boys

Ég hef komið sjálfri mér stundum á óvart þegar kemur að handavinnu, það er ótrúlegt hvað hægt er að gera þegar maður rýnir í flókin munstur nýjar uppskriftir eða prófar eitthvað sem maður telur að maður geti als ekki gert. Og viti menn, maður kemur sjálfum sér á óvart með því að geta það!

Að taka þátt í prjónabók var eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert og mundi aldrei gera, en viti menn. Eftir að ég sest niður og reynt, varð til þess að ég hef tekið þátt ótrúlega skemmtilegu prjónaævintýri með Prjónaperlum.


Eitt af því sem mér finnst sárlega vantar eru sætir litlir hlutir fyrir stráka til lífga upp á daginn. Og hvað er herralegra en þverslaufa? Þetta er lítið og skemmtilegt prjónaföndur sem ekkert mál er að klára á einu kvöldi og það sem betra er að það er auðveldlega hægt að nota afganga í.
Uppskriftin er einföld, hægt er að nota hvaða garn sem er og í raun hvaða prjóna sem er. Ég nota Kambgarn en hægt er að nota hvaðgarn sem er sem hentar prjónum no. 2,5

Fitjið upp 30 lykkjur og skiptið þeim jafnt niður á 3 prjóna og tengið í hring.
Næstu 2 umferðir eru prjónaðar slétt.
3 umferð er prjónuð brugðin.
Næst er prjónað slétt þar til stykkið mælist 8 cm.
Þá er prjónuð ein umferð brugðin og
næstu tvær umferðir eru prjónaðar slétt.
Fellið af.

Brjótið upp á opnu endana við brugðnu umferðina. Saumið slaufuna saman.

Miðstykkið er prjónað svona:
Fitjið upp 5 lykkjur þessar lykkjur eru prjónaðar fram og til baka. Slétt á réttunni og brugðið á röngunni þar til það er nægilega langt til að passa utan um slaufuna sjálfa. Fellið af og saumið bútinn saman utan um slaufuna. Festið nælu aftan við og nælið í fyrsta herramanninn sem þið sjáið.

-----
I do sometimes surprise myself. I do things that I never think I will, or can, do. It's amazing what you can do when you follow a complex or new pattern or tray something that you think you would never believe you could do. And you really can do it!

Participating in the making of a knitting book was something I thought I could never, and would, never do. But just after having tried it, became my amazing knitting adventures with Prjónaperlur.

One of the things I feel desperately needed in the craft-world are cute little things for boys, it just will bring more fun to the day! And really what is cuter then a bow tie? This is a small and fun knit project that will be easy to finish in one night and what is better, it is perfect for leftovers yarn!

The pattern is simple, you can use any yarn that fits needles no. 2,5 (2,5 for Europe is 1 or 2 for USA and 12 or 13 for UK)

Cast on 30 loops and divide them evenly on 3 needles and connect them into a ring.
Round 1-2: knit
Round 3 purl
Next, knit until piece measures 8 cm.
Then purl one round
the last two rounds are knitted.
Cast off

Fold the open ends and saw them together.

The little thing in the middle is knitted like this:
Cast on 5 loops, these loops are knitted back and forth. Knit one side and purl on the other until it is sufficiently long to fit around the bow tie. Cast of.
Saw it together in
please it in the middle of the bow tie.
Attach a pin in the back and give it to the cutest boy you see.

Jólasveinahúfa

Í fyrra var Stubburinn minn ekki alveg jafn þrjóskur og hann er í ár. Þá var hægt að "plata" til að vera með alskonar sætar húfur og í krúttaralegum fötum. Núna vill hann bara vera í því sem hann hefur áður verið í, ekki verra ef það er mynd af kónguló á fötunum.

Í fyrra prjónaði ég þessa húfu (hentar vel fyrir 1-2 ára) læt uppskriftina fylgja með.
Ég segi þetta mína uppskrift en auðvita er hægt að notast við hvaða skotthúfu uppskrift sem er:

Ég notaðist við afganga sem ég átti en ég mæli með að nota mjúkt garn sem passar vel fyrir prjóna no. 2,5

Fitijið upp 120 lykkjur og prjónið 5 cm stroff, 2 sléttar 2 brugnar með hvítu
Skiptið yfir í rautt garn. Fyrsta umferðin er prjónuð rauð, aukið um eina lykkjur við 24 hverrja lykkju = als 125 lykkjur. Prjónið áfram þar til húfan mælist 11 cm.

Þá hefst úrtakan: Merkið á fimm stöðum með jöfnu milli bili (25 lykkju fresti). Takið út á fimm stöðum í þriðju hverri umferð þar til 5 lykkjur eru eftir. Fellið af og bætið dúsk við.
Gangið frá öllum endum og gefið einhverjum Stúf húfuina.



laugardagur, desember 04, 2010

Jólakúl

Þegar maður dettur niður á fallegt heimagert jólaskraut má maður til með að deila því. Á blogginu Lopinn af kindinni okkar, var birt í fyrra uppskrift af lopa jólakúlu, eða jólakúl. Ótrúlega einfallt og fallegt föndur. Ég prjónaði ófáar í fyrra, sumar fóru á pakka, aðrar voru í pakka og enn aðrar fóru á jólatréð. Brota, brot af jólaföndrinu 2009.

fimmtudagur, desember 02, 2010

Húfutetur

...ég er með smá húfu æði. Prjóna eins og enginn sé morgundagurinn húfur á hina og þessa. Í haust gerði þessa Elmo húfu á stúfinn, því hann er svo hrifinn af Elmo. En mér tókst ekki betur en svo að hann vill ekki sjá það að vera með hana, svo Þór stóri frændi græddi í staðinn. Veit svo sem ekkert hvort að hún sé mikið notuð á því heimili heldur.

Sumir sem hafa séð húfuna er ekki vel að sér í Elmo fræðum og hafa haldið að þetta sé fugl! Þvílík fásinna. Hverjum dettur slíkt í hug?


Þetta er bara eins og copy - paste! ekki satt!

Nema hvað, það verður meira um húfu pósta á næstunni, Lofa!

----

...I have a little thing for hats right now. I knit theim like there is no tomorrow. This autum I did this Elmo hat for my smurf, I did it because he is so fond of Elmo. But I clearly didn't do a very good job, because he dosn't want to use it, so Thor nephew got it instad. ...and I'm not sure if he is using it either.

Some who have seen the hat, are not very familiar with Elmo I'm sure. They have suggested that this might be a bird! What a nonsense. Who would think that?

This is just like a copy - past, no!?

Well, well! there will be some mor hats to come soon, Promise!

fimmtudagur, nóvember 18, 2010

það er ljótt að stela... ...en! / you shoud not steel ... ... but!

...það á ekkert að koma neitt "en" en samt er það þarna!

Það er í alvörunni ljótt að stela, en stundum er spurning hvenær þjófnaður er þjófnaður. Ég er í svolítilli tilvistarkreppu. Við fjölskyldan fórum eins og frægt er orðið til Færeyja í sumar, skemmtileg ferð og margt fallegt, sniðugt og flott að sjá. Þá sérstaklega fatahönnuðirnir Guðrún og Guðrún, alveg svakalega smart skvísur þar á ferð. Ég var alveg staðráðin í að kaupa mér eitthvað hjá þeim, alveg þar til ég sá verðmiðann.

Flott peysa úr lopa (sem er mjög einföld í raun) kostaði um 40.000.- ískr. Fyrir kreppugrís er það helvíti mikið. Sérstaklega þar sem peysan leit út fyrir að vera ekki mikið meira en þriggja kvölda vinna eða svo. Svo var systa líka fljót að finna mynd af peysunni á netinu, enn fljótari að telja út og áður en ég vissi af var ég komin með uppskriftina í hendurnar.

...og ég átti eftir að prjóna peysu handa Bryndís súper-skvísu frænku. Svo það voru góð ráð dýr. Færeyska peysan rann af prjónunum á nokkrum kvöldum. Eftir að hafa klárað hana var haldið í mátun til vinkonunnar og áður en ég vissi af var komin pöntun fyrir annarri, svo að önnur fæddist. Tvær þjófapeysur og nagandi samviskubit.



En þar sem munstrið á peysunni er gert fyrir þær konur sem minna helst á Bíafrabörn hentar hún mér illa. Svo að ég er að vinna að breyttri peysu, en það sem er svo töff við þess að hún er prjónuð úr léttlopa á prjóna 9 þannig að hún verður gisin og létt. Mjög töff!
Vona peysan sem er "inspired by Guðrún og Guðrún" verði líka töff, ath, inspired by ekki stolin ;)

---

... no but should be there, but it is!

It is really bad to steal, but when is a stolen thing really a stolen thing? I have a little problem. My family went to Faroe Island this summer, very entertaining journey, many beautiful, brilliant and cool things to see. Especially clothing designer Gudrun and Gudrun. Really smart ladies. I was so determined to buy something for myself there, just until I saw the price.

A really cool sweater from wool (which is very simple in fact) would cost about 40,000,- iskr. ($355 or 260 Euro). For a bankrupt Icelander it was to much. Especially since the sweater looked to be not much more then a three-evening work or so. So I have a sister, and she is quick. Quick to find a picture of the sweater on the Internet, even quicker to count the pattern out and before I knew it, I had the pattern in my hands (or in my mailbox).

...and I was going to knit a sweater for my super cute niece, Bryndís Erla. So now I had to knit it. The Faroese sweater went loop after loop over my needles for few nights. After I finished it I took the sweater for a fitting and soon after that I had promised to knitt an another one. Two stolen sweaters were made and a big guilty feeling.

However, since the pattern for the sweater is made for a very hungry girls it was not as suitable for all-of-me. So I'm working on a new one for myself. What I really like about this sweater is it is knitted with Léttlopi on needles no. 9 so it is very light. Very cool! Hope my new "inspired by Guðrún and Guðrún" sweater will be cool as well, note, inspired not stolen ;)

sunnudagur, nóvember 14, 2010

Prjónað úr afgöngum

Ef ég á að halda úti þessari heimasíðu þá þarf ég víst að henda inn færslu við og við. Það er búið að vera mjög mikið að gera upp á síðkastið, en ég hef líka verið dugleg að prjóna. Það sem vantar er að taka myndir af því sem ég geri og henda því hingað inn. Vonandi verður bót á máli.

Í sumar fór ég í sjálfskipað "prjónagarn-verslunar-bann". Mjög fúlt bann, en ég get víst ekki kennt neinum um nema sjálfum mér. Málið er að ég var búin að fylla alla dunka, skúffur og skemla af garni og afgöngum og ég varð að stoppa. Það er bara ákveðið mikið magn sem maður getur átt af hnyklum sem keyptir voru fyrir "eitthvað fallegt".

Ég hef fengið æði fyrir að prjóna húfur. Húfurnar áttu að vera jóla og afmælisgjafir, en ég er ein af þeim sem get ekki beðið með að gefa gjafirnar, svo að allir hafa fengið sína húfu nú þegar. Kannski ég geymi það sem ég prjóna næst og bíð fram að jólum. Ye right!

Hérna má sjá tvær húfur sem ég prjónaði handa Helgu Maríu og Örnu. Ég var að bíða eftir mynd af þeim systrum en ég nenni ekki að bíða. Kannski ég set hana hingað inn síðar. Uppskriftina af húfunum má finna í fyrstu Prjónaperlubókinni og er ekki erfið, þvert á móti. Uppskriftin heitir Rósa rauða og er eftir Halldóru Skarphéðinsdóttur. Rósin sem er næld í er gerð úr efnisbútum og ég fjalla stuttlega um hér

-----
If I want to maintain this page, I may occasionally need to throw in a post or two. I have been busy but at the same time very active in knitting, but not as good at taking pictures and writing about it. Hope that there will be some improvement soon.

Then this summer I've been on a yarn-purchasing ban. A very frustrating ban my I ad, but apparently I can only blame myself. The thing is that I had filled all the boxes and drawers with yarn and I had to stop. I'm quite amazed what Halldor has been sweet about it, I know I wouldn't be if it was all his stuff.

Well, to the point, I have endless amounts of yarn that has been bought for "something sweet/fun project"

These days I knit hats. The hats were supposed to be Christmas and birthday presents, but I'm one of those people who can not wait to give gifts, so I have given them all away... well maybe I can wait with the next thing I knit? Ye right!

Here are two hats I made for Helga Maria and Arna. I was waiting for a photo of the sisters but ... I will post it later. The pattern of the hats can be found in the book Iceland knits (first book) and the hat is called Rosie the red by Halldóra Skarphéðinsdóttir. The flat flowers are made out of materials left overs, but I once wrote about them here

miðvikudagur, nóvember 10, 2010

hópverkefn

Þar sem ég hef verið ósköp löt að skifa hingað inn, fær einn "svind" póstur að fljóta. Þetta er ekki mitt hugvti, en gæti verið skemmtilegt. Fékk þennan tölvupóst frá einni í vinnunni:


"Á prjónakaffinu okkar (Garnbúðin Gauja) mánudaginn 01. nóvember s.l. kynntum við nýtt áskriftarverkefni sem er svokallaður dagatalatrefill (sjá mynd)


Í treflinum eru 24 mynstur og fyrirkomulagið er þannig að við sendum út eitt mynstur út í einu, 2svar í viku (við sendum út fyrsta mynstrið síðastliðinn föstudag)


Þær sem áhuga hafa á að bætast á listann okkar eru vinsamlegast beðnar um að senda okkur tölvupóst til baka.


Þetta er ykkur að kostnaðarlausu og engar kvaðir um að kaupa af okkur garnið í trefilinn. Við sjálfar erum að nota Rasmilla Luxusgarnið í trefilinn og fara ca.3 1/2 dokka í verkefnið."


Ef þú hefur áhuga á þessu verkefnið þá er emalið: guja@guja.is

laugardagur, október 30, 2010

Haustið

Haustin eru svo falleg. Þá verður allt svo fallegt. Ég tala nú ekki um fallegu strákarnir mínir á labbi um Laugardalinn.
Lífið er ljúft






föstudagur, október 29, 2010

slétt, krullað, sítt, stutt, ljóst eða dökt?

Það er ekki hægt að segja að ég hafi verið dugleg upp á síðkastið, en... ég er að vinna í því!


...og svo þó að ég sé ekki að pósta hérna inn þá er ekki þar með sagt að ég sé ekki að hanga á netinu og skoða allt það fallega sem verið er að gera þarna úti í cyber-space.


Ég er líka að fara í gegnum tímabil þar sem hárið á mér er afskalega ljótt, það er svona ekkert! Hlakka ekkert smá til að fara til hans Oddvars í næstu viku og láta hann gera mig gordius!

Svo stundum þegar maður að hanga á netinu þá dettur maður niður á eitthvað svona fallegt. Á síðunni A Beautiful mess má finna svo margt fallegt augnakonfekt.



og það sem meira er, að hún er búin að pósta hvernig maður ber sig að... kannski verð ég bara fín um hárið um helgina?


sunnudagur, október 24, 2010

Föndrað til góðs

Við Eyrún Ellý Valsdóttir fimmtudagsföndrari (www.eyrun.wordpress.com) langar til að smala saman kröftugum föndrurum í samvinnu við Ungmennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands.

Markmiðið er að nýta sköpunarkraftinn til að skapa nýjar vörur, fylgihluti og skraut úr gömlum fötum frá Fatsöfnun Ruða krossins. Það má segja að við ætlum að gera nýtt úr gömlu.

Um er að ræða hóp sem hittist ca 1-2 í mánuði á mánudagskvöldum kl. 20:00 (rétt búin að koma krílunum í bælið) í Rauðakrosshúsinu í Borgartúni 25. Á staðnum er allt til alls; saumavélar, efni til að föndra úr, skæri, límbyssa... bara nefna það ætti að vera þarna. Einnig verður heitt á könnunni...

Hugmyndin er að framleiða vörur sem hægt væri að selja til styrktar bágstöddum innanlands og erlendis.

Ef þú hefur áhuga á að hittast í saumaklúbbsstemmningu, drekka einn eða tvo kaffibolla og föndra í góðum félagsskap þá endilega láttu okkur vita

Við ætlum að hittast á morgun mánudaginn 25. október kl. 20:00 í Borgartúni 25

... kíktu líka á okkur á Facebook

sunnudagur, október 17, 2010

stuttur kjóll með stuttum fyrirvara

Dúna frænka hans Halldórs hringdi í mig í sumar og spurði hvort ég væri upptekin daginn eftir, hún þurfti smá hjálp að halda. Hún var að fara í brúðkaup og eins og svo oft þegar haldið skal í slíkar veislur reynist fullir fataskápar tómir. Ég skildi vel hvað hún átti við en var nú ekki viss hvort ég gæti hjálpað, því að hún vildi að ég hjálpaði sér að sauma á sig kjól. Ég sem er bara svona la la saumakona.

Hún sagðist sjálf vera la la saumakona og saman gætum við ekki klúðrað þessu! Jæja þá ég var svo sem til í að prófa, hún kom til mín um hádegi, en brúðkaupið byrjaði klukkan fimm, sama dag, svo það var ekki mikið pláss fyrir mistök. Já smá pressa á saumaskapnum í þokkabót.

Það var nú ekkert leiðinlegt að fá Dúnu í heimsókn. Hún kom með litla gullmolann sinn hana Emmu Stefaníu sem brosti sínu breiðasta og hjalaði á gólfinu á meðan við pældum og spegúleruðum. Upp úr pokanum dró Dúna, svartan hlýrabol og bleikt jesse efni, auðvita var ekkert annað í stöðunni en að taka upp saumavélina og skærin og byrja að sauma.

Hér að neðan má sjá afraksturinn, bara nokkuð gott ekki satt?



fimmtudagur, október 14, 2010

Fleirri Prjónaperlur - More of Iceland knits

Ótrúlegt hvað tíminn flýgur. Það fer að líða að því að prjónabók no. 2 sem ég tek þátt í fæðist. Ekkert smá gaman að taka þátt í því ævintýri. Ég á 4 uppskriftir í þeirri bók og hefði aldrei trúað því í fyrsta lagi að ég gæti þetta og í öðrulagi hvað þetta er skemmtilegt.

Sætasta fyrirsætan er án efa Högni...
sammála?

krúttaralegt strákavesti sem ég prjónaði ekki


miðvikudagur, október 13, 2010

Ábending - point taken

Stóra systir var að skoða z-una og benti pent á að ég væri ekki alveg nógu passasöm með hvar ég væri að taka myndir. Vandað verður betur til verka í framtíðinni. Sígarettustubbar eru ekki alveg nógu "hómí".

Hún hirti líka steinana þrjá, sem er ágætt, því ef að ég held eftir öllu því sem ég geri þá enda ég með heklaðar klósettsetur og blúndprjónaðar sófasessur.

My older sister was browsing through z-an and pointed out that I was not quite good at finding places for my photos. I will step up my quality. Cigarettes are not very smart.

She also took the three stones, which is good, because if I would keep behind everything I do, I will end up with crocheted toilet and knitted sofa cushions.

sunnudagur, október 10, 2010

Love is in the air

Ína systir kom með alla gríslingana í heimsókn í gær. Það var svo gaman og svo mikil ást í loftinu!














My sister Ína came for a short visit yesterday, with all her kids. It was so much fun and so much love in the air!

miðvikudagur, október 06, 2010

Göngutúr - strolling

Ég fór í göngutúr með Högna hagamús um daginn. Eins og svo oft áður fórum við á Bjarnastígsróló, hann er í miklu uppáhaldi. Endlaust hægt að "lóla" og "lenna" þar. Auðvita var ég með myndavélina með mér, en þar sá ég þessa líka ævintýralegu steina...



...eða næstum því! Jú jú ég vissulega fór með Högna á rólóinn en því miður voru steinarnir þar ekki áður en við komum. Ég smellti nokkrum myndum af þeim og gældi í stutta stund við þá hugsun að skilja þá eftir svo einhver gæti fundið þá og vonandi fundist þeir ævintýralegir. En svo tímdi ég því ekki. Ekki alveg strax, kannski seinna.



Hugmyndin er auðvita ekki alveg mín. Sá þetta fyrir svolitlu á röltinu um netið og svo aftur á systraseiði. Stóðst ekki mátið eftir fjöruferðina og heklað nokkra steina.




-----

I went for a walk with Högni the other day. As so often we went to the small playground near by, Bjarnastígsróló. We really like it we can go to the swing and the slight. Of course I had my camera with me, but I saw this fariytale rocks...


...or not! Yes yes I certainly took Högni to the playground, but the rocks were not their before we came. I did think for a moment to leave them behind so someone could find them and think they were from a fariytale but I didn't. Maybe later.


The idea is of course not just mine. I saw it fist when I was taking a walk in cyberspace and then later at this website. Could not resist making them after our fun trip to the beach and crocheted a few rocks.

miðvikudagur, september 29, 2010

Prjónað blóm og gesta blogg

Það er búið að vera gaman að skella hérna inn einu og einu föndri sem ég hef verið að gera. Mun skemmtilegra en ég hélt að þetta yrði. Það er líka ágætt að halda hugmyndum og framleiðslu á einum stað. Nú er Z-an orðin að alvöru bloggi því að í fyrsta sinn er gesta bloggari með föndur og það ekki föndrari af verri endanum. Þetta er enginn önnur en hún mamma mín!

Mamma er frábær handavinnu kona, algjör listakona, hún hefur saumað og prjónað og skapað frá því að ég man eftir mér. Hún er ein af þessum konum sem lét okkur systkinin mála á gardínurnar okkar sjálf í herbergið og saumaði jólafötin á okkur.

Um daginn hittust þær vinkonurnar og voru að prjóna blóm sem ein í hópnum hafði pikkað upp í kassaröðinni í Bónus. Já hún í alvöru! Hún stóð í röðinni og sá þetta líka fína blóm og starði svo lengi á það og náði að telja það út. Ég veit ekki hvort blómið lítur 100% eins út, en það er allavega mjög fallegt og mamma er búin að sitja sveitt og prjóna og prjón. Blómin verða nefnilega gjöf til kennara sem eru í alþjóðlegu samstarfi með mömmu í skólanum hennar.

Mamma var svo ljúf að rumpa upp kennslumyndbandi á blóminu og hér kemur það.

Svona lítur blómið út og uppskriftin hér að neðan:

Blóm

Lopi light og prjónar no. 3 ½

1. umf. Fitja upp 6 l

2. umf. *taka óprjónaða l. fram af og prjóna 2 l. slá uppá og prjóna 3 l.

3. umf. taka fyrstu l. óprjónaða fram af prjóna sl. út prjóninn

4. umf. taka óprjónaða l. fram af og prjóna 2 l. slá uppá og prjóna 4 l.

5. umf. eins og 3. umferð

6. umf. taka óprjónaða l. fram af og prjóna 2 l. slá uppá og prjóna 5 l.

7. umf. eins og 3. umferð

8. umf. taka óprjónaða l. fram af og prjóna 2 l. slá uppá og prjóna 6 l.

9. umf. eins og 3. umferð

10. umf. taka óprjónaða l. fram af og prjóna 2 l. slá uppá og prjóna 7 l.

11. umf. eins og 3. umferð

12. umf. taka óprjónaða l. fram af og prjóna 2 l. slá uppá og prjóna 8 l.

13. umf. *fella 6 l. af og prjóna sl út prjóninn

14. umf. * 2. umf. – 13. umf.*

Þá eru komnir tveir tindar.

Endurtaka þetta þar til komnir eru sex tindar. Þá eru 12 l. á prjóninum. Fella af.

Þá er komin lengja með 6 tindum.



Gangið frá öðrum endandum og saumið lengjuna saman í hring, passið að gatamunstrið sé í einni línu.

Hafið tvöfaldan þráð og stingið í gatalínuna upp og niður og dragið varlega saman með lopanum.

Gangið frá og festið nælu á bakhliðinni eða saumið blómið fast í peysuna


















Svo má auðvita notað stærri prjóna og grófara garn og þá verða blómin


stærri og groddaralegri, nú eða öfugt og þá verða þau fín og lítil... í raun má allt.
En þjóðlegust eru þau úr lopanum!

Takk mamma fyrir þetta :)

þriðjudagur, september 28, 2010

Að láta gott af sér leiða


Það eru svo margar leiðir til að láta gott af sér leiða og sumar leiðir eru svo skemmtilegar. Til dæmis eins og að föndra. Kópavogsdeild Rauða krossins er með Hönnunarhóp sem er skipaður ofsalega flottum stelpum (já allt stelpur) þær föndra og skapa úr notuðum fötum og selja svo á mörkuðum deildarinnar.

Reykjavíkurdeildin er líka með svona hóp en einhverra hluta vegna er hann ekki eins öflugur og í Kópavoginum (kalla hér eftir áhugasömum Reykjavíkurmærum).

Mér var boðið um daginn að kíkja í heimsókn í Kópavoginn, ekkert smá skemmtilegt. Hérna má lesa frétt og hvernig hægt er að taka þátt í starfinu.

Nú svo eru ekki allir sem geta/vilja föndra þá er hægt að ganga til góðs
-----

There are so many ways to do good and it can be so much fun. For example crafting! The Red Cross Kópavogs branch has a designing group, the girls (yes, all girls) come together do some sawing from used clothes and then sell it at the Red Cross markets.

Reykjavik branch also has such group but for some reason it is not as powerful as the one in Kopavogur (I hear by call for crafty girls in Reykjavik to join).

I was invited to have a small talk to the girls in Kopavogur the other day and I had so much fun. You can see all about it here.

Well if you are not into crafting then you can always Walk For Cause.

mánudagur, september 20, 2010

Grótta - Grótta the beach

Það er fátt skemmtilegra en að upplifa nýja hluti með Högna. Um helgina fórum við í fyrsta sinn í fjöruferð, með góðum vinum. Karen vinkona dró sína syni (næstum á hárinu) með sér í fjöruferðina. Þeir voru ekki jafn spenntir og Högni fyrir ferðinni, en ég get nokkurnvegin fullyrt að þeir skemmtu sér ekkert síður en Högni þegar á hólminn var komið.

Högni stóð mestan tímann við sjávarmálið og gargaði á hafið, hann ætlaði sér sko að stjórna þessum öldum sem voru alltaf að narta í tærnar á honum. Ætli það sé ekki ágætt að gera sér strax grein fyrir því að Móðir náttúra lætur illa af stjórn.






There are not many things I like more than experiencing new things with Högni. Over the weekend we went for the first time to the beach, Karen a good friend and her boys came along(well she almost had to drag them by the hair). The boys were not as excited as Högni, but I can truly say that they were really liking it afterwards, just as Högni.
Högni spent most of the time yelling at the sea, I think he wanted to control these waves that were biting his toes a bit. I guess it is good to know immediately that Mother Nature is not easy to control.