Pages

fimmtudagur, október 23, 2008

...það sem kreppan elur af sér

...gæti verið nýr íslenskur bansky!?!
Þennan sá ég í dag á leiðina í vinnuna og finnst hann mjög flottur!
"In cod we trust"

þriðjudagur, október 07, 2008

föstudagur, ágúst 22, 2008

Bug!


Það er margt sem böggar mig þessa dagana. Nágrannar mínir hafa einstakt lag á því að eyðileggja föstudagkvöldin sem ég hef skipulaggt í heima tjill. Með ótrúlegri lagni í leiðindum getur eitt email frá þeim skemmt kvöldstund og jafnvel viku.
Annað sem er að bugga mig er Bugaboo vagnar, liturinn sem mig langar er ekki til, verðið er of dýrt hérna heima, en einhvernvegin of mikið vesen að standa í því að versla þetta úti þegar við verðum þar.
Það þriðja sem er að bögga mig er ryk :) jebb just hate it!
Vá ekki beint eins og ég eigi erfit líf en samt næ ég að svekkja mig á þessu. Furðulegt!

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

O boy!

O já það er svo margt að gerast hjá z-unni þessa daga að maður veit ekki hvar best sé að byrja. Jú frumubreytingin sem á sér stað í iðrum mínum er lítill stráksi og verðandi foreldrar eru að pissa í sig af spenning. Verðandi faðirinn er búinn að versla mest fyrir barnið en hann hefur farið hamförum á netverslunum.

Brot af því sem nú þegar hefur verið keypt fyrir 0-6 mánaða gamalt barn má sjá hér...



...hvað þarf krakkinn mikið meira af fötum?




föstudagur, júlí 25, 2008

Frappó virkar

Búin að fá mér Frappó og chilla á Laugaveginum

e) chill - tékk!
ætla núna að fara að slá garðinn...
a) slá garðinn - tékk!

spéki spéki

...jæja komið að því að skrifa eitthvað gáfulegt, en er hálf ógáfuleg þessa dagana.

Allt gengur svakalega vel, ég þarf svo lítið að kvarta, er að njóta fríisins í botn en þar sem ég tók bara tvær vikur núna er ég að láta það bögga mig að fríið er núna um það bil hálfnað. Fæ mig því ekki til að gera neitt af því sem ég ætlaði að gera sem var

a) slá garðinn
b) mála gluggana í svefniherberginu
c) mála ofnana
d) þrífa eldhúsinnréttinguna
e) chilla

Ætli ég rölti ekki niður Laugaveginn stoppa í Te og Kaffi og fæ mér Frappó hjá eina kaffiþjóninum sem kann að gera góðan Frappochino. Það er ótrúlegt hvað það virðist vera erfitt fyrir aðra kaffiþjóna að gera góðan Frappochino.

Frappochino er fixið mitt þessa dagana, Cosmó kom mér upp á lagið og nú röltum við niður Laugaveginn og hlössum okkur niður í sætin "okkar" og sötrum Frappó, verð að viðurkenna að þetta er ágætt substitute fyrir rauðvín, bjór og annað áfengt sull!

Jæja best að hætta þessu hangsi og fara að gera eitthvað að viti, ætli þetta blogg hafi ekki hjálpað mér að ákveða hvað ég ætti að gera í dag?!?

föstudagur, júlí 18, 2008

Z-an kemur út úr skápnum

Var búin að stofan nýtt blogg sem var sérhæft, en nenni ekki að halda úti mörgum bloggum. Sérstaklega í ljósi þess að ég blogga mjög sjaldan, enda ekki mikill penni, þó ég væri alveg meira en lítið til í það, þe að vera góður penni þá bara er ég það ekki. Þau fáu blogg sem voru settu upp á hinni síðunni eru því komin hér í færsluna fyrir neðan og hinu blogginu verður eytt.

Nema hvað, Z-an ætlar að vinda sín kvæði í kross og gerast einlæg, ef henni dettur það í hug. Hún ætlar að blogga um óléttu eins og enginn sé morgundagurinn og ef til vill gerir hún allt sem henni fannst glatað að aðrir gerðu þegar þeir voru óléttir...

Þá er bara að vona að hún taki sig ekki of alvarlega!

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Sumarplön

Sumarið er að nálgast og alltaf finnst mér jafn erfitt að skipuleggja sumarfríið mitt.
Jú ég fer eitthvað út hér og þar, en alltaf á ég uppsafnað sumarfrí sem ég nota ekki nægilega mikið til að ég nái að saxa verulega á það.

Einhvernvegin finnst mér fáránlegt að taka mér frí úr vinnu og vera heima að skúra. Finnst það ekki passa.

Verð að leggja höfuðið í bleyti og finna mér verkefni fyrir sumarið 2008.

fimmtudagur, apríl 03, 2008

eitt og annað

er hægt að gera, ef maður bara nennir að eyða tíma í það!