Pages

mánudagur, desember 06, 2010

Þverslaufa fyrir sæta stráka - bow tie for cute boys

Ég hef komið sjálfri mér stundum á óvart þegar kemur að handavinnu, það er ótrúlegt hvað hægt er að gera þegar maður rýnir í flókin munstur nýjar uppskriftir eða prófar eitthvað sem maður telur að maður geti als ekki gert. Og viti menn, maður kemur sjálfum sér á óvart með því að geta það!

Að taka þátt í prjónabók var eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert og mundi aldrei gera, en viti menn. Eftir að ég sest niður og reynt, varð til þess að ég hef tekið þátt ótrúlega skemmtilegu prjónaævintýri með Prjónaperlum.


Eitt af því sem mér finnst sárlega vantar eru sætir litlir hlutir fyrir stráka til lífga upp á daginn. Og hvað er herralegra en þverslaufa? Þetta er lítið og skemmtilegt prjónaföndur sem ekkert mál er að klára á einu kvöldi og það sem betra er að það er auðveldlega hægt að nota afganga í.
Uppskriftin er einföld, hægt er að nota hvaða garn sem er og í raun hvaða prjóna sem er. Ég nota Kambgarn en hægt er að nota hvaðgarn sem er sem hentar prjónum no. 2,5

Fitjið upp 30 lykkjur og skiptið þeim jafnt niður á 3 prjóna og tengið í hring.
Næstu 2 umferðir eru prjónaðar slétt.
3 umferð er prjónuð brugðin.
Næst er prjónað slétt þar til stykkið mælist 8 cm.
Þá er prjónuð ein umferð brugðin og
næstu tvær umferðir eru prjónaðar slétt.
Fellið af.

Brjótið upp á opnu endana við brugðnu umferðina. Saumið slaufuna saman.

Miðstykkið er prjónað svona:
Fitjið upp 5 lykkjur þessar lykkjur eru prjónaðar fram og til baka. Slétt á réttunni og brugðið á röngunni þar til það er nægilega langt til að passa utan um slaufuna sjálfa. Fellið af og saumið bútinn saman utan um slaufuna. Festið nælu aftan við og nælið í fyrsta herramanninn sem þið sjáið.

-----
I do sometimes surprise myself. I do things that I never think I will, or can, do. It's amazing what you can do when you follow a complex or new pattern or tray something that you think you would never believe you could do. And you really can do it!

Participating in the making of a knitting book was something I thought I could never, and would, never do. But just after having tried it, became my amazing knitting adventures with Prjónaperlur.

One of the things I feel desperately needed in the craft-world are cute little things for boys, it just will bring more fun to the day! And really what is cuter then a bow tie? This is a small and fun knit project that will be easy to finish in one night and what is better, it is perfect for leftovers yarn!

The pattern is simple, you can use any yarn that fits needles no. 2,5 (2,5 for Europe is 1 or 2 for USA and 12 or 13 for UK)

Cast on 30 loops and divide them evenly on 3 needles and connect them into a ring.
Round 1-2: knit
Round 3 purl
Next, knit until piece measures 8 cm.
Then purl one round
the last two rounds are knitted.
Cast off

Fold the open ends and saw them together.

The little thing in the middle is knitted like this:
Cast on 5 loops, these loops are knitted back and forth. Knit one side and purl on the other until it is sufficiently long to fit around the bow tie. Cast of.
Saw it together in
please it in the middle of the bow tie.
Attach a pin in the back and give it to the cutest boy you see.

1 ummæli:

Annalú sagði...

Dásamlega fallegt, bæði barn og slaufa!