Pages

miðvikudagur, september 29, 2010

Prjónað blóm og gesta blogg

Það er búið að vera gaman að skella hérna inn einu og einu föndri sem ég hef verið að gera. Mun skemmtilegra en ég hélt að þetta yrði. Það er líka ágætt að halda hugmyndum og framleiðslu á einum stað. Nú er Z-an orðin að alvöru bloggi því að í fyrsta sinn er gesta bloggari með föndur og það ekki föndrari af verri endanum. Þetta er enginn önnur en hún mamma mín!

Mamma er frábær handavinnu kona, algjör listakona, hún hefur saumað og prjónað og skapað frá því að ég man eftir mér. Hún er ein af þessum konum sem lét okkur systkinin mála á gardínurnar okkar sjálf í herbergið og saumaði jólafötin á okkur.

Um daginn hittust þær vinkonurnar og voru að prjóna blóm sem ein í hópnum hafði pikkað upp í kassaröðinni í Bónus. Já hún í alvöru! Hún stóð í röðinni og sá þetta líka fína blóm og starði svo lengi á það og náði að telja það út. Ég veit ekki hvort blómið lítur 100% eins út, en það er allavega mjög fallegt og mamma er búin að sitja sveitt og prjóna og prjón. Blómin verða nefnilega gjöf til kennara sem eru í alþjóðlegu samstarfi með mömmu í skólanum hennar.

Mamma var svo ljúf að rumpa upp kennslumyndbandi á blóminu og hér kemur það.

Svona lítur blómið út og uppskriftin hér að neðan:

Blóm

Lopi light og prjónar no. 3 ½

1. umf. Fitja upp 6 l

2. umf. *taka óprjónaða l. fram af og prjóna 2 l. slá uppá og prjóna 3 l.

3. umf. taka fyrstu l. óprjónaða fram af prjóna sl. út prjóninn

4. umf. taka óprjónaða l. fram af og prjóna 2 l. slá uppá og prjóna 4 l.

5. umf. eins og 3. umferð

6. umf. taka óprjónaða l. fram af og prjóna 2 l. slá uppá og prjóna 5 l.

7. umf. eins og 3. umferð

8. umf. taka óprjónaða l. fram af og prjóna 2 l. slá uppá og prjóna 6 l.

9. umf. eins og 3. umferð

10. umf. taka óprjónaða l. fram af og prjóna 2 l. slá uppá og prjóna 7 l.

11. umf. eins og 3. umferð

12. umf. taka óprjónaða l. fram af og prjóna 2 l. slá uppá og prjóna 8 l.

13. umf. *fella 6 l. af og prjóna sl út prjóninn

14. umf. * 2. umf. – 13. umf.*

Þá eru komnir tveir tindar.

Endurtaka þetta þar til komnir eru sex tindar. Þá eru 12 l. á prjóninum. Fella af.

Þá er komin lengja með 6 tindum.



Gangið frá öðrum endandum og saumið lengjuna saman í hring, passið að gatamunstrið sé í einni línu.

Hafið tvöfaldan þráð og stingið í gatalínuna upp og niður og dragið varlega saman með lopanum.

Gangið frá og festið nælu á bakhliðinni eða saumið blómið fast í peysuna


















Svo má auðvita notað stærri prjóna og grófara garn og þá verða blómin


stærri og groddaralegri, nú eða öfugt og þá verða þau fín og lítil... í raun má allt.
En þjóðlegust eru þau úr lopanum!

Takk mamma fyrir þetta :)

þriðjudagur, september 28, 2010

Að láta gott af sér leiða


Það eru svo margar leiðir til að láta gott af sér leiða og sumar leiðir eru svo skemmtilegar. Til dæmis eins og að föndra. Kópavogsdeild Rauða krossins er með Hönnunarhóp sem er skipaður ofsalega flottum stelpum (já allt stelpur) þær föndra og skapa úr notuðum fötum og selja svo á mörkuðum deildarinnar.

Reykjavíkurdeildin er líka með svona hóp en einhverra hluta vegna er hann ekki eins öflugur og í Kópavoginum (kalla hér eftir áhugasömum Reykjavíkurmærum).

Mér var boðið um daginn að kíkja í heimsókn í Kópavoginn, ekkert smá skemmtilegt. Hérna má lesa frétt og hvernig hægt er að taka þátt í starfinu.

Nú svo eru ekki allir sem geta/vilja föndra þá er hægt að ganga til góðs
-----

There are so many ways to do good and it can be so much fun. For example crafting! The Red Cross Kópavogs branch has a designing group, the girls (yes, all girls) come together do some sawing from used clothes and then sell it at the Red Cross markets.

Reykjavik branch also has such group but for some reason it is not as powerful as the one in Kopavogur (I hear by call for crafty girls in Reykjavik to join).

I was invited to have a small talk to the girls in Kopavogur the other day and I had so much fun. You can see all about it here.

Well if you are not into crafting then you can always Walk For Cause.

mánudagur, september 20, 2010

Grótta - Grótta the beach

Það er fátt skemmtilegra en að upplifa nýja hluti með Högna. Um helgina fórum við í fyrsta sinn í fjöruferð, með góðum vinum. Karen vinkona dró sína syni (næstum á hárinu) með sér í fjöruferðina. Þeir voru ekki jafn spenntir og Högni fyrir ferðinni, en ég get nokkurnvegin fullyrt að þeir skemmtu sér ekkert síður en Högni þegar á hólminn var komið.

Högni stóð mestan tímann við sjávarmálið og gargaði á hafið, hann ætlaði sér sko að stjórna þessum öldum sem voru alltaf að narta í tærnar á honum. Ætli það sé ekki ágætt að gera sér strax grein fyrir því að Móðir náttúra lætur illa af stjórn.






There are not many things I like more than experiencing new things with Högni. Over the weekend we went for the first time to the beach, Karen a good friend and her boys came along(well she almost had to drag them by the hair). The boys were not as excited as Högni, but I can truly say that they were really liking it afterwards, just as Högni.
Högni spent most of the time yelling at the sea, I think he wanted to control these waves that were biting his toes a bit. I guess it is good to know immediately that Mother Nature is not easy to control.




sunnudagur, september 19, 2010

Einu lokið, 500 eftir / One down, 500 to go

Jæja loks kláraði ég eitthvað! Það var ekki auðvelt og ég þurfti næstum að neyða sjálfan mig að setjast niður og festa tölurnar fimm á peysuna, en það hafðist (og tók bara 7 mín.). Þessi peysa er minni en hún sýnist á myndinni, hún er fyrir ca. 3-6 mánaða krútt sem fæddist í síðustu viku.

Þennan nýfædda prins á samstarfskona mín, en í einni kaffipásunni hafði hún af því orð að enginn í kringum hana prjónaði og að henni þætti prjónaðar flíkur svo fallegar. Það er fátt skemmtilegra en að prjóna handa þeim sem finnst prjónavörur fallegar (jafn skemmtilegt og það er leiðinlegt að prjóna fyrir þá sem ekki kunn að meta prjónaflíkur). Svo að ég ákvað að skella í peysu, enda ekki lengi að prjóna svona litlar flíkur.

Uppskriftina er að finna í prjónablaðinu Ýr, en þar er gefið upp annað garn, ég notaði Kampgarn, sömu prjóna en prjónaði uppskriftina fyrir 0-3 mán í lykkjufjölda en 3-6 á lengd. Kom bara ágætlega út. Lendi samt alltaf í smá vandræðum með að klippa, þegar ég nota annað garn en lopa. Lenti líka í þessu þegar ég prjónaði voða sætar peysur fyrir Helgu Maríu og Högna, en þá raknaði kanturinn næstum allur upp. Næst ætla ég að prófa þessa aðferð hér þegar ég opna peysu.

Nýbakaða mamman fékk að velja litina, hún vildi als ekki barnalega, ljósa, pastel og hvíta liti. Þannig að algjör andstæða þessa lita var valin. Í fyrstu var ég ekki viss, mér fannst þetta heldur djarft fyrir svona lítil kríli, en þegar þessu var loks lokið, kom þetta bara helvíti vel út þó ég segi sjálf frá.


---
Well I finally finished something! It was not easy and I almost had to force myself to sit down to put five buttons on the sweater (and it just took 7 minutes). This sweater is smaller than it appears in the picture, it is for ca. 3-6 months baby boy who was born last week.

This newborn prince is a son of a my coworker. She mention one day at coffee break that no one around her knitted and she did like knitted garments. I really like knitting for those who like knitted things (it is as much fun as it is boring to knit for those who do not appreciate knitting garments). So I decided to do the sweater, which dos not take such a long time, it is so small.

The pattern can be found in Ýr knitting magazine, they recommd a diffrent yarn but I, I used Kamp yarn (Kampgarn), I did the recipe for 0-3 month in loop number, but 3-6 in length (if you know what I mean). It came out pretty need. I always end up having a little trouble with the cut, when I use a different yarn than Lopi. It also happened when I knitted the cutest sweaters for Helga Maria and Hogni, but then the ends almost all run (is that a word?). Next I will try this method here when I open my cardigan.

The new mom picked out the colors, she didn't want it to be white and pastel colors. So it turned out to be the total opposite of those colors. At first I was not sure, I thought it was rather bold for such a small kiddo, but when this was finally completed, I rather liked it a lot, hell ye!

sunnudagur, september 12, 2010

Haust - Autumn

Það er engin árstíð sem mér líkar meira við en haustið. Það er eitthvað í loftinu sem er svo ljúft. Lyktin er örlítið betri, ferskari.

Mér líkar í raun vel við allar árstíðirnar og finnst þær allar hafa sína kosti, en samt sem áður skarar haustið fram úr. Haustið er tíminn sem allt byrjar aftur upp á nýtt. Miklu frekar en í janúar. Skólaárið byrjar, loforð um frekari hreyfingu, fullvissa um fleiri matarboð við kertaljós, rækta fjölskylduna meira í vetur en gert var í sumar og svo framvegis og svo framvegis.

Í vor fylltist ég eldmóð og rauk út í garð, stakk upp fyrir kartöflugarði og kálgarði naut þess að verða skítug. Mamma segir að maður verði að snerta jörðina allavega einu sinni á ári, frjáls aðferð er leyfð, og eins og svo oft áður, hefur hún rétt fyrir sér. Manni líður sjaldan jafn vel eins og þegar maður hefur verið úti, í útilegu, í garðinu, í beðunum eða nálægt sjónum.

Það var í vor sem ég fékk um 10 stk af útsæði hjá Önnu vinkonu og ca. 6 stk í ísskápnum heima. Kartöflur sem höfðu spírað og fengu að fara í moldina hérna í 101. Nágrannarnir voru misánægðir með framtakið og Steingerður ekkert of bjartsýn en hughreystandi engu að síður. Ég fór svo út í dag og tók upp kartöflurnar og það var bara helvíti flott uppskera svo ég segi sjálf frá. Allir grannarnir fengu kartöflur í poka, þeir jákvæðu og þeir neikvæðu. Mér hljóp kapp í kynn og aldrei að vita nema að það verður plantað helmingi fleiri að ári.

Lífið er ljúft!
---
There is no season I like more than fall. There is something in the air it is so lovely. The scent is slightly better, fresher.
I really like all seasons and feel they all have their advantages, but still the autumn is outstanding . The fall is the time everything starts again, rather than in January. School year starts, the promise of more exercise, more certainty about many candlelight dinner, time with family is more in winter than in summer and so on and so on.

This spring, I was filled with enthusiasm and rushed out into the garden, put up yard for potato and salad and enjoyed being dirty. Mama says you have to touch the earth at least once a year, method used are up to you, and as so often she is right. I rarely feel as good as when I'm outside, camping, gardening, or near the sea.

This spring, I got about 10 pieces of potatoes from my friend Anna and I had ca. 6 pieces from my fridge at home ready to put down. The plan was to have them grow hear in Reykjavík 101. First some of my neighbors had mixed feelings about my gardening and Steingerdur was not too optimistic but reassuring nevertheless. This morning I went out and took a good look on what had grown. Hell yeh, it was good! So now all my neighbors had potatoes in a bag, both the positive once and the negative once. Now I'm unstoppable I just might planted twice as much next year
Life is sweet!

fimmtudagur, september 09, 2010

ólokið - unfinished

Ég hef sjaldan eða aldrei verið með jafn mörg verkefni í gangi sem ég fæ mig ekki til að ljúka. Á sama tíma hef ég sjaldan eða aldrei langað að byrja á jafn mörgum verkefnum. Þróun sem gæti endað illa.

Ég hef alltaf haft áhuga á graffity skrifaði meira að segja BA ritgerðina mina í mannfræði um graff, mjög skemmtilegt. En ég held að leggi ekki í prjóna graff... ...samt mjög töff!



----
I have seldom or never had as many projects as now, that I do not get finished. At the same time I have seldom or never wanted to start as many new projects. Development that could end badly.

I've always been interested in graffit, I even wrote my BA thesis in anthropology on Graff, very fun. But I think that I will never get into Graff-knitting ... ... Still very cool!

þriðjudagur, september 07, 2010

Mont blogg

Ég er voða montin af því að hafa verið kölluð til og beðin um að leiðbeina Hönnunarhópi Rauða krossins í Kópavogi. Þetta er hópur af stelpum sem koma saman aðra hverja viku og skapa og búa til nýja hluti úr gömlum og selja á mörkuðum deildarinnar. Flottur hópur.
Ég var beðin að leiðbeina þeim með slána, en ég endaði á að kenna þeim að gera blómin, því það er svo gaman að skreyta allt með þeim...

Hér koma nokkrar myndir frá kvöldinu

Flottur hópur
Blómarós

Afraksturinn fyrsta hálftímann

Hlakka til að vera boðin aftur og þá ætla ég að eyða meiri tíma með þeim. Takk fyrir mig stelpur!