Pages

mánudagur, janúar 31, 2011

17. júní peysan sem breytist í 31. janúar peysan

já þessa peysu ætlaði ég að nota 17. júní síðastliðinn. Var alveg ákveðin í því að hún væri kjörin sem svona sumar-hlý-peysa. Ekta til að vera í á köldum sumarkvöldum.

En svo liðu dagarnir, vikurnar og mánuðirnir og peysan var óhreyfð. Það var ekki fyrr en ég kíkti á bloggið hennar Arndísar að ég lét mig hafa það. Hún var að segja frá hóp á Ravelry sem væri með það verkefni að ljúka einhverju verkefni í lok febrúar svo að ég sló til og ... whalla! Peysan er tilbúin og enn er janúar!

Þú kannski spyr þig af hverju tók þetta svona langan tíma. Peysan er í raun þannig séð ekkert flókin, bara garðaprjónn. En ef maður hefur 8 hnykla í einu á meðan maður prjónar þá er maður endalaust í því að leysa svona...

og svona...
og svo allir endarnir og, og, og...
ertu ekki alveg að "feel my pain"?

En ég er allavega mjög ánægð með að vera loks búin með hana. Nú þarf ég bara að nota hana. Það sorglega er að líkurnar á að ég noti hana eru skelfilega litlar, hef sjaldnast notað þær peysur sem ég prjóna á sjálfan mig. En við látum allavega reyn á það.

sunnudagur, janúar 23, 2011

Vetlingar í leikskólan og

Um daginn þegar ég sótti stubbinn á leikskólann hóaði ein (mig langar mjög mikið að skrifa fóstran) leikskólakennarinn í mig og spurði hvort að hann ætti ekki betri vettlinga, sonur minn. Ég sem hélt að, uppháir pollavettlinga, uppháir vindvelttingar, þunnir bómullarvettlingar og flísvettlignar væru nóg spurði hissa, "jaaa neee, hvernig vettlinga áttu við?" og fékk svarið "bara þessa klassísku úr lopa". Mér fannst hún (ekki skrifa fóstra) leikskólakennarinn alveg eins getað sagt að ég væri glötuð mamma, ég sem þykist vera einhver prjónari og barnið bara með einhverja lummu búðarkeypta vettlinga (að vísu í mjög fjölbreyttu úrvali).


Þannig að ég rauk heim. Fann afganga og byrjaði að prjóna og hér er afraksturinn. Uppskriftin að vettlingunum hans Högna fann ég í bókinni Fleirri Prjónaperlur. Þeir eru það fyrsta og eina sem ég hef prjónað upp úr þeirri ágætu bók.


Þetta með fóstrur, í alvöru! Af hverju er alltaf sett ofan í mig þegar ég kalla konur sem vinna á leikskóla, fóstur? Fóstra svo fallegt orð, mun fallegra en leikskólakennari. Orðið er gamalt og lýsandi yfir það starf sem fer fram í leikskólum landsins. Einnig er karkyns útgáfan mjög falleg fóstri. Fóstra og fóstri!

Ef ég ynni á leikskóla þá mundi ég vilja að ég væri kölluð fóstra, mun fallegra, hlýrra og lýsandi. Og ég mun eflaust halda áfram að kalla leikskólakennara fóstrur, ekki til þess að pirra einn eða neinn, sennilega bara af því að ég hef vanið mig á það frá því að ég sjálf vara í leikskóla, en svo er það bara svo mikið fallegra.

mánudagur, janúar 17, 2011

Heimatilbúnar gjafir

Heimatilbúnar gjafir eru það flottasta sem ég veit þessa dagana. Það er eitthvað svo persónulegt við þær. Síðustu ár hef ég fengið alveg frábæra chilly sultu frá Hlédísi vinkonu og ég er farin að bíða spennt eftir að gjöfin komi í hús svo að ég get farið að gæða mér á þessu lostæti.

Í ár, reyndi (athugið áhersla á orðið reyndi) ég að gera mína heimatilbúnu gjöf. En hún var því miður bara la-la, þarf að koma uppskriftinni til Önnu (þið munið gestabloggarinn góði) og fá hana til að fullkomna þetta fyrir mig.

Til að fela heldur misheppnaða tilraun ákvað ég bara að gefa, litla skammta af "góðgætinu" og skreyta krukkuna bara þeim mun meira svo að mér yrði fyrirgefið. Í raun var það mjög einfalt. Ég fann krukku sem áður geymdi barnamat, ég á alltof margar svoleiðis, vitandi það að þær kæmu að notum síðar. Því næst heklaði ég einfalda dúllu úr bleiku bómullargarni og límdi með límbyssu á lokið. Því næst fann ég borða í svipuðum lit og vafði utan um. Krosslagði fingur og vonaði að allir væri mjög saddir um jólin svo að hneturnar gætu gleymst í krukkunni og væri bara fyrir auga en ekki bragðlauka.

Fyrir þau sem eru mjög áhugasöm um hina misheppnuðu tilraun og vilja prufa sig áfram ætla ég að gefa uppskriftina hér. Uppskriftina fann ég í gömlu auka blaði sem fylgdi Gestgjafanum hér um árið. Uppskriftin er svona:
4msk smjör ósaltað (ég notaði auðvita saltað því að ég átti ekki annað, fyrir þau sem ekki vita þá er ósaltaða smjöri í grænum umbúðum)
2msk Síróp
2 msk Kanill
2 msk Karrí
2 tsk Salt
1/4 tsk Kummin (ath ekki Kúmen, ég vissi nú hvað það væri, eitt stig fyrir mig)
1/4 tsk Cayenne-pipar
4 bollar heilar hnetur og möndlur

aðferð: setjið smjör, síróp og krydd í pott og hitið. Látið hnetur og möndlur í skál og hellið kryddblöndunni yfir. Hrærið vel saman. Dreifið síðan úr þessu á ofnskúffu sem klædd hefur verið með bökunarpappír. Ristið hneturnar/möndlurnar við 250°C þar til þær verða fallega brúnar og hrærið í af og til.


Gaman að segja frá því að frasinn "af og til" fékk mig til að halda að þetta gæti tekið smá tíma að ristast. En viti menn... þessar hnetu helv*** brenna á no time og því mikilvægt að standa yfir þessu allan tíma. Satt best að segja held ég að það væri gáfulegra að lækka hitan og leyfa hnetunum að ristast í róg og næði. Ég náði allavega að brenna 3 skúffur áður en mér tókst að fá nokkuð (ath áhersla á nokkuð) sómasamlega uppskrift í gegn.

Já elskurnar, þetta var matarpistill í boði Marínar

En svona leit gjöfin út að lokum.

fimmtudagur, janúar 13, 2011

OMG ...Geðveikir skór!

Ég verð að viðurkenna það, sumir eru bara klárari en aðrir. Þessa skó má finna á Etzy síðunni. Alveg ótrúlega töff skór! Mikið langar mig í svona sóla, er alveg viss um að ég tæki mig vel út í vinnunni á þessum. Nú þarf ég bara að finna mér réttu skóna, réttu fjaðrirnar, hita límbyssuna og ... hér kem ég!


á Etzy

þriðjudagur, janúar 11, 2011

Afmælið hans Högna

Það kom loks að því, afmæli hjá stóra stráknum rann upp. Í tilefni þess var haldin veisla og mamman föndraði eitt og annað. Til dæmis þessa ísskál, en ég fékk hugmyndina hér


Þar sem drengurinn er mjög svo hrifinn af kóngulóm voru gerðar tvær týpur. Þessar hér vakti smá óhug hjá nokkrum. Það eru sem sagt ekki allir til í að borða svartan mat!

Svo voru örfáar svona, kóngulær. Afgangur af afmæliskökudeginu sett í form og nokkrar kóngulær skreyttu borðið. Alltaf klassískt!

Draugarnir sem urðu vinsælir í fyrra. Dísætt og ... já góðir fyrir línurnar!


Og apa kakan, gamaldags og góð. Stóð fyrir sínu. Treysti mér ekki í sykurmassan svona 15 mín fyrir afmæli. Það verður næst! ...eða þarnæst!

Afmælið gekk svakalega vel, enda þekkjum við mjög skemmtilegt fólk. Allir voru svo glaðir og ekki síst afmælis strákurinn, sem reif sig fljótt úr afmælisfötunum og klæddist Spiderman (eða kókulóa-Gallinn) búnign sem hann fékk í afmælisgjöf frá Ömmu Guðrúnu og afa Þór. Drengur neitar að fara úr "kókulóa"-skónum og fær því að sofna í þeim. Það eru svo sveittar-barna-táfýlu tær sem fá að viðrast rétt yfir blánóttina!

ps. og svo bendi ég auðvita á Facebook - Fan síðu z-unnar :)

þriðjudagur, janúar 04, 2011

Afmæli í nánd


Það styttist í að frumburðurinn (og ástæða þess að sólin snýst í kringum jörðina) verði tveggja ára. Ég trúi því varla að það eru tvö ár liðin frá því að ég urraði á Halldór þegar hann hvatti mig áfram með þessum ljúfu orðum "svona nú, við klárum þetta fyrir fréttir", svo ljúft eitthvað!

En í stað þess að horfa á September Issue með góðri vinkonu, tók ég upp saumavélina og föndraði smá afmælisskraut.


Ég er ekki ein af þeim sem á fullan skáp af efnis afgöngum, þvert á móti, það er svo allt önnur saga með garn afganga. En þegar ég fór inn í skáp fann ég eitt og annað. 2 bolir sem ég hef lítið sem ekkert notað og verða víst aldrei notaðir hér eftir voru teknir, 2 sængurver sem hafa munað sinn fífil fegri og eitt koddaver sem Halldór kom með í búið voru fórnalömb kvöldsins.

Ég byrjaði á því að teikna skapalón.

Sem ég notaði til að sníða eftir. Hver fáni hefur tvo efnisbúta sem ég klippti eftir og saumaði saman á röngunni. Ég hef heyrt að sumum finnist erfitt að sauma beina línu. Ef þú ert ein af þeim, þá má ég til með að benda þér á að notast við fótinn. Ath, hvernig brúnin á efninu liggur að brún saumavéla fótsins. Þannig er auðveldara að sauma beina línu.

Þegar kemur að því að sauma hornin er best að gæta þess að nálin sé niðri, því næst lyfta fætinum og snúa efninu eftir því sem hentar. Þegar því er lokið er fóturinn settur niður og haldið áfram að sauma (ath klikkið á myndina til að sjá hana stærri). Gætið þess að skilja eftir gat efst á veifunni svo að það sé hægt að snúa flagginu við.
Því næst er gott að klippa hornin ögn til á röngunni svo að hornin líti vel út á réttunni

Þá er að sauma veifuna á réttunni til að hún sé falleg. Hér mæli ég hiklaust með því að notast við brún fótarins til að saumurinn sé beinn.
13 flöggum seinna! Ég átti afgangs skáband sem ég notaðist við til að hengja flöggin á. Með 15 cm millibili saumaði ég hvern fánann fastan á eftir öðrum og fékk fínustu fánalengju til að skreyta íbúðina með. Skemmtilegt, umhverfisvænt og afmælispartýið má byrja!

laugardagur, janúar 01, 2011

Nýjárs gleðin að taka öll völd











Það er svo margt fallegt til á netinu, en ég er svo mikill sauður, man ekkert hvar ég fékk þessar myndir. Njótið bara :)