Pages

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

slúður

Stundum finnur maður hluti sem eru bara of skemmtilegir til þess að sitja einir að. Þessi síða hér http://www.dd-unit.blogspot.com/ er alveg að gera góða hluti. Oftast fyrst með fréttirnar frá heitalandinu. Fréttirnar birtast þarna löngu á undan mbl, en mbl er svo sem ekkert endilega að gera heldur góða hluti í slúðrinu.

nema hvað njótið!

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Ekki beint að standa mig

Ný vinna gerir það að verkum að maður hefur engan tíma til að blogga, ekki einu sinni tími til að skoða önnur blogg... að einhverju viti! er því til dæmis alveg dottinn út úr því hvað saumaklúbburinn blásó er að gera og hvað hið ótrúlegasta fólk sem ég hef aldrei hitt, er að gera þessa dagana.

En í staðin hef ég fundið það út að það er MJÖG gaman að sitja á kaffihúsi með gömlum og góðum vinum, sötdrandi pilsner í bjórlíki og spjalla um allt og ekkert, án þess að hafa áhyggjur af því að maður ætti að vera að gera eitthvað annað, til dæmis að læra.

Flutningar ganga hægt, parketið er samt orðið eins og dansgólfi sæmir og aðal rimman varðandi húsnæði er hvort að uppstoppaður hreindýrahaus fái að príða veggi hallarinnar eða ekki. Já, getið nú hvort það er sem ég vil... Hreindýr eða ekkert hreindýr?