Pages

þriðjudagur, október 02, 2007

Misheppnaður brandari!

Á föstudaginn var fékk ég sendan einn af mörgum svo kölluðum föstudags tölvupóstum. Pósturinn fjallaði um það að sá sem sendi væri búin a segja upp vinnunni go gerast sjálfboðaliði einhverstaðar í ballarhafi. Mér fannst þetta frekar fyndið, lagfæðri textann ögn og sendi á vini mína og fjölskyldu. Áttaði mig svo á að þetta var víst ekki fyndið þegar ég sendi þetta því að fólk trúi þessu upp á mig, veit ekki hvort myndin sem ég sendi með var til að styrkja eða veikja mál mitt?
Dæmir hver fyrir sig!


hæ hæ
Ég vil bara segja ykkur frá því að eftir nokkra umhugsun hef ég ákveðið, að nú verður eitthvað enn nýtt að gerast í mínu lífi. Ég er búin að sækja um og fá umsjón með nýju sjálfboða verkefni hér hjá RKÍ í 2 mánuði. Ég hef ákveðið að vera sjálfboðaliði neyðarhjálparskipi og þetta er algjörlega ólaunuð vinna.
Halldór verður heima á meðan.
Ég ætla bara að fylgja hjarta mínu og gera það sem mig lengi hefur dreymt um. Og þrátt fyrir að ég verði í stríðshjáðum löndum er ég viss um að ég hef valið rétt og kem eldspæk til baka.
Ég get varla beðið eftir að leggja af stað, en það verður 20.október. Þið getið séð nýja vinnustaðinn í fylgiskjalinu.
Heyrumst

miðvikudagur, september 26, 2007

Rauðvín Rauðvín Rauðvín


Hún Kerla perla talar um 13. október og mér líst vel á. Hvar og klukkan hvað er það eina sem við eigum eftir að ákveða. Hverjir mæta er líka spurning. En eitt er víst, Fjóla, Kerla og ég verðum á staðnum. Enda nautning ótrúleg og drykkurinn góður.

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Í dag

- á systir mín afmæli, hún er flottust og óska ég henni til hamingju.

- afi minn átti líka afmæli í dag, en hann fór í langa ferðalagið fyrir all löngu, veit samt að öllum þótti vænt um hann.

- sá ég líka þetta þetta myndskeið á netinu af miss S-Carolina og er alveg sjúklega fyndið. Fegurðadrotningar eru ekki bara sætar, þetta er svo miklu, miklu meira!

- og svo sá ég þetta myndskeið á mbl.is og það minnir mig ótrúlega á Litle Britan sem mér finnst líka sjúklega fyndið. "I'm not gay and I have never been gay". Akkúrat ég bara óvart slysaðist til að játa þetta á mig á sínum tíma og ... "dem"!

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

það er leikur að læra


Ég held að maður verði fyrst gamall/gömul þegar maður hættir að læra. Svo lengi sem maður er tilbúin að læra nýja hulti, lesa nýjar bækur og bara almennt fræðast þá er maður alltaf ung/ur.

Í ár langar mig mikið til að læra tvennt, þe sauma og sníða til að geta orðið framúrskarandi fatahönnuður í Skandínavíu sem er eitthvað svo svakalega íslenskt og flippað þessa dagana. Og svo langar mig til að læra aftur smá tónfræði, svo að ég geti allaveg spilað smá á svarta rörið mitt.

Þannig að ég fór að kíkja á Mimir.is og fann nokkur svolítið fyndin námskeið.

Til dæmis er hægt að læra að seta sér markmið, það er líka hægt að finna sinn stíl og þau sem skrá sig á námskeiðið fá einnig bókina Fatastíll en hún er innifalin í námskeiðsgjaldinu.

Þau sem eru ekki svona egósentrísk geta gerst bókmenntalega þenkjandi og fræðst um Manga bækurnar, en ég gæti trúa að það sé smá gaman. Svo er hægt að læra um Feng Shui, en ég verð að viðurkenna að mér hefur dottið það námskeið í hug fyrir suma kunninga mína sem eiga það til að raða aldrei húsgögnunum sínum í hornin heldur þvert á þau (fer óstjórnlega í taugarnar á mér og það sem fer meira í taugarnar á mér er að ég skuli láta það fara í taugarnar á mér).

Flottasta námskeiðið er aftur á móti tveggja daga námskeið í að læra á GSM-inn sinn. Farið er yfir hvernig senda á sms og finna missed calls :) SNILD!

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Leitin af Sólberjablöðum

Já nú hefst hin árlega leit af Sólberjablöðum, en síðan mamma og pabbi fluttu af ættaróðalinu þá hefur verið erfitt að finna þessi blessuðu blöð. Úr blöðunum er hægt að safta og úr honum kemur dýrindis, súr og góður safi sem ég er handviss um að verði hið besta vín ef það er gerjað. Það var farið í að suða og suða í sambýlingnum og hann svona hálf lofaði að hjálpa til við bruggið.
Þannig að nú er bara að finn Sólberjatré og leyfi til að tína 2 lítra af blöðum.

Anyone?

mánudagur, ágúst 13, 2007

Merkilegt!

Þá hef ég fengið staðfestingu á því að þær Kerla og Fjóla Dögg eru miklar rauðvínskonur og vita fátt betra en gott rauðvínsglas, nema þá kannski líka opin rauðvínsflaska.

Hitti svo mömmu í gær og var að spjalla við hana um daginn og vegin og hvernig helgin hafði verið. Ég að sjálfsögðu sagði henni frá matargestunum mínum

Samræður:

Mamma: Já og hverjar komu?
Z-an: Kerla og Fjóla
M. Hvaða Fjóla
Z. Fjóla Dögg
M. Nei í alvöru spilar hún ekki á fiðlu
Z. Nei flautu
M. Já mamma hennar og ég erum góðar vinkonur
Z. Nú?
M. Já hún Ásta, við vorum saman í kennó og svo í Fellaskóla. Mamma kallar á Pabba. Veistu hver var í mat á N35?
P. Nei hver?
M. Dóttir hennar Ástu!
P. Nú í alvöru!

Merkilegt finnst ykkur ekki?

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Klúður

Klúður is my middle name! ...eða kannski fyrstanafn.

Fyrst er það rauðvínskvelds klúðrið með Kerlu og Fjólu, var búin að bjóða þeim stöllum í partý og var svo boðið í afmælispartý á landsbyggðinni og ég afbókaði þær. En nú virðist sem það klúður hafi af-klúðrast (eða klúðrast meira, eftir því hvernig litið er á það) og ég mun ekki leggja land undir fót um helgina þar sem ákveðið var að fara bara strákar og allt í einu var nærveru minni ekki óskað. Því ætla ég að bera allt sem til baka og vona að Kerla og Fjóla fyrigefi klúðrið

Næsta klúður var afmælið hans Ísaks sem var víst í gær, en ég var tilbúin að mæta hress og kát í dag með fínan pakka. Ég var eiginlega búin að ákveða kaupa einhvern stráka pakka en svo hef ég verið í listaverka hugleiðingum síðustu daga og heillaðist aðeins um of og var alveg viss að 10 ára strákur kynni vel að meta grafík eftir Línu Rut.

Well Ísak er vel upp alinn, brosti breytt og þakkaði mér tvisvar ef ekki þrisvar fyrir myndina og sig. Hefði verið mjög sætt, ef ég bara hefði ekki séð vonbrigðin í fallegu bláu augunum hans. En krúttið sem hann þakkaði mér svo aftur fyrir þegar ég fór heim, ... fyrir gjöfina!

Næst verður það bara fótbolta dót og stráka stöff, Hvað var ég að hugsa!

mánudagur, ágúst 06, 2007

óútreiknanlekt

sumt getur verið óútreiknanlegt, sumrin eru það og þá sérstaklega helgarnar. Líkurnar á að ég fari út úr bænum næstu helgi eru afar miklar. Best að senda Kerla rauðvínsflösku og bjalla í hana eftir kl. 22:00 í kvöld og vona að hún hafi dregið tappann úr hálsinum. Getur verið að rauðvínskvöldið frestist um smá tíma :S ... sjæss

mánudagur, júlí 30, 2007

...þegar þetta klárast

ég held að það sé fátt sem fer meira í taugarnar á henni Kerlu minni, en orðin ,,þegar þetta klárast". En þessi orð hafa einkennt líf mitt að undanförnu, samt ekki eins mikið og Kerla vill af láta.
Tja samt, fyrst var það L27, gera upp og gera klárt fyrir gestina,
Svo var það ma-inn, læra, læra og læra til að geta haldið útskriftarpartý (stundum held ég að það sé eina ástæðan fyrir því að ég kláraði þetta blessaða nám)
Svo var það N35, sami prósess og L27
Einhvertíman var það svo vinnan og verkefni tengd henni
og núna eldhúsið, en samt það er búið og ég er enn í fríi :)
Þannig að ekki örvænta kæra vinkona þetta er búið

...í bili!

föstudagur, júlí 27, 2007

Breytt útlit

Mig langar svo að hafa hipp og kúl lúkk á síðunni minni, stundum verð ég svaka bleik, en svo oft kann ég ekki við það lúkk. Held að ég haldi mig við mínimalismann og hafi síðuna hvíta. En svo virðist sem ekkert saveast inn á tölvuna... wtf!

Tarantino

Ég elska Tarantino, það er mjög einfallt. Mér finnst hann æði. Fyrirgef honum allt og finnst allt kúl sem hann gerir. Hef séð allar myndirnar hans, hef laumu metnað að eignast allar myndirnar hans og á marga geisladiska með músíkinni úr myndunum hans (marga miða við fjölda geisladiska sem ég á þá eru þessir tveir mjög hátt hlutfall). Fór á Grindhause í gær og varð hrifin, nett svon "chick-flick-bad-ass" mynd. Einhverstaðar las ég að þetta væri óður til B-mynda og getur vel staðist.

En Kerlan hefur ekki miklar mætur á bíómyndasmekk mínum, sagði einhvertíman eftir tvær svolítið svakalegar myndir Lilja 4 Ever og frönsku-nauðgunarmyndina (sem ég man ekki hvað heitir) að hún ætlaði aldrei með mér í bíó aftur, held að hún hafi staðið við það hingað til.
Kannski ég leigi eina með Bloom og lokki hana til mín með rauðvínsflösku og ostum? Það getur ekki verið erfitt!

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Fjallagrasabrauð og rauðvín ....góð blanda!

Jæja þá er það ákveðið, Kerlan ætlar að koma í nýbakað Fjallagrasabrauð og Fjóla sniðug eins og hún er veifaði rauðvínflösku framan í stöllur og fékk þar af leiðandi greiðan aðgang að nýbakaða brauðinu. Annars hefðir Fjóla ekki þurft rauðvínið til að fá aðgang, en það skemmir engan vegin fyrir.

Nú þarf bara að klára að ganga frá eldhúsinu svo hægt sé að bjóða fólki heim, tvær umferðir af málarahvítu og "whalla" N35 verður aftur gestum hæft.

En í bili, z-an er farin aftur í sumarfrí

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Nautið

Naut: Vindáttin er að breytast. Þú gætir gert félaga úr óvini, öðlast trú á sökkvandi skipi og auðveldlega blásið nýju lífi í eitthvað.

Svei mér þá, held að þetta geti átt við í dag. Ekki frá því að þær stöllur sem töldu mig þvera, óstýrláta og ósamstarfsfúsa tóku mig ögn í sátt í dag. Held að við eigum lángt í land með að verða félagar en jú er að öðlast trúa á sökkvandi skipi sem voru samskipti okkar áður fyrr.

Konfekt


Það er svolítið kjút allt hér í vinnunni. Vinnufélagarnir eru þeir bestu sem hægt er að hugsa sér og fólkið sem maður vinnur með er líka frábært og kemur sí á óvart.

Til dæmis í gær þegar ég skrapp í mat á kaffistofuna hérna við hliðina á skrifstofunni minni læddist einn sjálfboðaliðinn inn á skrifstofuna mína með konfekt kassa, sem beið síðan eftir mér þegar ég kom úr hádegismatnum. Hann lét sig hverfa áður en ég gat þakkað honum en þar sem mig grunaði hver var að verki þá bjallaði ég í hann og þakkaði fyrir mig og spurði eins og bjáni ,,en afhverju?". ,,Bara þú leyfir okkur alltaf að nota vinnu aðstöðuna þína".
-Pælið í kjútípæ!

sunnudagur, júlí 15, 2007

Sumarið

Sumarið er aldeilis gott í ár, þetta er eins og sumrin þegar maður var krakki, allavega eins og ég man þau. Alltaf gott veður, alltaf sól og alltaf gaman.


Sjálf fannst mér sumarið byrja heldur seint í ár, en þegar það byrjaði vá þvílíkur munur. Ég er búin að taka mér smá frí, fyrst viku í sólarlöndum og svo þrjá daga hérna heima, þvílíkur lúxus, sérstaklega vegna þess að síðstu tvö ár notaði ég sumarfrí og jólafrí til að lesa fyrir próf. Nema hvað í dag fórum við hjúin í smá veiðiferð sem er alveg frábært... þó að það veiðist ekkert.

Við förum gjarnan bara með eina stöng, annað okkar lemur ána og hitt situr á bakkanum, í klappliðinu. Ég á það til að vera síður með stöngina þar sem mér finnst alveg gaman að vera í klappliðinu eða tína ber, blóðberg eða fjallagrös.

Ég var að lesa mig til áðan á netinu og fjallagrös má nota í hvaða brauð uppskrift sem er, það vissi ég ekki þó að það sé mjög lógíst. Ég hef bakað sérstak "fallagrasa brauð" sem ég fann í eldgamalli uppskriftabók hjá mömmu á sínum tíma. Brauðið var ágætt en heilmikið vesen að baka það þannig að nú verður forvitnilegt að sjá hverning venjuleg brauðuppskrift smakkast. Hlakka eiginlega svolítið til að prófa það.


Svo er það blóðbergið, ylmandi góða og bleika blóðberg. Ohhh ég elska blóðberg það er eitthvað svo íslenskt. Ég ímynda mér oft að Birki og Blóðbergskrydd sé eins og Ísland mundi smakkast ef maður gæti borðað það og þá á lambakjöti að sjálfsögðu! En þar sem ég var að forvitnast á netinu þá las ég mér líka til að Blóðberg og Timian er í raun náskyldar jurtir. Þá er mjög gott að safna jurtinni, þurka hana og saxa og geyma allt árið og spara sér 236.- kr. sem krukkan af Timian kostar í Hagkaupum, plús að fá titilinn Grassa Gudda 2007.


Og svo að lokum, fyrir þá sem enn hafa áhuga á grasafræði 101 þá eru það margir sem rugla þessari hérna jurt sem myndin sýnir hér að neðan og er líka bleik við Blóðberg, en þetta er ekki blóðberg, man ómögulega hvað blessað grasið heitir en þetta er ekki Blóðberg (Lambagras... man það núna!). Lyktar ekki jafn vel og er erfiðara að týna, þannig að algjört bann að rugla þessu tveimur saman. Hef samt gert það sálf hérna á buffoló og tark árunum, en er nú eldri, vitrari og lægri í loftinu.


Og hér með líkur grasafræðslunni.

þriðjudagur, júní 05, 2007

Fyrir partý dýr síðasta laugadag

"Feminism has fought no wars. It has killed no opponents. It has set up no concentration camps, starved no enemies, practiced no cruelties. Its battles have been for education, for the vote, for better working conditions.. for safety on the streets... for child care, for social welfare...for rape crisis centers, women's refuges, reforms in the law."

(If someone says) 'Oh, I'm not a feminist,' (I ask) 'Why? What's your problem?'"
- Dale Spender, author of For the Record: The Making & Meaning of Feminist Knowledge, 1985

Því þú gleymir engu ;)
Luv ya!

föstudagur, janúar 19, 2007

Iceland express - hress?

...það er alltaf gaman að ferðast, en það fer að verða annsi erfitt ef maður vill yfirgefa litla skerið okkar. Flaugleiðir bjóða upp á uppáferðir á Íslandi og ekki getur maður samþykkt það og nú eru Express fólk farið að bjóða upp á uppáferðir erlendis. Allavega er hægt að fjárfesta í gleðikökum, sólblóum, vændiskonum og fl. í Holland.
Skoðið auglýsingu frá þeim sem var send vía tölvupósti.
Smeklegt?

Eindhoven

Ljósaperuparadís í hjarta Evrópu
Eindhoven í Suður-Hollandi hefur varpað birtu inn í líf margra íslendinga. Þar var nefnilega staðsett ljósaperuverksmiðja hins víðkunna stórfyrirtækis Philips, sem nú hefur reyndar verið breytt í safn. Aðdráttarafl borgarinnar felst þó ekki í ljósaperunum heldur kannski frekar í því hversu fljótt maður kemst í burtu frá henni! Eindhoven er enda vel í sveit sett, örskotsstund með lest eða bíl frá Brussel, Rotterdam og síðast en ekki síst, höfuðborginni Amsterdam. Þar halla húsin sér skökk og skæld hvert upp að öðru eins og ástríkir nágrannar á fimmtánda glasi, og á hverju horni er hægt að fjárfesta í gleðikökum, sólblómum, vændiskonum, furðugleraugum og töfrasveppum.

Amsterdam er þó fjarri því að vera nokkur Sódóma og Gómorra því andrúmsloftið er afslappað og eftir síkjunum dóla sér snoturlegir húsbátar. (Það fylgir sögunni að í hverri viku fær lögreglan nokkrar tilkynningar um fólk sem hefur gleymt að setja í bakkgír og keyrir út í næsta síki) Lista- og menningarlíf borgarinnar stendur í miklum blóma og þangað hafa Íslendingar löngum sótt í dans- og tónlistarnám. Í safnahverfinu er meðal annars Van Gogh safnið, sem hefur yfir að ráða stærsta safni í heimi af verkum þess mikla hollenska málara. – KST

Svo er vísað í heimasíðuna: www.icelandexpress.is/afangastadir