Pages

þriðjudagur, júlí 20, 2010

Fyrir stráka mömmur

Ég held að ég geti fullyrt að við "stelpu-stelpurnar" sem eigum stráka, eigum það til að öfundast örlítið stundum út í "stelpu-mömmurnar" þó ekki fyrir þær sakir að eiga stelpur en við hinar stráka, heldur vegna þess að það er hægt að dúllast svo miklu miklu meira með stelpur en stráka.

Það er endalaust hægt að bæta spennu hér, heklaðir dúllu þar, setja glimmer fiðrildi í buxnaskálmina, sætt hárband í hárið og ... möguleikarnir eru endalausir. Við stráka-mömmurnar aftur á móti höfum ekki úr miklu að moða. Ég prjónaði samt svona þverslauf á Högna um daginn og er nokkuð sátt með hana, enda fátt herralegra en þverslaufa.En svo verður maður hugmyndalaus og þá verður maður svo þakklátur síðum eins og þessari þar sem föndur er sérstaklega tileinkað strákum. Dana er frábær föndurlús sem saumar á krakkana sína og sjálfan sig og kennir öðrum í leiðinni. Algjör snild fyrir aðrar föndurlýs.


Hérna eru strákalegir bolir sem hún saumar upp úr fullorðinsbolum.Þau sem þekkja mig vita hvað mér finnst svona húfur strákalegar og sætar. Högni er ósjaldan með sýna.


...og hvernig hægt er að gera gauralegt vesti úr (ljótri)peysu.


og svo slaufurnar... ohhh elska þær hreint alveg!!!

Orange Crush:
Casual Hounds:
Plaid Wedding:

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er einmitt búin að taka frá eina gamla gráa peysu sem átti að fara á haugana í "make-something-out-of" bunkann minn.
Einn daginn verður vonandi til svona vesti úr henni!

Anna

Nafnlaus sagði...

já akkúrat nú horfi ég girndaraugum á peysurnar hans Halldórs, einhver af þeim fer í svona vesti!
...og svo er ég sjúk í þessar slaufur
...og húfuna
og og og...
-marín

Nafnlaus sagði...

já akkúrat nú horfi ég girndaraugum á peysurnar hans Halldórs, einhver af þeim fer í svona vesti!
...og svo er ég sjúk í þessar slaufur
...og húfuna
og og og...
-marín