Pages

þriðjudagur, júlí 27, 2010

Skortur á hugmyndum?

Það er ótrúlegt hvað netið getur verið frábært þegar maður þarf að fá góða hugmynd að föndri. Jú það er svo sem líka ágæt þó að maður þurfi ekki að fá hugmyndir.

Það er svo margt sem hægt er að gera! Threadbanger er síða sem nokkrar skvísur í vinnunni sýndu mér í vetur og ég hef algjörlega verið húkkt á síðan.















Þarna má finna kennslumyndbönd um hvernig auðvelt er að breyta ljótum boli í sæt pils. Hvernig hægt er að gera stuttermaboli að kjólum (að vísu svolítið amerískt en samt sniðugt).

Það er nefninlega auðveldlega hægt að breyta einföldum bol í sætan bol með nokkrum blómum.

Hérna er til dæmis myndband hvernig hægt er að gera yo yo blóm sem eru svo sæt, Eyrún hefur til dæmis notað það blóm töluvert í sínu föndri.

Nema hvað, það tekur smá tíma að þræða í gegnum Threadbanger, en þeim tíma er vel varið því hugmyndirnar eftir slíkt sörf eru óendanlegar.

njótið!

Engin ummæli: