Það er svo margt sem hægt er að gera! Threadbanger er síða sem nokkrar skvísur í vinnunni sýndu mér í vetur og ég hef algjörlega verið húkkt á síðan.

Þarna má finna kennslumyndbönd um hvernig auðvelt er að breyta ljótum boli í sæt pils. Hvernig hægt er að gera stuttermaboli að kjólum (að vísu svolítið amerískt en samt sniðugt).
Það er nefninlega auðveldlega hægt að breyta einföldum bol í sætan bol með nokkrum blómum.
Hérna er til dæmis myndband hvernig hægt er að gera yo yo blóm sem eru svo sæt, Eyrún hefur til dæmis notað það blóm töluvert í sínu föndri.
Nema hvað, það tekur smá tíma að þræða í gegnum Threadbanger, en þeim tíma er vel varið því hugmyndirnar eftir slíkt sörf eru óendanlegar.
njótið!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli