Pages

mánudagur, ágúst 02, 2010

Færeyjar

Var að koma úr frábærri ferð þar sem fjölskyldan eyddi Verslunarmannahelginni í Færeyjum, en þar býr lopinn. Þóra mágkona mín ættleiddi fullt fullt af girnilegum lopa og ég er svo sem ekkert alveg saklaus heldur.

Ferðin var endalaus uppspretta af girnilegum prjónahugmyndum hugmyndum. En mekka færeyskrar hönnunar að okkar mati var Guðrún og Guðrún.

Svo var færeyskt frændfólk heimsótt, góður matur snæddur og mjög vondur líka. Skerpukjötið kom skemmtilega á óvart og lendir í flokk með góðum mat. Sniglarnir lenda aftur á móti með barbí-löppum.

Svo var líka gaman að upplifa það að vera í útlöndum og skilja tungumálið.

Já sem sagt ekki beint föndur blogg að sinni, en nóg er að taka.

Þarf að koma smá skipulagi á þetta hjá mér, kannski að hafa föndurblogg einu sinni í viku eða svo... gæti verið sniðugt? Veit samt ekki hversu hörð ég á að vera við sjálfan mig.

kemur í ljós!
þetta blogg jafnast á við "hvað var í matinn blogg"

-respect
M

-----
Just arrived from the Faroe Islands, where "lopi" lives. Thora my sister-in-law adopted full bag of delicious lopi and I'm not so innocent either. The journey was endless source of jummy ideas, knitting ideas. But the mecca of Faroese design in our opinion was Guðrún and Guðrún.

We visited our Faroese relatives and we had good food and very evil as well. Skerpukjöt was a pleasant surprise but the snails on the other hand tasted like Barby-feet. It was also fun to experience being abroad and understand the language.

Yes it isn't a crafting blog this time. I need to put some structure on this for myself, maybe to post a crafting blog once a week or so ... may be a good idea? But I´m not sure how hard I should be on myself. I do have endless ideas, and few allredy done.

..But this blog can match the "what was for dinner blog"
-Respect M

2 ummæli:

Karen sagði...

Velkomin heim!

Nafnlaus sagði...

takk takk sæta!
Nú eru það prjónarnir sem bíða...