Pages

sunnudagur, janúar 15, 2012

Frk Vélmenni

Þá er ég byrjuð aftur, allavega eitthvað smávegis. Fann dokku á útsölu í Storkinum um daginn og mátti til með að fjárfesta. Til varð eitt tuskudýrið enn. Mjúkt vélmenni, sem er bæði voða sæt og fín og svolítið eins og Móna Lísa, er hún glöð? sorgmædd? hissa? feimin? Svipurinn segir margar sögur... eða þannig!

Heklið mitt er eins og texti úr lagi Ný danskrar, "Allt sem að er, hefur verið hér áður" sá svipað vélmenni á pinterest um daginn og mátti til með að "put my spin on it"...og ég er bara nokkuð sátt með útkomuna :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh Mæ hvað þetta er sætt!!
Annalú

Nafnlaus sagði...

Ótrúlega sætt skrímsli. mamma

Nafnlaus sagði...

Þvílík krúttbína!
kv. Sigurlaug

Karen sagði...

Dásamleg!

Kristín Hrund sagði...

sæta dúllan!