Pages

miðvikudagur, janúar 11, 2012

Alpaka Drops, I just love it!

Drops design er frábær vefsíða fyrir prjónara (og heklara) þar er urmull af uppskriftum af fallegum verkefnum og kostar ekki neitt. Ekki skemmir fyrir að Drops garnið er æðislegt, svolítið dýrt en ég bara elska það!

Þegar Högni var lítið spons prjónaði ég á hann og Helgu Maríu frænku hans rosalega kjút peysu af síðunni. Þau voru algjört krútt í peysunum saman.


Svo þegar Helga var 4 ára nú í sumar þá fékk ég pöntun um nýja peysu. Og það var skverað í peysuna en ekki tekin mynd fyrr en núna í nóvember í skírninni hans Heimis.


spurning um að skella í nýja peysu handa Heimi? Eða peysur í stíl á þá bræður. Það er allavega kominn tími að dusta rykið af prjónunum.

Engin ummæli: