Þegar Högni var lítið spons prjónaði ég á hann og Helgu Maríu frænku hans rosalega kjút peysu af síðunni. Þau voru algjört krútt í peysunum saman.
Svo þegar Helga var 4 ára nú í sumar þá fékk ég pöntun um nýja peysu. Og það var skverað í peysuna en ekki tekin mynd fyrr en núna í nóvember í skírninni hans Heimis.
spurning um að skella í nýja peysu handa Heimi? Eða peysur í stíl á þá bræður. Það er allavega kominn tími að dusta rykið af prjónunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli