Pages

miðvikudagur, janúar 25, 2012

Í grænum s(n)jó

það snjóar og snjóar, mér finnst þetta meira en nóg. Byrjaði í gær að hekla enn eitt tuskudýrið, það átti að vera kind en varð marglitta. Marglitta með bláa slaufu.
Er einhver með nafn á dúlluna, annað en Malla marglitta?


Annars hef ég verið að dunda mér við að skrifa uppskriftirnar að tuskudýrum, ef einhver áhugasamur vill fá þær og lesa yfir og benda mér á villur, yrði ég meira en lítið glöð, það væri gaman að geta deilt þessu.

Á núna uppskirftir að:
Frk Vélmenni
Nærsýnu kisunni
og svo Marglittunni sem átti að vera strákur.

...svo eru uppskriftir að flugu, fisk, kolkrabba og fíl væntalegar!

4 ummæli:

Karen sagði...

Ég ég óskaplega veik fyrir marglyttum, og þessi finnst mér mjög sæt ;-)

Kristín Hrund sagði...

krúttið - ég legg til Medúsa - sbr: http://en.wikipedia.org/wiki/Jellyfish

Marín sagði...

Medúsa hljómar mjög vel :)
Karen vissi ekki að marglyttur væru í uppáhaldi! alltaf að læra eitthvað á hverjum degi :)

Elín sagði...

Vantar þig enn feedback á Kolkrabbann? Ég þrái að byrja á honum...en er að klára þetta ferninga verkefni mitt.