Pages

fimmtudagur, júní 28, 2012

Vinkonu lykklakippurÉg fékk um daginn spennandi verkefni upp á borð til mín. Hér í borg eru nefninlega lykklakippu vinkonur sem gefa hvor annarri lykklakippur á góðum dögum. Mér var því falið það verkefni að hekla þær stöllur.


  
Ég fékk teikningu sem ég átti að fara eftir. Lita palletta fylgdi líka gult, túrkís og brúnt fyrir þá rauðhærðu og bleikt, brúnt og túrkís fyrir þá ljósbrúnærðu. Um er að ræða stórbrjósta pæjur og þetta átti að vera til innan 10 daga. Það var því lítið annað að gera en að hefjast handa. 


Útkoman var þessi. Tvær skvísur, í túrkísbláum hælaskóm, stórbrjósta og með sítt hár. Tilbúnar að gæta lyklanna þeirra. Hlakka til að heyra hvernig afmælisbarninu líkar þær. 

4 ummæli:

Andrea Runa Thorlaksdottir sagði...

Flottar!

Nafnlaus sagði...

Þú ert listakona!
AnnaLú

Nafnlaus sagði...

Töff!

Nafnlaus sagði...

Frábært Marín. Þú ert ótrúlega flink að hekla. Sniðugt hjá ykkru Sössu. Mamma sagði mér frá þessu á síðunni þinni!
Luv
Ína.