Pages

miðvikudagur, júní 06, 2012

Sokka skór

Mér finnst eitthvað svo napurt að sjá ungabörn úti á sokkunum. Þó svo að þau stígi aldrei fæti niður í raun, en þá er eitthvað við sokka svo kuldarlegt úti. Þó vil ég heldur ekki klæða strákana mína í stífa skó. Úr varð að ég heklaði þessa sokkaskó á Heimi um daginn (lesist í mars). Loksins varð ég af því að pósta því hingað inn. 



Eins og annað sem ég geri þá eru hugmyndirnar mínar aldrei 100% mínar (eins og ég held að allar hugmyndir séu, ekki alveg 100% hreinar). En ég sá svipaða skó að vísu saumaða á Etsy, sjá hér

 Tölurnar gaf mamma mér þegar ég var ólétta af Heimi, þær eru ótrúlega fallegar en kostuðu víst hönd og fót. Mér finnst ekkert smá leiðinlegt hvað tölur eru dýrar.


Svona lítur þetta út á fæti.
og hérna eru skósokkarnir í tveimur litum og svolítið "girly".

Ég hef enn ekki skrifað upp uppskriftina, en ætti að drífa í því áður en hún tapast alveg :)

Engin ummæli: