Pages

mánudagur, október 22, 2012

sá eineygðiHvernig get ég skrifað um eineygða skrímslið án þess að roðna smá. En hann var til því það vantaði vin á heimilið sem hægt væri að halda auðveldlega á og tuskast með. Svo er hægt að flækja puttunum um augnhárin og tunguna. Hann er svolítið sætur á sinn sérkennilega hátt. En þar sem ég stefni á að láta taka myndir af tuskudýrunum mínum um jólin þá má ekki leika sér með hann... ...þvílíkt frat! Það er svolítið erfitt fyrir guttana mína að skilja það, skiljanlega. En þangað til er hann falinn, þrátt fyrir það hef ég fundið hann í faðmlögum við þann elsta þegar allar mýs eru komnar í háttinn.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fílaða! Og roðna smá :=)

E.

valur_fannar sagði...

mega sætur... flott tunga !

Nafnlaus sagði...

Þessi er flottur, kv. Erla

Marín sagði...

Takk já hann varð loks sætur eftir smá yfirlegu ;)