Þar sem ég er strákamamma... eins og fram hefur komið oftar en einu sinni þá fæ ég ekki oft tækifæri á að hekla eða búa til eitthvað lítið og sætt skraut. Mínir piltar (eða allavega þessi sem hefur einhverja skoðun) vill helst, dreka, skrímsli, risaeðlur og þess háttar óhuggulegar kynjaverur.
Nema hvað. Lítill fífill varð til um daginn. Fallegt hárband á litla skvísu, nú vantar mig bara skvísuna (hún þarf sko ekki að vera mín).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli