Pages

sunnudagur, júní 26, 2011

Saumað á sprettinum með saumsprettum

Eitt af mínum uppáhalds bloggum er bloggið hennar Dana, Dana Made It. Hún er ótrúlega frjó og mjög töff og ótrúlega iðin við saumavélina. Mig langar að gera margt af því sem hún gerir, sem er ekki algengt, oftast er það bara svona eitt og eitt sem ég mundi nenna að gera, en hún er ótrúlega flott. Á hverju ári heldur hún úti mánuði sem hún tileinkar strákum og vá, hvað ég kann vel að meta það. Urmull af sniðugum hugmyndum og bara fyrir stráka (auðvita er hægt að nýta margt fyrir stelpur, en strákarni ganga fyrir).



Ég hef verið hálf feimin við saumavélina mína. Ef ég ætti að lýsa sambandinu mínu við saumavélina þá væri það helst svona örlítið framhjáhald við prjónana. Ég tek svona "spretti" með vélinni (he he he þetta hljómar hræðilega). Ég hef alltaf saumað smá, en þau saumablöð sem ég þekki eins og Burda til dæmis eru ekki skemmtileg, oftast finnst mér þau alveg hræðilega hallærisleg. Þegar ég hef saumað hef ég notað föt sem ég á til viðmiðunar og alltaf fundist ég vera að svindla, en núna þegar ég les handvinnubloggin þá er eins og þetta sé bara viðurkend aðferð og guð hvað það er gaman og fljótlegt.



Ég fór um daginn í Handalínu og fann ótrúlega krúttaralegt efni. Ég notaðist svo við þessar leiðbeiningar og útkoman var þessi,


ég var bara nokkuð sátt. Og það skemmdi ekki fyrir að Högni var ótrúlega sáttur við útkomuna. "Mamma mín saumaði þetta fyrir mig!" sagði hann öllum sem heyra vildu. Hann fór voða montinn í henni í leikskólann ég var sátt við að hann væri sáttur.

...svo sótti hann. Hálf vandræðilega sagði leikskólakennarinn mér frá því að "peysuna sem ég hefði saumað" (hennar orð) væri öll að rakna upp. Hann var vel girtur og með "góðar" saumsprettur á sitt hvorri hliðinni.

Held að ég noti fötin sem sauma á hann fyrst hérna heima áður en ég sendi hann frá mér yfir heilan dag. Vil helst að fötin haldist saman svona yfir daginn.

föstudagur, júní 24, 2011

Prjónasamvera - Social knitting

- English below -




Það er alltaf gaman að prjóna með öðrum.


Fékk þennan póst í gær




Prjónadagur:


Laugardaginn 25. júní kl. 13—18 ætlar Ása Hildur að endurtaka leikinn frá fyrra og hafa prjónadag í Krika við Elliðavatn. Þá eru allir hvattir til að koma með prjóna eða annað handverk. Hægt verður að prjóna bæði úti á palli, úti í náttúrinni, við vatnið eða bara inni allt eftir veðri.



Ása Hildur ætlar að koma með garn og prjóna ef einhver vill kennslu eða hjálp við prjónaverkefni er það velkomið. Einnig kemur hún með eitthvað af prjónablöðum og bókum. Þá verður hún með prjónamerki til sölu. Við ætlum að hafa þetta allt mjög óformlegt og umfram allt skemmtilegt




Kriki er útivistarsvæði Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu við Elliðavatn, þar er sumarhús og göngustígar niður að tveim bryggjum sem eru aðgengilegar fyrir hjólastóla. Nánar um Krika og leiðarlýsingu má finna á www.kriki.bloggar.is



Allir velkomnir og endilega takið með ykkur gesti. Hægt verður að kaupa drykki og íspinna á staðnum. Ath. tökum ekki kort.




-----



It is always fun to knitt with others.


I got this email yesterday!




Knitt day:


Saturday 25th of June at 13:00-18:00 Asa Hildur will be repeating the previous knitting day at Kriki, Elliðarvatn. Everybody is encouraged to bring knitting ot other craftts. You can knit both outside on a platofrm, in nature, at the lake or just inside depening on the weather.



Ása Hildur will bring yarn and knitting material if anyone wants to get some help with lerning or other knitting projects. Also Asa will bring some knitting magazines and books. She will also sell some knitt markers. It will be relaxed and fun.




Kriki is a outdoor arie owned by Sjálfsbjörg at Elliðavatn, there is a cottage and walking paths down to the two piers that are accessible for wheelchairs. More infromation (in icelandic) can be found at www.kriki.bloggar.is




All are welcome and please take with you guests. You can buy drinks and lollypopps there. Note we do not take credid cards.

fimmtudagur, júní 23, 2011

...næsta mál á dagskrá

Það var prjónakvöld hjá mér á þriðjudaginn og í tilefni af Jónsmessunni sat ein prjónaskvísan hjá mér þar til klukkan var farin að ganga í tvö. Mjög töff fannst mér!

Prjóna hópurinn sem hittist er mjög skemmtilegur, afar fjölbreyttur og eiginlega aldrei eins. Þetta eru flest allt konur sem búa hér á Íslandi, sumar í stuttan tíma, aðrar lengur og svo slæðist einn og einn Íslendingur með. Sumar eru prjónafíklar (nefni engin nöfn), aðrar kunna lítið sem ekkert, en prjónagleðin í hópnum er gífurleg. Hópurinn kallar sig Knit Wits Iceland og ég fíla'ann!


Í gær mættu 8 kvinnur, mikið skrafað, en meira prjónað. Þetta er svona alvöru saumaklúbbur, nema við vorum ekki saman í skóla og oft er einhver í hópnum sem þekkir ekki næstum allar, stundum næstum enga.


Í gær náði ég að klára eina peysu, lykkja aðra saman undir höndunum og svo áttaði ég mig á því að ég er næstum búin með þá þriðju. Einnig er ég búin að ljúka einni ungbarnapeysu og tveim húfum (með uppskrift sem ég er búin að skrifa niður) sem ég á eftir að pósta hér. En af hverju er þetta ekki komið inn? Tja svarið er einfalt. Það er bara hrein og tær leti! *Geisp*





En nú er komið að þeim tímapunkti sem mér leiðist, hvaða verkefni á ég að taka að mér næst? Ætli næstu dagar fara ekki í það að browsa Ravelry? Það er síða sem ég mæli með að allt áhugafólk um prjón og hekl skrái sig inn. Þarna er urmull af uppskriftum, myndum, hugmyndum og svo líka verkefnum sem vert er að forðast (þú veist þessi verkefni sem virðast vera góð hugmynd en er svo síðan skelfileg þegar á reynir). Eitt af því sem ég kann best að meta er að þarna er hægt að sjá myndir af sömu uppskriftinni í mörgum litum og mörgum útfærslum. Getur komið í veg fyrir að maður reki upp.

föstudagur, júní 17, 2011

...sú færeyska aftur

Við vinkonurnar gefum hvor annari alltaf litlar jólagjafir. Ég er alltaf mjög spennt að opna gjafirnar sem ég fæ frá þeim, verð alveg eins og lítil stelpa.

En af hverju í ósköpunum er ég að tala um það núna í júní? Jú vegna þess að um jólin þegar ég prjónaði peysurnar gat ég ekki sett myndir af þeim hingað inn og svo gleymdi ég að taka myndir af þeim og að lokum hef ég aldrei náð okkur þremur saman til að taka myndir af peysunum þremur.

Ég hef sagt frá þessari peysu áður, svolítið stolið frá Guðrúnu og Guðrúnu.... en mér finnst hún bara svo falleg (og of dýr að kaupa). Peysurnar voru allar prjónaðar í sitt hvorum litnum. Ein svargrá, ein brún og sú þriðja ljósbrúngrá. Það sem hefur bæst í sarpinn er að nú get ég prjónað hana í stærri stærðum. Algjör óþarfi að svelta sig eins og Bíafra barn.

Það var svo í dag að ég náði mynd af fallegu Önnu í peysunni. Eins og svo áður á 17. júní var karnival stemning á Haðarstígnum og ég mátti til með að smella mynd af peysunni. Einhverntímann næ ég svo mynd af okkur öllum þremur í peysunum.

---
My friends and I give each other small gifts for Christmas. I´m always so excited to open them, just like a litle girl.

But way on earth am I talking about it now, in June? Well, because at Christmas time when I was knitting them I could not put pictures of them in here and I also forgot to take pictures of them a the time. And finally I have never had all three of us together to take pictures so... that is why.

I've talked about this sweater before, a bit stolen from Gudrun and Gudrun design ...but I think it is just so beautiful (and too expensive). The Christmas sweaters were all knitted in different color. On black/gray one dark brown and the third light/brown/gray-ish. I have also found out how to make it a bit bigger, so now it is no need to starve like a Biafra child.

Today, I finaly got a photo of Anna my beautiful friend. Like before the 17th of June was celebrated on Haðarstíg with a Carnival atmosphere. I had to take a picture of the sweater and the festival feeling. Some day I will get a pic of us all three wearing the sweaters.

miðvikudagur, júní 15, 2011

Tölur


Það er ótrúlegt hvað tölur kosta mikið. Stundum finnst mér eins og ég sé að borga jafn mikið fyrir tölur og garnið í peysuna. Og svo eru þær ekki alltaf mjög fallegar.


Ég prjónaði eina ungabarnspeysu um Hvítasunnuna og það eru 8 tölur sem fara á hana en ég hef bara ekki fundið neitt nógu fallegt. Skvísurnar í vinnunni mæla með því að maður leiri sér bara tölur, æi mér finnst það eitthvða óspennandi, en samt er ég alvarlega að gæla við það. Tölurnar verða þá allavega alveg eins og ég vil hafa þær.







En hvar kaupi þið ykkar tölur? Pantið þið þær af netinu og þá hvar?

mánudagur, júní 13, 2011

Lindarborg

Fánaborgir eru eitthvað sem ég hef alveg fallið fyrir á árinu.

Það byrjaði allt með afmælis-fánunum hans Högna. Í netheimum er til fullt af fallegum fánaborgum; sjá systraseid og Disney hjá Ruffles and stuff og hér er fánaborg búin til úr pappírsmótum fyrir cup-cakes.

Um daginn var vorhátíð í leikskólanum hans Högna og mig langaði að búa til fánaborg. Ég hélt ég gæti gert fánaborgina úr stöfum með svipuðum hætti og afmælisfánana hans Högna þe faldaða og fallega en vó, það reyndist ekki rétt.

Fyrst þurfti ég jú að finna letur sem hentaði. Þar sem ég á ekki prentara, dróg ég upp stafina bara af tölvuskjánum. Mjög pró!


Í stað þess að falda stafina var betra bara að klippa þá með sikk-sakk skærum, það kom alveg ágætlega út og fánarnir voru fínir til síns brúks og allir sáttir.

Svo var bara sungið og skemmt sér eins og á alvöru vorhátíðum!

laugardagur, júní 11, 2011

Hafi þið séð...

nýjasta Hús og híbýli?
svolítið töff!
Verð að viðurkenna það.

föstudagur, júní 10, 2011

Ljósmyndir og hugmyndir

Ég er voðalega ánægð með mig þessa dagana, þar sem ég hendi inn færslu eftir færslu. Fyrst ætlaði ég mér að hafa allar færslurnar "mínar" en ég held að það séu óraunhæfar væntingar. Á meðan er hægt að ylja sér við það sem aðrir gera. Og af netinu er nóg að taka. Einn virkasti bloggari sem ég veit um er Grosgrain. Hún bloggar nokkrum sinnum á dag og hún segir að best sé að vera áskrifandi af blogginu hennar því að margir póstarnir hennar fara ekki á forsíðuna (mjög tæknileg sem sagt). Hér er hún með flokk sem er tileinkaður ljósmyndun og vá hugmyndirnar eru æði!




Þessi mynd hér er ótrúlega krúttaraleg. Ég var eitthvað að reyna þessa hugmynd hérna en hugmyndin er stolin af sætu síðunni Color Me Kate.



Ótrúlega einföld hugmynd en samt svo Mary Poppins-leg og öðruvísi.



ahhhh.... væmið og sætt!





Á Facebook hef ég séð ótal myndir af árshátíðum og brúðkaupum þar sem vinahópurinn heldur á ramma saman. Þessi útfærsla er miklu sætari finnst mér, fólk í ramma að gera það sem því dettur í hug, jafnvel kyssast :) got to love it!

miðvikudagur, júní 08, 2011

þriðjudagur, júní 07, 2011

sokkar og vetttlingar

Hvenær á maður nóg af sokkum og vettlingum? Sennilega aldrei og sérstaklega ekki þegar maður er að nálgast þriggja ára aldurinn.

Ég er enn í átakinu að prjóna úr því sem ég á og um daginn urðu þessi pör til. Garnið, norsk barna ull, fékk ég frá fallegu Ömmu minni þegar hún féll frá, en hún var ótrúleg handavinnukona og prjónaði ófá barnateppin. Uppskriftirnar eru að finna í bókinni Fleiri prjónaperlur og ég mæli auðvita með að allir prjónarar eignist eitt eintak af þeirri góðu bók.

Næsta par sem ég prjóna verður fyrir fyrir Högna, jafnvel þó að ég þurfi að kaupa garn í það fyrir hann.

sunnudagur, júní 05, 2011

strákar og meiri strákar

Við strákamömmur eigum það til að kvarta smá yfir því hvað það er miklu meira fallegt til fyrir stelpur en stráka. Við förum í barnafataverlsun og þar er búðin troðfull af bleiku, blúndum, tjulli og öðru krúsidúllu-dóti, innst í einu horninu er svo "stráka úrvalið", svart, ljótu karla, bíla og íþróttaföt. En það er ekki alveg rétt, jú auðvita er miklu, miklu, miklu, meira dúllerí til fyrir stelpur en það er ótrúlega mikið til líka fyrir stráka.

Á I'm Am Momma Hear Me Roar eru oft frábærar hugmyndir fyrir stráka mömmur. Þá er bara málið að taka upp box-hanskana og fá þá til að nota allt þetta fallega sem hægt er að gera. Alveg skelfilegt þegar krakkar hafa sjálfstæðar hugmyndir um hvað þau vilja vera í... hvað er það?


Þetta er auðvita alveg skvalega nördalegt og sætt. Ég hlakka ekkert smá til að gera þetta handa Högna


Svo eru það strákar með slaufur og bindi og köku yfirvaraskegg. Hvað er sætara?
Ekki skemma glösin þeirra fyrir. Talandi um krúttsprengju!

Kallalegir strákar eru svo miklu flottari en kellingalegar stelpur.

Hver vill ekki svona samloku?

miðvikudagur, júní 01, 2011

Stelpu húfa

Þessa húfu er ég búin að geyma lengi. Er alltaf á leiðinni að setja hana hingað inn en aldrei verður neitt af því.

Svo að ég vitni í sætan strák...
Þá er það vegna þess að "í fyrsta lagi A" hef ég ekki fengið nægilega gott módel til að sitja fyrir með húfuna og eins á þetta að vera gjöf. Það eru ófáir pakkarnir sem þessi húfa hefur átt að fara í en einhverra hlutavegna er hún enn hérna heima í "gott að grípa í gjafir-kassanum" og ég hef ekki viljað setja hana hingað inn fyrr en hún hefur farið að heiman, ef svo má segja.

En nú í kvöld gafst ég upp. Fékk ábendingu um að ég væri allt of löt við að uppfæra síðuna svo að ég lét slag standa. Húfan er prjónuð úr fallegu gráu Navia garni og blómið er úr endur unnum silkiþráðum það garn keypti ég dýrum dómi í Hveragerði fyrir ekki svo löngu. Uppskriftina fann ég hér en þegar prjónað er úr Navia Passion varð húfan passleg á ca einsárs.