Það byrjaði allt með afmælis-fánunum hans Högna. Í netheimum er til fullt af fallegum fánaborgum; sjá systraseid og Disney hjá Ruffles and stuff og hér er fánaborg búin til úr pappírsmótum fyrir cup-cakes.
Fyrst þurfti ég jú að finna letur sem hentaði. Þar sem ég á ekki prentara, dróg ég upp stafina bara af tölvuskjánum. Mjög pró!
Í stað þess að falda stafina var betra bara að klippa þá með sikk-sakk skærum, það kom alveg ágætlega út og fánarnir voru fínir til síns brúks og allir sáttir.
1 ummæli:
Dásamlegt! Dreymir um þann dag sem ég geri eitthvað svona.
Skrifa ummæli