Pages

mánudagur, júní 13, 2011

Lindarborg

Fánaborgir eru eitthvað sem ég hef alveg fallið fyrir á árinu.

Það byrjaði allt með afmælis-fánunum hans Högna. Í netheimum er til fullt af fallegum fánaborgum; sjá systraseid og Disney hjá Ruffles and stuff og hér er fánaborg búin til úr pappírsmótum fyrir cup-cakes.

Um daginn var vorhátíð í leikskólanum hans Högna og mig langaði að búa til fánaborg. Ég hélt ég gæti gert fánaborgina úr stöfum með svipuðum hætti og afmælisfánana hans Högna þe faldaða og fallega en vó, það reyndist ekki rétt.

Fyrst þurfti ég jú að finna letur sem hentaði. Þar sem ég á ekki prentara, dróg ég upp stafina bara af tölvuskjánum. Mjög pró!


Í stað þess að falda stafina var betra bara að klippa þá með sikk-sakk skærum, það kom alveg ágætlega út og fánarnir voru fínir til síns brúks og allir sáttir.

Svo var bara sungið og skemmt sér eins og á alvöru vorhátíðum!

1 ummæli:

Annalú sagði...

Dásamlegt! Dreymir um þann dag sem ég geri eitthvað svona.