Pages

fimmtudagur, júní 23, 2011

...næsta mál á dagskrá

Það var prjónakvöld hjá mér á þriðjudaginn og í tilefni af Jónsmessunni sat ein prjónaskvísan hjá mér þar til klukkan var farin að ganga í tvö. Mjög töff fannst mér!

Prjóna hópurinn sem hittist er mjög skemmtilegur, afar fjölbreyttur og eiginlega aldrei eins. Þetta eru flest allt konur sem búa hér á Íslandi, sumar í stuttan tíma, aðrar lengur og svo slæðist einn og einn Íslendingur með. Sumar eru prjónafíklar (nefni engin nöfn), aðrar kunna lítið sem ekkert, en prjónagleðin í hópnum er gífurleg. Hópurinn kallar sig Knit Wits Iceland og ég fíla'ann!


Í gær mættu 8 kvinnur, mikið skrafað, en meira prjónað. Þetta er svona alvöru saumaklúbbur, nema við vorum ekki saman í skóla og oft er einhver í hópnum sem þekkir ekki næstum allar, stundum næstum enga.


Í gær náði ég að klára eina peysu, lykkja aðra saman undir höndunum og svo áttaði ég mig á því að ég er næstum búin með þá þriðju. Einnig er ég búin að ljúka einni ungbarnapeysu og tveim húfum (með uppskrift sem ég er búin að skrifa niður) sem ég á eftir að pósta hér. En af hverju er þetta ekki komið inn? Tja svarið er einfalt. Það er bara hrein og tær leti! *Geisp*





En nú er komið að þeim tímapunkti sem mér leiðist, hvaða verkefni á ég að taka að mér næst? Ætli næstu dagar fara ekki í það að browsa Ravelry? Það er síða sem ég mæli með að allt áhugafólk um prjón og hekl skrái sig inn. Þarna er urmull af uppskriftum, myndum, hugmyndum og svo líka verkefnum sem vert er að forðast (þú veist þessi verkefni sem virðast vera góð hugmynd en er svo síðan skelfileg þegar á reynir). Eitt af því sem ég kann best að meta er að þarna er hægt að sjá myndir af sömu uppskriftinni í mörgum litum og mörgum útfærslum. Getur komið í veg fyrir að maður reki upp.

1 ummæli:

annalú sagði...

Þú er prjóna maskína!
Eða mazkína öllu heldur.