Pages

föstudagur, júní 17, 2011

...sú færeyska aftur

Við vinkonurnar gefum hvor annari alltaf litlar jólagjafir. Ég er alltaf mjög spennt að opna gjafirnar sem ég fæ frá þeim, verð alveg eins og lítil stelpa.

En af hverju í ósköpunum er ég að tala um það núna í júní? Jú vegna þess að um jólin þegar ég prjónaði peysurnar gat ég ekki sett myndir af þeim hingað inn og svo gleymdi ég að taka myndir af þeim og að lokum hef ég aldrei náð okkur þremur saman til að taka myndir af peysunum þremur.

Ég hef sagt frá þessari peysu áður, svolítið stolið frá Guðrúnu og Guðrúnu.... en mér finnst hún bara svo falleg (og of dýr að kaupa). Peysurnar voru allar prjónaðar í sitt hvorum litnum. Ein svargrá, ein brún og sú þriðja ljósbrúngrá. Það sem hefur bæst í sarpinn er að nú get ég prjónað hana í stærri stærðum. Algjör óþarfi að svelta sig eins og Bíafra barn.

Það var svo í dag að ég náði mynd af fallegu Önnu í peysunni. Eins og svo áður á 17. júní var karnival stemning á Haðarstígnum og ég mátti til með að smella mynd af peysunni. Einhverntímann næ ég svo mynd af okkur öllum þremur í peysunum.

---
My friends and I give each other small gifts for Christmas. I´m always so excited to open them, just like a litle girl.

But way on earth am I talking about it now, in June? Well, because at Christmas time when I was knitting them I could not put pictures of them in here and I also forgot to take pictures of them a the time. And finally I have never had all three of us together to take pictures so... that is why.

I've talked about this sweater before, a bit stolen from Gudrun and Gudrun design ...but I think it is just so beautiful (and too expensive). The Christmas sweaters were all knitted in different color. On black/gray one dark brown and the third light/brown/gray-ish. I have also found out how to make it a bit bigger, so now it is no need to starve like a Biafra child.

Today, I finaly got a photo of Anna my beautiful friend. Like before the 17th of June was celebrated on Haðarstíg with a Carnival atmosphere. I had to take a picture of the sweater and the festival feeling. Some day I will get a pic of us all three wearing the sweaters.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá!Meistarstykki!!

Annalú sagði...

Þetta er peysa peysanna!
Luv it.

Kveðja,
Peys-Anna

Unnur sagði...

Hún er æði....