Pages

miðvikudagur, júní 01, 2011

Stelpu húfa

Þessa húfu er ég búin að geyma lengi. Er alltaf á leiðinni að setja hana hingað inn en aldrei verður neitt af því.

Svo að ég vitni í sætan strák...
Þá er það vegna þess að "í fyrsta lagi A" hef ég ekki fengið nægilega gott módel til að sitja fyrir með húfuna og eins á þetta að vera gjöf. Það eru ófáir pakkarnir sem þessi húfa hefur átt að fara í en einhverra hlutavegna er hún enn hérna heima í "gott að grípa í gjafir-kassanum" og ég hef ekki viljað setja hana hingað inn fyrr en hún hefur farið að heiman, ef svo má segja.

En nú í kvöld gafst ég upp. Fékk ábendingu um að ég væri allt of löt við að uppfæra síðuna svo að ég lét slag standa. Húfan er prjónuð úr fallegu gráu Navia garni og blómið er úr endur unnum silkiþráðum það garn keypti ég dýrum dómi í Hveragerði fyrir ekki svo löngu. Uppskriftina fann ég hér en þegar prjónað er úr Navia Passion varð húfan passleg á ca einsárs.

Engin ummæli: