Það er svo ótrúlega gaman að sjá fjölskylduna mína stækka. Núna í vikunn, nánar tiltekið þann 24. maí, eignaðist litli bróðir minn og konan hans þennan líka fallega Gullmola. Hann er svo flottur og ég get ekki beðið eftir að hitta hann, knúsa hann og kyssa. Þegar ég sýndi Högna myndina af honum sagði hann "mamma má ég kyssa hann" og ég bráðnaði. Ohhh þetta er besta og flottasta DIY verkefni sem hægt er að gera.
Ég stóðst ekki mátið, henti allri annarri handavinnu frá mér og prjónaði litla silkihúfu á snáða. Nú er bara að vona að húfan passi á guttann. Mér sýnist hann ansi stór.
---
It's so amazing to see my family grow. Now this week, specifically on 24 May, my little brother and his wife had this beautiful nugget. He's so sweet I can not wait to meet him, hug him and kiss. When I showed Hogni picture of him he said "Mom can I kiss him" and I melted. Ohhh, this is the best and nicest DIY projects that can be done.
I could not resist, left everything undone and knitted a small silk hat for the kid. Now I hope the hat fits. He seems to be pretty big.
3 ummæli:
Þetta er bara fallegasta barn sem ég hef séð ;) Til hamingju með hann!
já svo sammála þér Þóra :) Til lukku "right at ya!"
Til lukku ....
Skrifa ummæli