
Ég ákvað að fá toppinn til baka og klippa hann upp. Nú voru góð ráð dýr, líkurnar á því að toppurinn endaði inn í skáp hjá mér næstu misserin voru all miklar og því ákvað ég strax um kvöldið að taka upp skærin og byrja að klippa.
Úr þessu varð til þessi líka fínu spangir. Aðra fékk vinkonan ljúfa og hina fékk mágkona mín ljúfa sem er alltaf svo ljúf og góð og skemmtileg.
Á toppnum var líka ofsalega fínar lykkjur sem mig langaði að gera eitthvað fallegt við. Vinkona mín átti þennan kraga frá ömmu sinni, sem hún hafði aldrei getað notað því að það vantaði eitthvða til að lykkja hann saman. Whalla! nokkur spor og kraginn orðinn nothæfur.
ohh hvað tiltekt getur verið ljúf!
2 ummæli:
Glæsileg endurvinnsla !!
Vá, megaflott!
Ína.
Skrifa ummæli