Pages

miðvikudagur, maí 11, 2011

Endurvinnsla

Ég var að taka til í fataskápnum mínum um páskana. Allt gamalt fékk að fara ýmist ofan í tösku og í geymslu eða í svartan ruslapoka og í Rauða krossinn. Rosalega er það gott að taka svona til annað slagið. Málið er bara að vera dugleg að henda og þá myndast pláss fyrir nýjar gersemar. Þessi tiltekt mín vaknaði eftir heimsókn til góðrar vinkonu sem er mjög léleg að henda. Hún hafði eitt sinn hirt af mér svona kínverskan topp en rennilásinn var ónýtur (hljómar það ekki betur en sprunginn?). Nema hvað hún ætlaði að fá mömmu sína sem er afar handlagin til að gera eitthvað sætt úr efninu, enda efnið sjálft fallegt, þó toppurinn sé algjörlega búin með sitt.


Ég ákvað að fá toppinn til baka og klippa hann upp. Nú voru góð ráð dýr, líkurnar á því að toppurinn endaði inn í skáp hjá mér næstu misserin voru all miklar og því ákvað ég strax um kvöldið að taka upp skærin og byrja að klippa.

Úr þessu varð til þessi líka fínu spangir. Aðra fékk vinkonan ljúfa og hina fékk mágkona mín ljúfa sem er alltaf svo ljúf og góð og skemmtileg.


Á toppnum var líka ofsalega fínar lykkjur sem mig langaði að gera eitthvað fallegt við. Vinkona mín átti þennan kraga frá ömmu sinni, sem hún hafði aldrei getað notað því að það vantaði eitthvða til að lykkja hann saman. Whalla! nokkur spor og kraginn orðinn nothæfur.


ohh hvað tiltekt getur verið ljúf!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsileg endurvinnsla !!

Nafnlaus sagði...

Vá, megaflott!
Ína.