Pages

sunnudagur, júní 26, 2011

Saumað á sprettinum með saumsprettum

Eitt af mínum uppáhalds bloggum er bloggið hennar Dana, Dana Made It. Hún er ótrúlega frjó og mjög töff og ótrúlega iðin við saumavélina. Mig langar að gera margt af því sem hún gerir, sem er ekki algengt, oftast er það bara svona eitt og eitt sem ég mundi nenna að gera, en hún er ótrúlega flott. Á hverju ári heldur hún úti mánuði sem hún tileinkar strákum og vá, hvað ég kann vel að meta það. Urmull af sniðugum hugmyndum og bara fyrir stráka (auðvita er hægt að nýta margt fyrir stelpur, en strákarni ganga fyrir).Ég hef verið hálf feimin við saumavélina mína. Ef ég ætti að lýsa sambandinu mínu við saumavélina þá væri það helst svona örlítið framhjáhald við prjónana. Ég tek svona "spretti" með vélinni (he he he þetta hljómar hræðilega). Ég hef alltaf saumað smá, en þau saumablöð sem ég þekki eins og Burda til dæmis eru ekki skemmtileg, oftast finnst mér þau alveg hræðilega hallærisleg. Þegar ég hef saumað hef ég notað föt sem ég á til viðmiðunar og alltaf fundist ég vera að svindla, en núna þegar ég les handvinnubloggin þá er eins og þetta sé bara viðurkend aðferð og guð hvað það er gaman og fljótlegt.Ég fór um daginn í Handalínu og fann ótrúlega krúttaralegt efni. Ég notaðist svo við þessar leiðbeiningar og útkoman var þessi,


ég var bara nokkuð sátt. Og það skemmdi ekki fyrir að Högni var ótrúlega sáttur við útkomuna. "Mamma mín saumaði þetta fyrir mig!" sagði hann öllum sem heyra vildu. Hann fór voða montinn í henni í leikskólann ég var sátt við að hann væri sáttur.

...svo sótti hann. Hálf vandræðilega sagði leikskólakennarinn mér frá því að "peysuna sem ég hefði saumað" (hennar orð) væri öll að rakna upp. Hann var vel girtur og með "góðar" saumsprettur á sitt hvorri hliðinni.

Held að ég noti fötin sem sauma á hann fyrst hérna heima áður en ég sendi hann frá mér yfir heilan dag. Vil helst að fötin haldist saman svona yfir daginn.

4 ummæli:

mamma sagði...

Hrikalega sætt, Högni er svo mikið krútt í þessu.

ElínEllan sagði...

Hehe smá vandró.
En hann algert krútt og svo stoltur af mömmu sinni c",)

Annalú sagði...

Vá rosa flott!
Hva.... smá saumsprettur....
ég fæ saumsprettur frá Anderson og Lauth...

Unnur sagði...

Vá hvað þú ert dugleng...