Pages

föstudagur, júlí 01, 2011

Sokkaprjón

Sumarið er farið að segja til sín og í nógu að snúast. Í gær átti ég yndislega stund með vinum mínum á Haðarstígnum. Grill, róló, súkkulaðikökur og börn, fullt af börnum, en Högni var samt ekki. Hann var í góðu yfirlæti hjá Ömmu Steinu. "Amma Steina, best í heimi" eins og hann segir sjálfur.

Á fimmtudaginn bauð mamma mér í partý. Ekki beint villtasta partý sem ég hef farið í en þetta var útgáfupartý á bókinni Sokkaprjón eftir Guðrún Magnúsdóttur. En mamma og hún Guðrún eru gamlar vinkonur. Guðrún er rosaleg handvinnu-kerling og á hverju ári bíðum við spennt eftir að skoða jólakortið frá henni og tvíburasystur hennar því það er alltaf eitthvað ofsalega fallegt handverk á ferð.

Í bókinni Sokkaprjón, eru 52 sokka uppskriftir fyrir alla, konur, karla, krakka og kakkalakka... (samt ekki kakkalakka fannst bara vanta eitt k orð til viðbótar). Og ófáir sem ég þarf að prófa. Mæli með að kíkja á þessa bók, hún er fallega uppsett og full af fallegum uppskriftum.

Svo um helgina ætla ég að setja inn uppskrift af víkingahúfinni minni, fyrir 2-3 ára víkinga. Kann bara ekki að tengja pdf skjla við síðuna, en geng í það mál ASAP.

Svo munið að það er hægt að læka við Z-una á Facebook og svo auðvita elska ég comment :)

Engin ummæli: