Sjávar þemað heldur áfram. Þessi litli fiskur er tileinkaður öllum fiskunum í lífinu okkar, hvort sem þeir eru fæddir í merki fiskanna, étnir á mánudögum eða prýða fiskabúrin okkar. Fiskar eru svo skemmtilegir.
Hann er heklaður úr alskonar afgöngum og því marglita. Augun eru keypt í föndurbúð, en ég held að ég sé hrifnari að útsaumuðum augum. Eins og annað þá er til uppskrift að þessum fyrir heklara sem eru til í að gefa mér komment um uppskriftina svo hún verði auðskiljanlegri.
mánudagur, janúar 30, 2012
föstudagur, janúar 27, 2012
Nýtt blogg til að fylgjast með
Ohh svo gaman að rekast á nýtt og skemmtilegt handavinnublogg.
Hérna er eitt Delia creates og hún er með þema núna "Nesting" ekki verra þegar maður er með lítinn nýfæddan hérna hjá sér.
Nú þarf ég bara að koma þeim eldri til heilsu svo að ég hafi einhvern tíma í svona dútl!
Hérna er eitt Delia creates og hún er með þema núna "Nesting" ekki verra þegar maður er með lítinn nýfæddan hérna hjá sér.
miðvikudagur, janúar 25, 2012
Í grænum s(n)jó
það snjóar og snjóar, mér finnst þetta meira en nóg. Byrjaði í gær að hekla enn eitt tuskudýrið, það átti að vera kind en varð marglitta. Marglitta með bláa slaufu.
Er einhver með nafn á dúlluna, annað en Malla marglitta?
Annars hef ég verið að dunda mér við að skrifa uppskriftirnar að tuskudýrum, ef einhver áhugasamur vill fá þær og lesa yfir og benda mér á villur, yrði ég meira en lítið glöð, það væri gaman að geta deilt þessu.
Á núna uppskirftir að:
Frk Vélmenni
Nærsýnu kisunni
og svo Marglittunni sem átti að vera strákur.
...svo eru uppskriftir að flugu, fisk, kolkrabba og fíl væntalegar!
Er einhver með nafn á dúlluna, annað en Malla marglitta?
Annars hef ég verið að dunda mér við að skrifa uppskriftirnar að tuskudýrum, ef einhver áhugasamur vill fá þær og lesa yfir og benda mér á villur, yrði ég meira en lítið glöð, það væri gaman að geta deilt þessu.
Á núna uppskirftir að:
Frk Vélmenni
Nærsýnu kisunni
og svo Marglittunni sem átti að vera strákur.
...svo eru uppskriftir að flugu, fisk, kolkrabba og fíl væntalegar!
sunnudagur, janúar 15, 2012
Frk Vélmenni
Þá er ég byrjuð aftur, allavega eitthvað smávegis. Fann dokku á útsölu í Storkinum um daginn og mátti til með að fjárfesta. Til varð eitt tuskudýrið enn. Mjúkt vélmenni, sem er bæði voða sæt og fín og svolítið eins og Móna Lísa, er hún glöð? sorgmædd? hissa? feimin? Svipurinn segir margar sögur... eða þannig!
Heklið mitt er eins og texti úr lagi Ný danskrar, "Allt sem að er, hefur verið hér áður" sá svipað vélmenni á pinterest um daginn og mátti til með að "put my spin on it"
...og ég er bara nokkuð sátt með útkomuna :)
Heklið mitt er eins og texti úr lagi Ný danskrar, "Allt sem að er, hefur verið hér áður" sá svipað vélmenni á pinterest um daginn og mátti til með að "put my spin on it"
...og ég er bara nokkuð sátt með útkomuna :)
miðvikudagur, janúar 11, 2012
Alpaka Drops, I just love it!
Drops design er frábær vefsíða fyrir prjónara (og heklara) þar er urmull af uppskriftum af fallegum verkefnum og kostar ekki neitt. Ekki skemmir fyrir að Drops garnið er æðislegt, svolítið dýrt en ég bara elska það!
Þegar Högni var lítið spons prjónaði ég á hann og Helgu Maríu frænku hans rosalega kjút peysu af síðunni. Þau voru algjört krútt í peysunum saman.
Svo þegar Helga var 4 ára nú í sumar þá fékk ég pöntun um nýja peysu. Og það var skverað í peysuna en ekki tekin mynd fyrr en núna í nóvember í skírninni hans Heimis.
spurning um að skella í nýja peysu handa Heimi? Eða peysur í stíl á þá bræður. Það er allavega kominn tími að dusta rykið af prjónunum.
Þegar Högni var lítið spons prjónaði ég á hann og Helgu Maríu frænku hans rosalega kjút peysu af síðunni. Þau voru algjört krútt í peysunum saman.
Svo þegar Helga var 4 ára nú í sumar þá fékk ég pöntun um nýja peysu. Og það var skverað í peysuna en ekki tekin mynd fyrr en núna í nóvember í skírninni hans Heimis.
spurning um að skella í nýja peysu handa Heimi? Eða peysur í stíl á þá bræður. Það er allavega kominn tími að dusta rykið af prjónunum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)