Pages

sunnudagur, ágúst 21, 2011

Fánaborg á Haðarstígnum

Það er víst alveg ljóst að ég er ekki sú eina sem hef gaman af því að kíkja á Haðarstíginn þegar það eru hátíðarhöld í miðbænum. Þetta er ein mest sjarmerandi gatan í 101 og einu sinni fannst mér gatan vera algjört leyndarmál. En sennilega er þetta ekkert rosalega vel geymt leyndarmál.

Ég er samt líka svo heppin að þekkja eina fjölskyldu sem býr við stíginn góða og á því oft leið þarna fram hjá, bæði þegar tilefni er til að fagna og líka bara til að kíkja í kaffi eða fara á róló með sætu bræðrunum þeim Benna og Bjarti.

En þegar það er fagnað hengja íbúarnir sæta fánaborgir þvert yfir göturnar í öllum regnboganslitum og ég mátti til með að lappa upp á fánaborgina hjá Grallara-fjölskyldunni. Ég sem er forfallin fánaborgar-aðdándi eins og sjá má hér og hér, dró fram efnisbútana og klippti, saumaði og hengdi á borða. Þau fengu því borða sem á stóð HAÐARSTÍGUR fyrir Menningarnótt og fánaborgin kom bara ágætlega út þvert yfir stíginn.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Langflottustu flöggin!

Vildi að ég hefði getað komið og séð dýrðina og notið veitinganna. Geri það bara með glans á næsta ári.

Anna

Kristrún Helga sagði...

Geggjað! :-)