Pages

þriðjudagur, ágúst 23, 2011

Notað og nýtt

Ég verð að viðurkenna að það eru ekki margar flíkur sem gera mig mjög hamingjusama á meðgöngunni. Þó dettur ein og ein flík í fangið á mér sem ég gæti hugsað mér að sleppa því algjörlega að þvo og vera bara stanslaust í henni. En þá grípur heilinn fram fyrir hendurnar á mér, líkt og hann gerir iðulega þegar ég sé mikið glys og glingur og segir við hjartað "nei hættu nú alveg stelpa, þetta gengur ekki!"

Einni svona flík nappaði ég af systur minni sem í sakleysi sínu lánaði mér hana á síðustu meðgöngu. Þetta er svartur kjóll sem einhverra hluta vegna er algjört æði! Ég dró hann fram um daginn og ætlaði í honum í vinnuna þegar heilinn tók öll völd:

- "Sko þetta gengur ekki!"
- "Hann eru upplitaður!"
- "Það eru göt hér og hér og hér!"
- "Og svo er hann teygður og togaður!"
- "Hann er slitinn og lykkjuföll sjást við saumana!"

Úff það var sama hvað ég reyndi að réttlæta það að fara í honum þá var það ekki hægt svo nú voru góð ráð dýr.

Ég fann gamlan Emami kjól sem ég hafði aldrei notað og nýtti efnið úr honum til að búa mér til nýjan "uppáhalds-kjól". Auðvita er nýi kjólinn ekki næstum eins og gamli kjólinn enda vantar öll götin, hann er ekki jafn mikið þveginn og liturinn er alveg ferskur. En hann gerir sitt gagn. Ég bætti að vísu við beltinu svona upp á puntið og er bara anskoti sátt við hann.

Alveg hoppandi glöð.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg fljúgandi flottur. Ég er svo stolt af þér.
mamma

Nafnlaus sagði...

Smart!
Anna Lú

Nafnlaus sagði...

Þú ert frábær! Rosalega flottur kjóll, man einmitt eftir emami kjólnum ;) var ekki einhver bömmer með hann? BTW mikið ertu með fína kúlu og súper sæt!