Það færst orðið garn á fáránlegustu stöðum og oft bara alveg ágætlega fallegt garn. Um daginn rakst ég á þessar dokkur í Sösterne Grene. Ekkert ofsalega ódýrt, rúmlega 300 kr. dokkan, en fallegir eru litirnir og ég hlakka til að skapa eitthvað fallegt úr þessu djásni.
Hvað það verður veit enginn :) enda vandi um slíkt að spá. Er nokkuð farið að styttast til jóla?
2 ummæli:
Það er ALLTOF stutt til jóla.
Er einmitt byrjuð að hugsa um að fara að hugsa út í jólahandavinnu :)
Já ég hef tekið eftir þessu. Bráðum skreppur maður út á bensínstöð til þess að kaupa garn.
AnnaLú
Skrifa ummæli