Ég er að átta mig á því að það er ansi stutt í 3. október, en ótrúlega margt sem þarf að gerast áður en sá stutti fæðist. Eitt af því var að lappa upp á ömmustólinn sem ég fékk fyrir Högna. Stóllinn er í sjálfum sér allt í lagi, en áklæðið fannst mér alveg... ...herfilegt! Það er eitthvað við Disney myndir sem ég bara meika ekki.Stóllinn er vel merktur um að "þetta" og "hitt" megi ekki og að fyrirtækið er ekki ábyrgt ef "þetta" og "hitt" gerist. **Jakk**
Svo var áklæðið líka farið að láta ásjá. Vel notað enda stóllinn fínn í raun og veru.
Verð að viðurkenna að það tók aðeins lengri tíma að finna smellurnar fyrir stólinn. Langaði mikið að hafa þær í skemmtilegum lit en fann bara svartar og hvítar smellur. Þessar fann ég loks í Föndru sem og bleik/burgundy borðann.
Ákvað að skella honum inn á Innlit útlit síðuna á Facebook, endilega like-ið ;-)
3 ummæli:
Hann er æðislegur!
Takk Arndís, ég var helvíti ánægð með hann :)
Galdrakona!
Skrifa ummæli