Pages

laugardagur, september 10, 2011

Berjamó

Við Högni skruppum í berjamó um daginn og plötuðum góða vini með okkur. Aðal sportið hjá strákunum var þó að borða nestið úti. Skil þá vel.

En þeir voru samt mjög duglegir við að tína. Og eins og sést er mjög mikilvægt að hafa páfagauk með sér í berjamó og sleppa ekki af honum hendinni.

Mamma hvalur eða mamma kengúra eins og Högni kallar mig þessa dagana hlammaði sér við eitt lyngið og sat þar bróðurpartinn úr ferðinni.

Ég lét svo Högna um að hlaupa til og frá og ná í hitt og þetta. Mjög gaman og svo var hann ótrúlega duglegur að tína.
Fallega Anna og fallegi Andri komu með okkur. Það má samt alveg fylgja með sögunni að það voru gæði berjanna sem skipti máli en ekki magnið.
Nú er bara að safta... ...eða lita garn sem er líka mjög freistandi!

3 ummæli:

stina sæm sagði...

Alveg hreint frábærar myndir og svei mér þá ef það er ekki bara berja lykt af þeim líka.
Takk fyrir kveðjuna og ég hlakka til að fylgjast með þér hér inni.
kv Stina

Nafnlaus sagði...

Krúttz!
Stærsta og flottasta krækiberið er að finna á síðustu myndinni... í fanginu á þér.
AnnaLú

Marín sagði...

Haustin eru best!

He he he já eitt krækiber á sterum í fanginu :)