Pages

sunnudagur, september 18, 2011

Hin mörgu andlit Högna

Högni vildi endilega prjóna fyrir "litlabarnið" og fékk þá eins og svo oft áður prjóna og smá garnspotta til að "hræra í", þetta er mikið sport og þolinmæðin endist í ca. 5 sec. eða svo.

Á meðann hann var að "prjóna" sagðist hann þurfa að "fá skegg, eins og pabbi" sem er svolítið fyndið því að pabbi hans er eins og Njáll á Bergþórshvoli, honum varla vex skegg. En hvernig er hægt að bregðast svona fallegri bón? Svo gamla gæran frá mömmu var tekin fram, stutt teygja og skæri og Högni fékk skegg, eins og tröll (já áherslurnar breytast hratt þegar maður er tveggja og hálfs).

Hin mörgu andlit Högna, gjörið svo vel...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann er dásamlegur, með skegg eða án. Fyndið hvað hann er grimmur með skeggið...
amma Guðrún

Karen sagði...

hahaha, Högni litla krútt- en já hann verður svolítið tröllslegur með skeggið, ég efast um að hann læri það af pabba sínum ;-)

Nafnlaus sagði...

Ji, þetta er hrikalega krúttlegt. Hvaða gæra er þetta annars? Ég man ekkert eftir henni!
Ína.

Marín sagði...

Já hann varð sjúklega fyndinn þegar hann setti upp skeggið. Þetta er einhver gömul gæra sem ég mamma lét mig fá. Mamma verður að segja þér betur hvaðan hún kemur, hef ekki hugmynd :)