Pages

þriðjudagur, september 27, 2011

Gjöf

Högni fór um daginn í pössun til Ömmu Steinu. Það er alltaf þvílík hamingja að fá að vera hjá henni enda er hann eins og kóngur í ríki sínu hjá henni. Hann fær að enduraða blómunum þannig að þau verða að skóg þar sem úlfar og önnur rándýr búa. Hann fær bolta ís í stórum stíl og almenn gleði.

Þegar við komum og sóttum hann daginn eftir beið okkar þessi fallegi blómvöndur sem hann hafði tínt handa okkur. Hafi þið séð fallegri blóm?

Engin ummæli: