Pages

mánudagur, janúar 17, 2011

Heimatilbúnar gjafir

Heimatilbúnar gjafir eru það flottasta sem ég veit þessa dagana. Það er eitthvað svo persónulegt við þær. Síðustu ár hef ég fengið alveg frábæra chilly sultu frá Hlédísi vinkonu og ég er farin að bíða spennt eftir að gjöfin komi í hús svo að ég get farið að gæða mér á þessu lostæti.

Í ár, reyndi (athugið áhersla á orðið reyndi) ég að gera mína heimatilbúnu gjöf. En hún var því miður bara la-la, þarf að koma uppskriftinni til Önnu (þið munið gestabloggarinn góði) og fá hana til að fullkomna þetta fyrir mig.

Til að fela heldur misheppnaða tilraun ákvað ég bara að gefa, litla skammta af "góðgætinu" og skreyta krukkuna bara þeim mun meira svo að mér yrði fyrirgefið. Í raun var það mjög einfalt. Ég fann krukku sem áður geymdi barnamat, ég á alltof margar svoleiðis, vitandi það að þær kæmu að notum síðar. Því næst heklaði ég einfalda dúllu úr bleiku bómullargarni og límdi með límbyssu á lokið. Því næst fann ég borða í svipuðum lit og vafði utan um. Krosslagði fingur og vonaði að allir væri mjög saddir um jólin svo að hneturnar gætu gleymst í krukkunni og væri bara fyrir auga en ekki bragðlauka.

Fyrir þau sem eru mjög áhugasöm um hina misheppnuðu tilraun og vilja prufa sig áfram ætla ég að gefa uppskriftina hér. Uppskriftina fann ég í gömlu auka blaði sem fylgdi Gestgjafanum hér um árið. Uppskriftin er svona:
4msk smjör ósaltað (ég notaði auðvita saltað því að ég átti ekki annað, fyrir þau sem ekki vita þá er ósaltaða smjöri í grænum umbúðum)
2msk Síróp
2 msk Kanill
2 msk Karrí
2 tsk Salt
1/4 tsk Kummin (ath ekki Kúmen, ég vissi nú hvað það væri, eitt stig fyrir mig)
1/4 tsk Cayenne-pipar
4 bollar heilar hnetur og möndlur

aðferð: setjið smjör, síróp og krydd í pott og hitið. Látið hnetur og möndlur í skál og hellið kryddblöndunni yfir. Hrærið vel saman. Dreifið síðan úr þessu á ofnskúffu sem klædd hefur verið með bökunarpappír. Ristið hneturnar/möndlurnar við 250°C þar til þær verða fallega brúnar og hrærið í af og til.


Gaman að segja frá því að frasinn "af og til" fékk mig til að halda að þetta gæti tekið smá tíma að ristast. En viti menn... þessar hnetu helv*** brenna á no time og því mikilvægt að standa yfir þessu allan tíma. Satt best að segja held ég að það væri gáfulegra að lækka hitan og leyfa hnetunum að ristast í róg og næði. Ég náði allavega að brenna 3 skúffur áður en mér tókst að fá nokkuð (ath áhersla á nokkuð) sómasamlega uppskrift í gegn.

Já elskurnar, þetta var matarpistill í boði Marínar

En svona leit gjöfin út að lokum.

5 ummæli:

AnnaLú sagði...

Hljómar mjög girnilega!
Mér dettur í hug að ef maður ætlar bara að gera lítinn skammt (engar iðnaðarstærðir) að þá sé hægt að gera þetta á pönnu. Síður hætta á að þetta brenni ef maður stendur bara yfir þessur og flippar hnetunum reglulega á pönnunni.

Marín sagði...

...sko ég vissi að ég hefði átt að ræða við þig fyrst. Svo þarf líka eitthvað að endurskoða blönduna. Já þetta var eiginlega bara ... ekki gott!

Nafnlaus sagði...

Jeg syns det ser smukt ut :)

Unnur sagði...

Er ekki hægt að senda eina krukku með hraðsendingu til Svíþjóðar ;-)

Marín sagði...

Tak tak :) It looks better then it tastes :)

Úff Unnur ég held í alvöru að þú yrðir sáttari með lakríspoka en þetta ;) Þurfum að setja upp Skype fund hið fyrsta ;)

Knús og kossar
Z-an