Pages

sunnudagur, janúar 23, 2011

Vetlingar í leikskólan og

Um daginn þegar ég sótti stubbinn á leikskólann hóaði ein (mig langar mjög mikið að skrifa fóstran) leikskólakennarinn í mig og spurði hvort að hann ætti ekki betri vettlinga, sonur minn. Ég sem hélt að, uppháir pollavettlinga, uppháir vindvelttingar, þunnir bómullarvettlingar og flísvettlignar væru nóg spurði hissa, "jaaa neee, hvernig vettlinga áttu við?" og fékk svarið "bara þessa klassísku úr lopa". Mér fannst hún (ekki skrifa fóstra) leikskólakennarinn alveg eins getað sagt að ég væri glötuð mamma, ég sem þykist vera einhver prjónari og barnið bara með einhverja lummu búðarkeypta vettlinga (að vísu í mjög fjölbreyttu úrvali).


Þannig að ég rauk heim. Fann afganga og byrjaði að prjóna og hér er afraksturinn. Uppskriftin að vettlingunum hans Högna fann ég í bókinni Fleirri Prjónaperlur. Þeir eru það fyrsta og eina sem ég hef prjónað upp úr þeirri ágætu bók.


Þetta með fóstrur, í alvöru! Af hverju er alltaf sett ofan í mig þegar ég kalla konur sem vinna á leikskóla, fóstur? Fóstra svo fallegt orð, mun fallegra en leikskólakennari. Orðið er gamalt og lýsandi yfir það starf sem fer fram í leikskólum landsins. Einnig er karkyns útgáfan mjög falleg fóstri. Fóstra og fóstri!

Ef ég ynni á leikskóla þá mundi ég vilja að ég væri kölluð fóstra, mun fallegra, hlýrra og lýsandi. Og ég mun eflaust halda áfram að kalla leikskólakennara fóstrur, ekki til þess að pirra einn eða neinn, sennilega bara af því að ég hef vanið mig á það frá því að ég sjálf vara í leikskóla, en svo er það bara svo mikið fallegra.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ógó flottir leikskólavettlngar - en segi nú sama og þú,eru aðrir ekki betri í slapp og leik - verða þeir ekki blautir og moldugir strax? :=)
Elska að kíkja hérna inn!
E.

Marín sagði...

Takk E. gott og gaman að þú kíkir hingað inn :)
og alltaf gaman að fá komment