Í ár, reyndi (athugið áhersla á orðið reyndi) ég að gera mína heimatilbúnu gjöf. En hún var því miður bara la-la, þarf að koma uppskriftinni til Önnu (þið munið gestabloggarinn góði) og fá hana til að fullkomna þetta fyrir mig.
4msk smjör ósaltað (ég notaði auðvita saltað því að ég átti ekki annað, fyrir þau sem ekki vita þá er ósaltaða smjöri í grænum umbúðum)
2msk Síróp
2 msk Kanill
2 msk Karrí
2 tsk Salt
1/4 tsk Kummin (ath ekki Kúmen, ég vissi nú hvað það væri, eitt stig fyrir mig)
1/4 tsk Cayenne-pipar
4 bollar heilar hnetur og möndlur
aðferð: setjið smjör, síróp og krydd í pott og hitið. Látið hnetur og möndlur í skál og hellið kryddblöndunni yfir. Hrærið vel saman. Dreifið síðan úr þessu á ofnskúffu sem klædd hefur verið með bökunarpappír. Ristið hneturnar/möndlurnar við 250°C þar til þær verða fallega brúnar og hrærið í af og til.
Gaman að segja frá því að frasinn "af og til" fékk mig til að halda að þetta gæti tekið smá tíma að ristast. En viti menn... þessar hnetu helv*** brenna á no time og því mikilvægt að standa yfir þessu allan tíma. Satt best að segja held ég að það væri gáfulegra að lækka hitan og leyfa hnetunum að ristast í róg og næði. Ég náði allavega að brenna 3 skúffur áður en mér tókst að fá nokkuð (ath áhersla á nokkuð) sómasamlega uppskrift í gegn.
Já elskurnar, þetta var matarpistill í boði Marínar
5 ummæli:
Hljómar mjög girnilega!
Mér dettur í hug að ef maður ætlar bara að gera lítinn skammt (engar iðnaðarstærðir) að þá sé hægt að gera þetta á pönnu. Síður hætta á að þetta brenni ef maður stendur bara yfir þessur og flippar hnetunum reglulega á pönnunni.
...sko ég vissi að ég hefði átt að ræða við þig fyrst. Svo þarf líka eitthvað að endurskoða blönduna. Já þetta var eiginlega bara ... ekki gott!
Jeg syns det ser smukt ut :)
Er ekki hægt að senda eina krukku með hraðsendingu til Svíþjóðar ;-)
Tak tak :) It looks better then it tastes :)
Úff Unnur ég held í alvöru að þú yrðir sáttari með lakríspoka en þetta ;) Þurfum að setja upp Skype fund hið fyrsta ;)
Knús og kossar
Z-an
Skrifa ummæli