Pages

miðvikudagur, desember 29, 2010

Bekie Chernoff

Það er svo margt fallegt til. Til dæmis þessi skál, sem ætti að vera til á heimili hverrar prjónakonu (allavega væri ég til í eina). Gaman að segja frá því að listakonan, Becki Chernoff kynntist ég í Bandaríkjunum þegar ég var skiptinemi þar 1994-1995. Ekkert smá hæfileikarík og töff týpa. Mæli með að skoða síðuna hennar www.beckichernoff.com


There are so many beautiful things out their. For example this bowl! Every knitter should have one (at least I would love to have one). It is fun to say, I know the artist, Bekie Chernoff, we met in USA when I was an exchanges student in 1994-1995. So talented and hip person. I highly recommend a visit to her website www.beckichernoff.com

þriðjudagur, desember 21, 2010

Huggulegur jólaundirbúningur ...eða þannig! / Not so nice Christmas preparation

Hef síðustu daga ætlað að pósta inn myndum og bloggi um "girnilegar ristaðar og kryddaðar hnetur" en hef brentt þrjá skammta og á ekki meira af hnetum. Húsið lyktar eins og kaffigerðaverksmiðja og húsfreyjan er með sært stolt. Læt Önnu vinkonu um mataruppskriftirnar hér á blogginu.

---

Last few days
have meant to post pictures and blog about the "delicious toasted and spiced nuts" but I have burned have three doses and I'm out of nuts. The house smells like coffee making factory and the hausewife has a wounded pride. I will let my friend Anna do all the food recipes for this blog.

sunnudagur, desember 19, 2010

Góðverk fyrir jólin

Það er hópur á Facebook að prjóna ungbarnahúfur fyrir Vökudeild. Ég var svo heppin þegar ég átti Högna að sleppa því að fara þar inn. Högni lét mig aftur á móti bera sig í rétt tæpar tvær viku framyfir settan dag, en það er allt önnur saga.

Ég stóðst ekki mátið og prónaði nokkrar húfur. Þær vildu hafa það bómull, en ég prjónaði þær úr noskri ull, finnst það fallegra. Svo gáfu þær upp uppskrift hér og hér þannig að verkið var ekki flókið, bara að gefa sér nokkrar stundir og fyrr en varir var ég komin með 7 húfur. Ein húfa fyrir hvert frændsyskini hans Högna sem hefur ekki þurft að fara á Vöku, Arna, Þór, Helga María, Högni, Kristófer og Eyrún og svo er sjöunda barnið á leiðinni.


þriðjudagur, desember 14, 2010

Dýrðarinnar dásemd

Gestabloggari hjá Z-unni að þessu sinni er ljúf og góð vinkona. Hún er snillingur í eldhúsinu og gerir hluti sem mér kæmi aldrei til hugar að reyna. Auk þess er hún snillingur með myndavélina. Hérna er hún með gómsætt jólakonfekt. Ljúft fyrir bragðlaukana og gleður auga. Njótið!

***

Þetta súkkulaði fékk ég hjá mágkonu minni sem hefur með ofunákvæmum bragðlaukum þróað uppskriftina í átt að fullkomnun. Berin, kókosflögurnar og kristallað maldonsaltið gerir þetta að jólalegu nammi sem er bæði fljótlegt að gera og hægt að fá krakkana til þess að aðstoða við að blanda saman og skreyta.

Það er auðvitað best að nota aðeins gæðasúkkulaði t.d. Green and Black Organic en ég átti aðeins gamla góða suðusúkkulaðið en það virðist ekki hafa komið að sök, súkkulaðið rann ofan í mannskapinn, fyrst í saumaklúbbnum og svo í vinnunni. Jólalegt og flott.
200 gr hvítt súkkulaði
200 gr dökkt súkkulaði
Hnetur, t.d. möndlur, pistasíur, valhnetur, heslihnetur, kasjúhnetur.
Þurrkuð ber, t.d trönuber eða gojiber

Kókosflögur eftir smekk
1-2 tsk Maldonsalt
Bræðið hvíta súkkulaðið í vatnsbaði og smyrjið á smjörpappír og kælið inni í
ísskáp.

Á meðan bræðið þið dökka súkkulaðið í vatnsbaði og blandið berjunum og gróft
söxuðum hnetum og út í súkkulaðið. Bætið kókosflögunum út í ásamt
maldonsaltinu og blandið vel. Smyrjið dökku súkkulaðiblöndunni yfir hvíta
súkkulaðið sem hefur fengið að harðna inn í ísskáp á meðan. Skreytið með
kókosflögum, berjum og salti. Geymist í kæli en það auðvitað best að borða
þetta sem fyrst í góðra vina hópi.

Njótið vel um jólin. Alúð.

mánudagur, desember 06, 2010

Þverslaufa fyrir sæta stráka - bow tie for cute boys

Ég hef komið sjálfri mér stundum á óvart þegar kemur að handavinnu, það er ótrúlegt hvað hægt er að gera þegar maður rýnir í flókin munstur nýjar uppskriftir eða prófar eitthvað sem maður telur að maður geti als ekki gert. Og viti menn, maður kemur sjálfum sér á óvart með því að geta það!

Að taka þátt í prjónabók var eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert og mundi aldrei gera, en viti menn. Eftir að ég sest niður og reynt, varð til þess að ég hef tekið þátt ótrúlega skemmtilegu prjónaævintýri með Prjónaperlum.


Eitt af því sem mér finnst sárlega vantar eru sætir litlir hlutir fyrir stráka til lífga upp á daginn. Og hvað er herralegra en þverslaufa? Þetta er lítið og skemmtilegt prjónaföndur sem ekkert mál er að klára á einu kvöldi og það sem betra er að það er auðveldlega hægt að nota afganga í.
Uppskriftin er einföld, hægt er að nota hvaða garn sem er og í raun hvaða prjóna sem er. Ég nota Kambgarn en hægt er að nota hvaðgarn sem er sem hentar prjónum no. 2,5

Fitjið upp 30 lykkjur og skiptið þeim jafnt niður á 3 prjóna og tengið í hring.
Næstu 2 umferðir eru prjónaðar slétt.
3 umferð er prjónuð brugðin.
Næst er prjónað slétt þar til stykkið mælist 8 cm.
Þá er prjónuð ein umferð brugðin og
næstu tvær umferðir eru prjónaðar slétt.
Fellið af.

Brjótið upp á opnu endana við brugðnu umferðina. Saumið slaufuna saman.

Miðstykkið er prjónað svona:
Fitjið upp 5 lykkjur þessar lykkjur eru prjónaðar fram og til baka. Slétt á réttunni og brugðið á röngunni þar til það er nægilega langt til að passa utan um slaufuna sjálfa. Fellið af og saumið bútinn saman utan um slaufuna. Festið nælu aftan við og nælið í fyrsta herramanninn sem þið sjáið.

-----
I do sometimes surprise myself. I do things that I never think I will, or can, do. It's amazing what you can do when you follow a complex or new pattern or tray something that you think you would never believe you could do. And you really can do it!

Participating in the making of a knitting book was something I thought I could never, and would, never do. But just after having tried it, became my amazing knitting adventures with Prjónaperlur.

One of the things I feel desperately needed in the craft-world are cute little things for boys, it just will bring more fun to the day! And really what is cuter then a bow tie? This is a small and fun knit project that will be easy to finish in one night and what is better, it is perfect for leftovers yarn!

The pattern is simple, you can use any yarn that fits needles no. 2,5 (2,5 for Europe is 1 or 2 for USA and 12 or 13 for UK)

Cast on 30 loops and divide them evenly on 3 needles and connect them into a ring.
Round 1-2: knit
Round 3 purl
Next, knit until piece measures 8 cm.
Then purl one round
the last two rounds are knitted.
Cast off

Fold the open ends and saw them together.

The little thing in the middle is knitted like this:
Cast on 5 loops, these loops are knitted back and forth. Knit one side and purl on the other until it is sufficiently long to fit around the bow tie. Cast of.
Saw it together in
please it in the middle of the bow tie.
Attach a pin in the back and give it to the cutest boy you see.

Jólasveinahúfa

Í fyrra var Stubburinn minn ekki alveg jafn þrjóskur og hann er í ár. Þá var hægt að "plata" til að vera með alskonar sætar húfur og í krúttaralegum fötum. Núna vill hann bara vera í því sem hann hefur áður verið í, ekki verra ef það er mynd af kónguló á fötunum.

Í fyrra prjónaði ég þessa húfu (hentar vel fyrir 1-2 ára) læt uppskriftina fylgja með.
Ég segi þetta mína uppskrift en auðvita er hægt að notast við hvaða skotthúfu uppskrift sem er:

Ég notaðist við afganga sem ég átti en ég mæli með að nota mjúkt garn sem passar vel fyrir prjóna no. 2,5

Fitijið upp 120 lykkjur og prjónið 5 cm stroff, 2 sléttar 2 brugnar með hvítu
Skiptið yfir í rautt garn. Fyrsta umferðin er prjónuð rauð, aukið um eina lykkjur við 24 hverrja lykkju = als 125 lykkjur. Prjónið áfram þar til húfan mælist 11 cm.

Þá hefst úrtakan: Merkið á fimm stöðum með jöfnu milli bili (25 lykkju fresti). Takið út á fimm stöðum í þriðju hverri umferð þar til 5 lykkjur eru eftir. Fellið af og bætið dúsk við.
Gangið frá öllum endum og gefið einhverjum Stúf húfuina.



laugardagur, desember 04, 2010

Jólakúl

Þegar maður dettur niður á fallegt heimagert jólaskraut má maður til með að deila því. Á blogginu Lopinn af kindinni okkar, var birt í fyrra uppskrift af lopa jólakúlu, eða jólakúl. Ótrúlega einfallt og fallegt föndur. Ég prjónaði ófáar í fyrra, sumar fóru á pakka, aðrar voru í pakka og enn aðrar fóru á jólatréð. Brota, brot af jólaföndrinu 2009.

fimmtudagur, desember 02, 2010

Húfutetur

...ég er með smá húfu æði. Prjóna eins og enginn sé morgundagurinn húfur á hina og þessa. Í haust gerði þessa Elmo húfu á stúfinn, því hann er svo hrifinn af Elmo. En mér tókst ekki betur en svo að hann vill ekki sjá það að vera með hana, svo Þór stóri frændi græddi í staðinn. Veit svo sem ekkert hvort að hún sé mikið notuð á því heimili heldur.

Sumir sem hafa séð húfuna er ekki vel að sér í Elmo fræðum og hafa haldið að þetta sé fugl! Þvílík fásinna. Hverjum dettur slíkt í hug?


Þetta er bara eins og copy - paste! ekki satt!

Nema hvað, það verður meira um húfu pósta á næstunni, Lofa!

----

...I have a little thing for hats right now. I knit theim like there is no tomorrow. This autum I did this Elmo hat for my smurf, I did it because he is so fond of Elmo. But I clearly didn't do a very good job, because he dosn't want to use it, so Thor nephew got it instad. ...and I'm not sure if he is using it either.

Some who have seen the hat, are not very familiar with Elmo I'm sure. They have suggested that this might be a bird! What a nonsense. Who would think that?

This is just like a copy - past, no!?

Well, well! there will be some mor hats to come soon, Promise!