Það er hópur á Facebook að prjóna ungbarnahúfur fyrir Vökudeild. Ég var svo heppin þegar ég átti Högna að sleppa því að fara þar inn. Högni lét mig aftur á móti bera sig í rétt tæpar tvær viku framyfir settan dag, en það er allt önnur saga.
Ég stóðst ekki mátið og prónaði nokkrar húfur. Þær vildu hafa það bómull, en ég prjónaði þær úr noskri ull, finnst það fallegra. Svo gáfu þær upp uppskrift hér og hér þannig að verkið var ekki flókið, bara að gefa sér nokkrar stundir og fyrr en varir var ég komin með 7 húfur. Ein húfa fyrir hvert frændsyskini hans Högna sem hefur ekki þurft að fara á Vöku, Arna, Þór, Helga María, Högni, Kristófer og Eyrún og svo er sjöunda barnið á leiðinni.
3 ummæli:
Mikið eruð þetta fallegar húfur hjá þér! Hrafnhildur þurfti einmitt að fara á Vöku á sínum tíma og var frábært að fá svona húfu að láni:)
Gaman að fylgjast með blogginu þínu!
Knús, Karen
Já alveg rétt, þið Hrafnhildur fóruð þangað.
En ég var að vonast til að þessar yrðu til eignar. En mér skilst að þetta séu bara láns húfur.
En takk fyrir innlitið, gaman að fá komment ;)
knús Marín
Sætu húfur eða húvi eins og Andri mundi segja. Flott framtak!
Skrifa ummæli