Ég kom seint heim úr vinnunni eftir að hafa skoðað landslhuta sem ég hef ekki heimsótt síðan Akraborgin var og hét.
Þarna sat ég í sófanum mínum og horfði á tómuveggina voða sátt við að loks væri komin vetur og þá væri tími til kominn að slaka örlítið á. Þegar bankað var á dyrnar.
Úti stóð pósturinn með pakka handa HKH, ég rétti glöð fram reiðuféð því pilturinn var að versla á Amazon, ég hugsaði mér gott til glóðarinnar, þarna voru eflaust einhverjar skemmtilegar bækur á ferð.
Ég kunni nú ekki við að opna pakkanna enda var hann ekki til mín, en beið því frekar eftir að HKH kæmi heim.
Viti menn í pakkanum voru um 10 dvd myndir já jíbbí hugsaði ég með mér. Girnilegur pakki það! Eða hitt ó heldur. Þetta voru 10 dvd myndir sem fjalla allar um það sama eða seinni heimstyrjöldina og við eigum svona ca. 358 myndir um sama efni.
Ég gæti því vel átt þessar samræður við vinkonu mína
vinkona: Hæ vá hvað þið eigið mikið af dvd myndum
ég: já (ánægð með mig)
vinkona: Áttu nokkuð Love story til að lána mér?
ég: ummm láttu mig sjá, fjallar hún um seinni heimstyrjöldina?
vinkona: Nei þetta er ástasaga.
ég: nei því miður.