Pages

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Útlendingar

Útlendingar hafa verið mikið í umræðunni núna enda kostningar í nánd. Í raun eru kostningar og prófkjörstími oft mjög áhugaverður tími, þá sér maður hvað fólk er tilbúið að selja sig ódýrt til að verða kosið. Á Íslandi þekkja allir alla og því þarf að nýta alla til að fá þessa alla til að kjósa "rétta fólkið". Einnig kemur fram í prófkjöri hvaða einstaklinga flokkarnir hafa að geyma. Það eru jú einstaklingarnir sem eru í kostningu.

Nú hefur einn flokkurinn sem ekki hefur staðið sig vel upp á síðkastið ákveið að gerast "rasista flokkur" ég set þetta í gæsalappir því að þeir eru hvítflippa rasistar, svona ekki beint en samt heldur mikið. Ég held að ég sé bara nokkuð ánægð með þessa ákvörðun Frjálslyndra að gerast hvítflippa rasistar. Íslendingar eiga það til að kaffæra hugmyndir sem ekki eru þeim þóknanlegar eins og til dæmis rasistaflokkurinn sem var hérna um árið Þjóðernisflokkur Íslendinga.

Ég held nefninlega að það sé miklu betra að hafa þessar hugmyndir uppi á lofti, það mun svo koma í ljós í kostningum að þessar hugmyndir eiga ekki upp á pallborðið hjá þjóðinni og flokkurinn dettur út af þingi. Á meðan getum við Íslendingar rætt þessi mál opið, því að það er jú staðreynd að útlendingum fjölgar hér á Íslandi og það hefur sýnt sig erlendis að oft skapast vandamál við þær aðstæður. En ekkert er verra en að tala ekki neitt um þessi mál en tala um vitleysu.

Eitt að lokum fyrir þá sem eru hræddir við aukna glæpatíðni og útlendinga þá mæli ég með þessari stuttu lestningu hér

Engin ummæli: